Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 9

Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 9
Mynd: Erlingur Páll. Margt gæti orðið mótdrægt. Viðeyjarundur á fjórum dögum. is kom þversögnin; reddiði þessu að sunn- an, -jarðgöng, malbik, læknar, kvótar, fjármagn. Þingmennirnir voru gerðir ábyrgir fyrirólíklegustu hlutum, t.d. voru þeir sakfelldir fyrir að skip hefði verið selt úr einu plássi í annað og gott ef ekki fyrir erfið búsetuskilyrði í afskekktum þorp- um. Og þetta tvíeðli landsbyggðarþing- mannsins; reddari og guðlegur refsivönd- ur sem margir kjósendur sjá í þingfulltrúa sínum, virðist ganga upp í flestum þing- mönnum. Þeir gengust við þessu tali og var lítinn pólitískan mun að sjá á flokkum í þessum kjördæmum. Eru landsbyggðar- þingmenn einn flokkur? ímyndir stjórnmálaforingja spiluðu stóra rullu. Það sem var eiginlega merki- legast við ímyndastríð leiðtoganna fyrir þessar kosningar var hversu langt þeim tókst að ganga gegn þeirri ímynd sem þeir höfðu áður skapað sér. Segja má að allir helstu stjórnmálaforingjar landsins hafi kollvarpað ímynd sinni í kosningabarátt- unni. Þannig hefur Davíð Oddsson mótað sér ímynd ákveðni, fyndni og áræði í ár- anna rás. í kosningabaráttunni var ekki siglt eftir þessum byr við mótun ímyndar Davíðs. Þvert á móti varð hann óákveð- inn, húmorlaus og hikandi þegar dró að kosningum. Ef til vill vegna þeirrar stjórn- arlistar sem áður var sagt frá. Ólafur Ragnar Grímsson hafði skapað sér ímynd hins aðhaldssama fjármálaráð- herra. Síðustu vikurnar var ekið á full- komlega andstæðri ímynd; varla mátti opna svo blað að ekki væri mynd af fjár- málaráðherranum útausandi einhverjum loforðunum um framkvæmdir og fjárútlát á kostnað ríkisins. Steingrímur Hermannsson með ímynd hins milda, spaka og málamiðlandi stjórn- málaleiðtoga varð að ímynd hins hvefsna stjórnmálamanns, stjórnmálamanns sem í stað þess að miðla málum hreytti ónotum í samstarfsflokk sinn og tók þátt í að magna Evrópugrýluna. Jón Baldvin Hannibalsson sem hafði mótað sér ímynd ögrandi bardagamanns, náði ekki vopnum sínum fyrr en hann náði skaptinu dagana eftir kosningar. Reyndar hafði Alþýðuflokkurinn þá sérstöðu fyrir næst síðustu kosningar að hafa undirbúið „konsept" sem hann fór fram með í kosn- ingunum. Og Alþýðuflokkurinn hefur að margra mati „nútímalegustu“ stefnuna, neytendavinsamlega, og höfðar sérstak- lega til þéttbýlis með opnun og frjálsræði. Hins vegar virðast forystumenn flokksins vera hæfari í að túlka tæknilegar útfærslur heldur en að kveikja í kjósendum með glæstri framtíðarsýn. í kosningabarátt- unni núna virtist Jón Baldvin vera kaf- færður í vörn, í loðnu tali —og í tæknileg- um útfærslum, nokkuð sem honum tókst að yfirvinna í kosningunum 1987. Ekki var annað hægt að skilja en flokkurinn vildi fá einkunn kjósenda fyrir þátttöku í vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar og láta niðurstöðurnar ráða framhaldinu. Þannig héldu flestir að meirihluti stjórnarflokkanna myndi tryggja áfram- hald ríkisstjórnarinnar. Og hin óvænta niðurstaða kosninganna 20. apríl var ein- mitt sú, —að stjórnarflokkarnir fengu meirihluta. Stjórnin hélt velli. Kjósendur lýstu yfir trausti sínu til hennar. Þrátt fyrir margvísleg mistök í kosningabaráttunni héldu flokkarnir fylgi eða bættu við sem er algert einsdæmi eftir vinstri stjórnir. Alþýðuflokkurinn bætti við sig 0.3%, fékk 15.5% atkvæða, Alþýðubandalagið bætti við sig 1%, fékk 14.4% og Fram- sóknarflokkurinn hélt sínu fylgi, 18.9%. Samtals fengu flokkarnir 32 þingmenn, ÞJÓÐLÍF 9

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.