Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 35

Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 35
'mm Jón aftur og þakkaði honum fyrir blöðin sem hann hafði sent honum. Dr. Jón hafði hitt Björnsterne Björn- son tvisvar í Kaupmannahöfn. En þegar hann tók á sig ferð til Noregs til að þýða Gulaþingslög á ensku fyrir bankastjóra Hambros banka, þá vildi hann sækja heim skáldið. Var honum boðið að gista að óða- lsbýlinu Álastað yfir helgi. Hann ákvað að koma ríðandi á hesti að íslenskum sið. Björnsson var vant við látinn þegar hann bar að garði og var honum boðið að bíða á loftsvölum eftir skáldinu. „En ekki liðu margar mínútur, uns mér varð hverft við, því að þá sagði kvenrödd á íslensku: „Komið þér sælir!“ Var þetta sagt skýrt og hátt. Þarna var þá komin Nulle Finsen dóttir Hilmars Finsen landshöfðingja. Hún hafði dvalið í mörg ár hjá þeim Björn- sonhjónum. Hún ritaði seinna merka bók um heimilislíf þeirra.“ Skáldið kom svo og ræddi við Jón um íslendinga. Björnson kvað það hafa nokkrum sinnum komið fyrir að íslendingar hefðu komið við þarna í dalnum, en ekki mundi hann nöfn ann- arra en Guðmundar Hjaltasonar(lýð- skólamanns). Jón hitti Ibsen á kaffihúsi í Osló og bauð skáldið honum heim til sín þar sem þeir drukku púrtvínsglas og ræddu um söguleg leikrit Ibsens og þýðingu Jóns á Gulaþingslögum. Jón Stefánsson sogaðist inn í ýmislegt í tíðarandanum af forvitni og opnum huga. Þannig kynntist hann t.d. „núdistahreyf- ingunni“, nektarhreyfingunni, sem hafði aðsetur í skógarrjóðri um 30 km frá Lon- don. Þetta fólk lifði á jurtafæðu og ástund- aði heilbrigða lifnaðarháttu. Sömuleiðis komst hann í kynni við hreyfingu Rudolfs Steiners, sem átti marga áhangendur í Englandi. Jón aðstoðaði við þýðingu á einu verka Steiners. Asextugsaldri, haustið 1918, giftist Jón franskri konu af gamalli aðalsætt, Adrienne Claire de Chazal. Sjálfur hefur Jón verið nokkuð dæmigerður pipar- sveinn, en „systir mín talaði utan að því við mig, að mér bæri nauðsyn til að stað- festa ráð mitt. Tókust svo ráðahagir með okkur Adrienne, og má segja, að systir mín réði mestu um það“. Adrienne var ekkjufrú, frá eyjunni Mauritius í Ind- landshafi. Þangað fóru þau hjónin í mikla ferð, með viðkomu í Marokkó og Mada- gasgar. Einnig komu þau við á Italíu og í Frakklandi. Á Mauritius bjuggu þau um skeið, en eftir nokkra mánuði veiktist Jón af malaríu og læknar réðu honum að fara til Evrópu. Og óðara var hann sestur á sinn gamla stað á British Museum. Þau hjón skildu eftir skamma sambúð. Jón Stefánsson hitti að máli Lloyd George fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sem og eins og áður var drepið á, Mac Donald, sem var forsætisráðherra í mörgum ríkisstjórnum. „Eg hef haft kynni af Churchill síðan 1930“, skrifar Jón. Og hann segir frá samtölum þeirra Churchill um íslendinga á þjóðveldisöld. Þeir hittust fyrst hjá ríkri frú sem hafði þann sið að bjóða til sín stjórnmálamönn- um, menntamönnum, listamönnum og skáldum. Og þeir héldu sambandi eftir það. „Þetta mikilmenni hefur sýnt mér þann heiður að skrifast á við mig um Is- land fyrstu ár þess ófriðar, sem lauk 1945“. Um áratugaskeið vann Jón að því sem í dag væri kallað landkynningar- starfsemi. Hann þýddi fjölmargt, svosem Hávamál á ensku, hann aðstoðaði menn Ibsen bauð Jóni upp á púrtvínsglas Björnsterne Bjömson tók höfðinglega á móti Jóni heimahjá sérþar sem þeir ræddu málin. sem kom ríðandi á hesti heim í hlaðið á Alastað. Adrienne Claire de Chazal afgamalli aðalsætt var gefin Jóni er hann var vel á sextugsaldri. Jón segir að systir hans hafi ráðið mestu um þetta hjónaband sem entist ekki lcngi. við að læra íslensku o.s.frv. Árið 1916 kom út á ensku eftir hann Dana saga og Svía með ágripi af sögu íslands og Finnlands. Þá hóf Jón sagnfræðirannsóknir og ritun Islandssögu á ensku. Hann mun hafa verið fyrstur fræðimanna til að rannsaka 15. öldina og fann skjöl og skilríki sem sýndu fram á mikla verslun og samskipti íslendinga og Englendinga — á „ensku öldinni". Jóni var haldið mikið samsæti á áttræðisafmæli sínu í London, en þegar hann var kominn á níræðisaldur ákvað hann að fara heim og settist til starfa á Landsbókasafninu eins og hann hafði í hálfa öld setið á British Museum. En þá sat enginn Lenín í næsta sæti. Ævisögu sína skrifaði hann 87 ára gamall 1949, en hann lést 20.júlí árið 1952. í munnmælum og reyndar í öðrum ævisögum er sums staðar minnst á Jón Stefánsson og þá hálft í hvoru gefið í skyn að hann hafi verið dálítið sérkennilegur. Hvernig svo sem það hefur verið, er ævisaga hans skemmti- leg lesning. Bókin er til í fornbókaverslun- um og kostar lítið. 0 ÞJÓÐLÍF 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.