Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 31

Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 31
„Ég hefði haft gaman af að sjá reyklausa borg, en ég er nú orðinn of gamall til þess að fara að heimsækja ykkur. Mér er meira að segja orðið um megn að skreppa til London. En hvað sem öðru líður, þá veit ég að menn eins og William Morris og Krapotkin höfðu mætur á ykkur Islend- ingum“. Ég: „Þú verður nú bráðum hundrað ára og hefur næga krafta í kögglum til þess að verða hundrað og fimmtíu. Mig minnir, að þú hafir sagt, að hundrað og fimmtíu ár ætti að vera meðalaldur manna“. Shaw: „Það er aðeins sjálfskaparvíti að menn ná ekki þeim aldri. Ég vinn nú einungis fjórar klukkustundir á dag, en samt var nýtt leikrit eftir mig leikið nýlega í Zurich í Sviss. Ég mundi verða hundrað og fimm- tíu ára, ef ég hefði alltaf lifað eins heil- brigðu lífi og ég lifi nú. í aldingarðinum mínum stendur lítið hús, sem ég vinn í. Það snýst með sólinni, svo að ég hef sólar- birtu á skrifborðinu mínu frá sólrisi til sólarlags. Og ég bragða aldrei annað en jurtafæðu“.“ Jón Stefánsson fór oft í teboð og heim- sóknir til fólks sem áhuga hafði á ís- lenskum menningararfi og skáldmennt yfirleitt. Þannig kynntist hann Beatrice Barmby, skáldkonu sem sýndi honum söguleg verk eftir sig, m.a. leikrit um Gísla Súrsson, kvæði um Flugumýrar- brennu, kvæði um víg Kjartans í Laxdælu og margt fleira þesslegt. Þetta var gefið út og fékk sérstaklega góðar viðtökur. Matt- hías Jochumsson þýddi verk hennar og hann orti einnig kvæði til hennar. Beatrice lærði íslensku og las Jón með henni Sturl- ungu og furðaði sig á því hvernig hún fékk ráðið í meiningu torskildra staða, þar sem hún hafði einungis lært íslensku upp á eigin spýtur. Beatrice Barmby átti við ólæknandi vanheilsu að stríða á sinni stuttu ævi, en íslendingasögur voru löng- um hugfró hennar. Þessi skáldkona féll frá aðeins 29 ára að aldri og hafði þá þegar vakið mikla athygli. Islensk menningararfleifð, eða öllu heldur norræn, var í tísku í Evrópu um aldamótin. Jón Stefánsson komst í kynni við ótrúlegasta fólk og fékk verkefni hjá félögum eins og Víkingafélaginu og Ensk norræna félaginu sem höfðu öfluga starfsemi og voru töluvert áhrifamikil um aldamótin. Mikill áhugi var á íslensku og margir sóttu u'ma hjá Jóni, skáld og stjórn- málamenn. Meðal þeirra sem hann kynnt- ist í teboðum var McDonald forsætisráð- herra sem hafði kynnst Morris og áhuga Jón Stefánsson f.4.nóv 1862, d. 20.júlí1952. lúrinn og kemur hlaupandi inn; þráð- beinn er hann og spriklandi af fjöri, rétt eins og hann er vanur, og tekur svo fast í hönd mér, að mér þykir nóg um. „Íslandsísinn hefur víst valdið því, að þú hefur ekki komið hingað fyrr — hann hefur lokað þér öll sund“, segir hann. „Ónei, hann er nú að bráðna. ísland var einu sinni í hitabeltinu og á eftir að komast í það aftur“. Shaw: „Jæja. Hérna var fyrir allmörgum árum íslenskur leikari og leikritahöfundur, sem ætíð bar því við , þegar hann átti að borga húsaleigu og mat, að ísland væri svo um- lukt ís, að hann gæti ekki náð í peninga sína. Skuldir hans eru ennþá óborgaðar, svo að ísinn hlýtur ennþá að umlykja land- ið“. Ég: „Þessi náungi hefur ekki borgað mér það, sem ég lánaði honum. Sögurhans um ísalög við Island voru sagðar til þess að ginna fólk, sem ekki er alltof vel að sér í landafræði. En ekki trúi ég að honum hafi tekist að blekkja B.B.S. — eða að sá mað- ur dæmi alla íslendinga eftir þessum ræfli. Nú er allur höfuðstaður íslands annars hitaður með jarðhita, og í höfuðstaðnum eru 53 þúsundir íbúa, svo að ekki tökum við kol frá blessuðum Englendingunum, sem nú neyðast til að flytja inn kol frá Samúel frænda". Shaw: ÞJÓÐLÍF 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.