Þjóðlíf - 01.04.1991, Page 16

Þjóðlíf - 01.04.1991, Page 16
SKAKMENN VERJAST TÖLVUM Þungir þankar, — eða innrás vélanna í skákheiminn. — Um árabil hafa menn veltfyrir sér þeim möguleika að tölvur yrðu notaðar til að rannsaka biðskákir — sá möguleiki hefur orðið nœrtœkari með árunum þótt slíkt teldist vitaskuld argasta svindl ÁSKELL ÖRN KÁRASON Ein af þeim fjölmörgu þjóðsögum sem til eru um uppruna skáklistarinnar er á þá leið að hirðmaður indversks fursta hafi fundið hana upp til að stytta stundir kol- lega sinna. Þegar drottinn hans vildi verðlauna hann fyrir þessa snjöllu upp- finningu baðst hinn lítilþægi hirðmaður undan gulli og gimsteinum en óskaði sér í staðinn nokkurra hrísgrjóna; fjöldi þeirra skyldi samsvara fjölda reita á skákborðinu, þannig að hann fengi eitt fyrir fyrsta reit og síðan tvöfaldaðist tala þeirra fyrir hvern reitanna 64. etta fannst furstanum sanngjörn krafa og taldi sig raunar sleppa frem- ur vel. Gleði hans dvínaði þó verulega þegar farið var að reikna nánar út endur- gjaldið. í ljós kom að þetta var meiri fjöldi hrísgrjóna en hægt var að safna saman í gjörvöllu ríki hans. í þessari sögu er ýjað að margbreytileika skákarinnar og jafnframt því að hún er til muna flóknara fyrirbrigði en sumir leik- menn virðast halda. Þrátt fyrir að svo mik- ið sé teflt sem raun ber vitni og þúsundir manna stundi yfirgripsmiklar skákrann- sóknir eru engar líkur á að allar stöður verði kannaðar til þrautar í nánustu fram- tíð. Við lifum á tölvuöld eins og alþjóð er kunnugt og það á einnig við um skákheim- inn. Þar vinna tölvurnar lönd eins og víð- ast annarsstaðar. Það er þó ekkert nýtt að reynt sé að búa til skákvélar. Seint á átj- ándu öld lét ungverski baróninn von Kempelen smíða vélmenni eitt ógurlegt sem nefnt var „Tyrkinn“ vegna þess að það klæddist tyrkneskum þjóðbúningi. Þetta ferlíki var flutt milli borga í Evrópu og raunar einnig vestur um haf og tefldi við hvern sem vera skyldi og vitaskuld gegn borgun. Tyrkinn lék listir sínar í Evrópu og Norður-Ameríku í meira en hálfa öld og malaði eiganda sínum gull enda tefldi hann listavel. Galdurinn við þessa skákvél var eitt best varðveitta leyndarmál sinnar samtíðar. Nú vita menn að í „vélinni“ leyndist snjall skák- maður, en hann var svo vel falinn að óhætt var að „leyfa mönnum að skoða“ áður en teflt var og leita af sér allan grun. Sá vandi sem von Kempelen leysti með klækjum hefur æ síðan verið stærsti höf- uðverkur þeirra sem framleiða skáktölv- ur; hvernig á að kenna reiknivélum að tefla jafnvel — eða betur — og holdi klæddir meistarar. Hvernig hægt sé að fá vélræna hugsun til að höndla leyndar- dóma skáktaflsins svo hún standi hinni mannlegu á sporði. Taflmennska fyrstu skáktölvanna var í upphafi ófullkomin og oft beinlínis hjá- kátleg. Veikleiki tölvunnar er sá að hún getur aðeins reiknað og kann ekki að meta stöður á huglægum forsendum, hefur ekki stöðutilfinningu eins og allir góðir skák- menn. Hún kann ekki heldur að læra af mistökum sínum, (hefur víst ekki hug- mynd um hvað mistök eru og er alveg sama þótt hún tapi!) Með því að reikna eingöngu leikjaraðir ná menn (og tölvur!) ekki langt í skákinni. Mögnuðustu tölvur geta ekki með góðu móti skoðað alla möguleika nema 7-8 leiki fram í tímann; eftir það verður vinnan of mikil mælt í tíma og orku. Forritarar hafa því þurft að leita leiða til að kenna tölv- unni að velja út afbrigði sem hún skoðar nánar en hafna öðrum. Einnig að gefa ýmsum stöðulegum einkennum tölugildi og meta stöðuna á þann hátt, sem er geysi- flókið viðfangsefni. í því sambandi hefur verið reynt að sundurgreina hvernig skák- meistarar leggja mat á stöður en það er ekki auðunnið verk enda byggist stöðu- mat á tilfinningu sem tölvur eiga erfitt með að tileinka sér. Hér miðar forriturun- um þó eitthvað áleiðis en mestu framfarir síðustu ára hafa þó byggst á aukinni vinnslugetu tölvanna. 16 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.