Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 38

Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 38
HLJÓMPLÖTUR EFTIR : GUNNAR H. ÁRSÆLSSON R.E.M.: Out of Time Góðir Bandaríska hljómsveitin „R.E.M.“ kemur frá borg sem heitir Aþena og er í Georgíu- fylki. Og þetta er góð hljóm- sveit. Einhverntímann hefði maður sagt æðisleg! Sveitina skipa þeir; Bill Berry (tromm- ur), Mike Mills (bassi), Peter Buck (gítar) og Michael Stipe (söngur og textar). Þessi plata er þeirra níunda í röðinni og sú fyrsta síðan hin stórkostlega „Green“ kom út árið 1988. Það var klassískt R.E.M.-rokk á henni, en hér kveður við svo- lítið annan tón. Nú hafa fjór- menningarnir brotið upp hljómsveitina, skipt um hlut- verk og fengið fleiri til liðs við sig, s.s rapparann KRS-1 í fyrsta lagi plötunnar, „Radio Song‘, fönkuðum smell þar sem deilt er á síbyljuna. Önnur söngkonan úr „B-52’s“, Kate Pierson, kemur einnig nokk- uð við sögu, m.a. í þræl- skemmtilegu lagi, „Shiny happy People“, sem er nokkuð dæmigert fyrir R.E.M., en þeir breyta formi og áferð þess með því að skella Kötu inn í það. Sniðugt. Sum laganna eru frábrugðin því sem sveitin hefur verið að gera á fyrri plötum, t.d „Low“ sem er róleg ballaða. I því eru bongótrommur og hornablást- ur áberandi. Á það við um alla plötuna, að strengir allskonar hljóma víða á henni. Eins má segja að sveitin nálgist efnivið sinn allt öðruvísi en áður. Ekki spillir upptökustjórinn fyrir, Scott Litt, en hann hefur unn- ið mikið með hljómsveitinni, m.a. á Green. Þegar á heildina er litið má segja að varla finnist snöggur blettur á „Out of Time“ og jafnast hún alveg á við það besta sem komið hefur út með sveitinni. Morrisey: Kill Uncle Þunglyndi Það fyrsta sem mér dettur í hug eftir að hafa hlustað á nýj- ustu plötu Morrisey er þung- lyndi. Kannski ekki nema von þegar lögin bera nöfn á borð við „There’s a placein Hell for me and my Friends.“ Morris- ey hefur sennilega ekki séð mikið af sólinni undanfarið eða er þetta kannski bara vís- vitandi gert til mótvægis við allt gleðipoppið sem flæðir yfir mann úr viðtækjunum ? Hvort vinurinn er á hraðri leið til heljar ásamt vinum sínum veit ég ekki en mér finnst platan ekki innihalda þann Morrisey sem maður þekkti í bresku hljómsveitinni „The Smiths“ í gamla daga. í það heila finnst mér vanta allann brodd í þessa plötu þó lagið „Found Found Found“ sé groddalegt og gróft. Það kemur hinsvegar eins og skrattinn úr sauðarleggnum miðað við flest lögin. Tónlist- ina semur að mestu leyti ná- ungi að nafni Mark E. Nevin, fyrrum gítarleikari „Fair- ground Attraction“. Upp- tökustjórinn sjálfur Clive Langer á einnig tvö lög með Morrisey, sem að sjálfsögðu semur alla texta. Það er aðeins eitt lag sem hrífur mig mikið og það er „Mute Witness“, en næst því kemst „King Leei“. Meira var það ekki og nú verður Morris- ey að taka sig saman í fésinu að mínu mati. Kannski ég slái á þráðinn til hans og segi honum að taka sig á. Gang Starr: Step in tlie Arena Öðruvísi rapp Rappararnir „Gang Starf' frá New York spila öðruvísi rapptónlist en maður hefur vanist. Hún er blönduð sál- artónlist og djassi á köflum og er mýkri í áheyrn en mörg önnur slík tónlist. Samt hef- ur hún þó þessi klassísku rappeinkenni, einhæft und- irspil og texta sem er þulin yftr því. Þetta er önnur plata Dj. Premier og The Guru eins og þessir svörtu menn kalla sig. () 38 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.