Þjóðlíf - 01.04.1991, Page 15

Þjóðlíf - 01.04.1991, Page 15
Á einumgeisladiski cr jafnvelhægt aðgeyma allanþann hugbúnaðsem „venjulegur“notandiþarf nokkurn tíma að nota. aðeins unnið með einn disk í senn eins og um harða diska væri að ræða en skiptir á milli þeirra á u.þ.b. 6 sek. sem er svipaður tími og tekur að skipta af hörðum diski yfir á diskling. Þá er sækitími (sá tími sem það tekur að staðsetja gögn á diskinum) drifsins u.þ.b. 600 millisek, sem er næst- um þriðjungi styttra en á flestum öðrum geisladrifum. Þeir PIONEER menn selja þetta drif semsagt sem alhliða heimilis- tæki: þ.e. tónlistarspilara og tölvudrif og gefa kaupendum auk þess ástæðu til að réttlæta kaupin með öllum þeim fjölda gagna sem fylgja pakkanum. Leikjaframleiðendur hafa einnig nýtt sér þessa fjölgun geisladrifa og end- urútgefið vinsælustu leiki sína á geisla- diskum. Sumir ganga þó lengra en aðrir, t.d. hefur Sierra On-Line gefið út King’s Quest V, Space Quest IV, og barnaleikinn Mixed up Mother Goose á geisladiskum og í stað þess að sá sem leikur leikinn lesi Með geislavæðingunni gctur venjulegt fólk notað tölvur margfalt meira en áður. Hún geturþýtt byltingu í lifnaðarháttum nútímafólks. skilaboð á skjánum hlustar hann á rödd af geislaspilaranum. Þannig hefur Sierra t.d. breytt Mixed up Mother Goose þannig að ólæs börn geta leikið hann með hjálp „tal- andans“. Geisladrif eru ekki orðinn staðalbúnað- ur tölva hér á Vesturlöndum enn sem komið er en í Japan eru allar tölvur seldar með geisladrifum. Þar er þróun tölva komin mun betur á legg en hér vestra og er því gjarnan litið þangað til samanburðar, t.d. þegar markaðssetja á hluti eins og geisladrif og fleira tengt tölvum. Reynsla Japananna og forskot þeirra á okkur Vest- urlandabúa í þessum málum gera það að verkum að japanski markaðurinn er að verða nokkuð sem framleiðendur vélbún- aðar eru farnir að nota sem mælikvarða á hvað muni seljast hér og því eru nýjungar á okkar mörkuðum gjarnan orðnar frekar gamlar í hettunni í Japan. Geisladrif sem þessi eru enn sem komið er ekki á íslenskum markaði en þeir inn- flutningsaðilar sem rætt var við töldu sig geta útvegað þau eftir þörfum. Á Amer- íkumarkaði eru þau seld á u.þ.b. 1000 dali og miðað við það listaverð töldu innflytj- endurnir sig geta útvegað þau og selt á um 80.000 krónur með vks og slíku. En að sjálfsögðu veltur verðið á gæðum og möguleikum drifsins sem um ræðir og auðvitað væri mögulegt að finna þau bæði ódýrari og dýrari ef vill. Á tölvusýningu IBM s.l. haust vakti mikla athygli hugbúnaður á geisladiski sem gaf upplýsingar um hin ýmsu dýr. Dýrin voru sýnd bæði á kyrrmyndum svo og á hreyfimyndum og einnig var hægt að heyra hvernig hljóð dýrið gefur frá sér. Með þessu fylgdu síðan lærðar greinar um viðkomandi dýr á skjánum og ef um var beðið heyrðist rödd sem bar fram nafn dýrsins á engilsaxnesku. Ótrúlegt úrval „dýraskýringa" var á diskinum og flestar skýringarnar innihéldu hljóð og hreyfi- mynd. Stór hópur barna var jafnan fyrir framan þessa tölvu og virtust börnin ekki hafa minni áhuga á þessu en þeim leikjum sem boðið var uppá annarsstaðar. Einnig var á þessari sýningu alfræðisafn á geisla- diski sem vakti kannski frekar athygli eldri kynslóðarinnar, enda á ensku og ekki jafn litríkt. Möguleikar geislatækninnar á tölvu- markaðnum virðast vera óþrjótandi og ættu að geta nýst flestum. Verðið fer hríðlækkandi og gagnamagnið eykst og einn góðan veðurdag verður geisladrifið kannski jafn sjálfsagður búnaður og mús- in er í dag. 0 ÞJÓÐLÍF 15

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.