Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 20
■Hl
ERLENT
Leitað Stalínmynda
Þegar húmaði aö kveldi í
Moskvu og erill dagsins var
úti, þá dró Jósef Vissaríono-
vits Djugasvili, nefndur Stal-
ín, sig í hlé, og hvarf gjarnan
inn í lokað herbergi og horfði
á kvikmyndir. Einræðisherr-
ann hafði sérstakt dálæti á
myndum úr villta vestrinu, en
einnig myndum um hin vold-
ugu Sovétríki - og uppáhalds
kvikmyndahetja hans var að
sjálfsögðu Stalín. Að mati
kvikmyndasögufræðingsins
André Bazin sannfærðu þær
einræðisherrann um „yfir-
burði hans“. Og nú hefur kvik-
myndasafnið í Munchen tekið
saman myndir af þessum
toga og sýnt undir heitinu
„listasmíðin Stalín". Þessi
samantekt hlaut svo mikið lof
að kvikmyndasafnið hefur
haldið söfnunarstarfinu
áfram og keypt upp ógrynni
mynda en af nógu er að taka.
Fundist hafa myndir í gömlum
söfnum t.d. í Búlgaríu og
Júgóslavíu, sem ekki var vit-
að um. Þá fannst t.d. fjöldi
Stalínsmynda í safni sam-
bandslýðveldisins Þýska-
lands, sem voru frá tímum
nasista, þ.e. frá því er þær
voru teknar herskildi þegar
Kommúnistaflokkur Þýska-
lands var bannaður...
(Spiegel/óg)
Thank You/ Goviernor Ann,
FOR PROTECTING OUR CHILDREN
[FROM POISONOUS -TOXIC WASTE
FAMIUES AGAINS T CONTAMINATEO ENVIRÞW4FNT
Foreldrar láta í Ijós þakklæti sitt.
Metframleiðsla á sorpi
Ríkisstjórinn í Texas í Banda-
ríkjunum, hin 57 ára gamla
Ann Richards, fékk mikið
þakklæti fyrir tiltölulega lítinn
verknað á dögunum. Þetta
ríki nauta og olíumilljóna-
mæringa er lang stærsti
framleiðandi sorps í Banda-
ríkjunum, en fékk nú fyrst
allra ríkja í Bandaríkjunum
löggjöf sem á að draga úr að
því er virtist endalausri aukn-
ingu sorps. Foreldrar í Dayt-
on settu upp af því tilefni
mikla þakkartöflu (tvisvar
sinnum sex metrar) í heiðurs-
skyni við æðstu konu ríkisins.
Þó gagnrýna margir að
árangurinn hafi einungis orð-
ið sá að í löggjöfinni stendur
að „ekki megi bæta við nýjum
öskuhaugum í námunda við
skóla og íbúahverfi“...
(Spiegel/óg)
Úr Stalínmyndinni „Eiðurinn“.
Vegvísirfyrir Kaunda
Dómarar í hæstarétti Sam-
bíu reyna að koma inn lýð-
ræðislegri hugsunarhætti
hjá hinum forræðissinnaða
forseta landsins. Kaunda
varð að láta undan kröfum
fólksins í landinu um fjölf-
lokkalýðræði og kosningar í
október á þessu ári, en er
ekki sáttur við að hafa þurft
að gefa eftir. Flann ætlaði
að veikja pólitíska and-
stæðinga sína með því m.a.
að þrengja að fjölmiðlum í
landinu. Þannig gaf hann út
fyrirskipun til ríkisfjölmiðla
um að þeir mættu ekki
segja frá skoðunum og at-
höfnum stjórnarandstöð-
unnar í landinu. En hæsti-
réttur landsins greip í taum-
ana og felldi þann úrskurð
að Kaunda yrði að taka
þessa fyrirskipun aftur, því
hún væri „andstæð stjórn-
arskránni og lýsti mannfyrir-
litningu“...
(Spiegel/óg)
Afríkubúi næsti aðalritari?
„Afríkubúum hlýtur að finnast
þeir utanveltu", sagði Pérez
de Guellar aðalritari Samein-
uðu þjóðanna en hann er
sagður óska eftir því að Afr-
íkumaður verði eftirmaður
hans í embætti. Hann lætur af
störfum um næstu áramót.
Afríka er sú heimsálfa sem á
flest ríki innan Sþ eða 52 af
159 ríkjum. Aðalritarar hafa
verið frá Evrópu, Ameríku og
Asíu og því þykir mörgum tími
til kominn að Afríkumaður
setjist í stól aðalritara. Aðal-
ritarar hafa ekki verið margir:
Norðmaðurinn Tryggvi Lie
1946-1952, Svíinn Dag
Hammarskjöld 1953-1961,
Burmamaðurinn U Thant
1962-1971, Kurt Waldheim
Austurríkismaöur frá 1972 til
1981 og loks Perúmaðurinn
Péres de Cuellar sem gegnir
embættinu til ársloka. Aðal-
ritarinn er kosinn af allsherj-
arþingi Sþ, en þó einungis
samkvæmt uppstillingarlista
sem 15 aðildarríki Öryggis-
ráðs Sþ hafa komið sér sam-
an um. Þar geta Bandaríkin,
Frakkland, Bretland, Kína og
Sovétríkin sem eiga fastafull-
trúa í ráðinu notfært sér neit-
unarvald sem þau hafa í ráð-
inu. Þess vegna verður eng-
inn aðalritari nema hljóta
blessun þessara ríkja...
(Spiegel/óg)
Pérez de Cuellar.
20 ÞJÓÐLÍF