Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 41

Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 41
MENNING METNAÐARFULL OG GLÆSILEG BÓK EFTIR PÉTUR MÁ ÓLAFSSON Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jóns- son: íslandssaga til okkar daga. Rvík 1991 Sagt er að hver tími skrifi sína eigin sögu, sagnfræðin taki mið af þeim straumum sem leika um höfunda hennar, svo og því hvert stefni í framtíðinni. Þann- ig einkenndist hin rómantíska sagnfræði á íslandi af baráttu þjóðarinnar við erlent vald; einkunnir sem menn fengu fóru eftir því hversu vel þeir dugðu í þeirri baráttu. Fornir kappar voru vændir um landráð þótt Islendingar þess tíma hefðu kannski ekki litið á sig sem sérstaka þjóð og sjálf- stæði í núu'ma skilningi óþekkt hugtak. Með frelsi undan Dönum breyttust áherslur, menn fóru að huga að öðrum þáttum. íslandssaga til okkar daga eftir Björn Þorsteinsson og Bergstein Jónsson rekur eins og nafnið gefur til kynna sögu þjóðar- innar frá landnámi til nútímans. Af henni að dæma er samtíminn ákaflega upptek- inn af stjórnmálum sem síðan snúast eink- um um efnahagsmál. Höfundarnir leggja megináherslu á þetta tvennt en annað er tekið með þegar þurfa þykir og við á. Þannig verða ýmsir þættir útundan sem á undanförnum árum hafa rutt sér til rúms í sagnfræði hér á landi, s.s. hugarfarssaga, félagssaga, kvennasaga - saga fjöldans. Þetta gerir bókina dálítið gamaldags. En þá verður að hafa í huga að þetta er yfir- litsrit í einu bindi um langt tímabil. í slíku riti verður að velja einn ákveðinn þráð í sögunni og er ekki einu sinni hægt að kafa undir yfirborð hans, aðeins tæpa á því helsta. Hér er það stjórnmála- og hagsaga. Höfundarnir neyðast því til þess að fara fljótt yfir sögu á öðrum sviðum. Sem dæmi má nefna að endalok Jóns Arasonar fá drjúgt rými enda skipta þau máli í stjórnmála- og hagsögu þjóðarinnar en hins vegar fá atburðir sem gerðust vest- ur á fjörðum nokkrum áratugum síðar minni umfjöllun. Þá fylktu venjulegir bændur liði með sýslumanni sínum, Ara í Ögri, eltu uppi spænska skipbrotsmenn og murkuðu úr þeim lífið. Og höfðu að sögn gaman af. Þannig velja höfundarnir það sem skiptir máli fyrir heildarmynd bókarinnar en gera minna úr öðru eða sleppa því. Með slíkar takmarkanir í huga verður að lesa bókina Islandssaga til okkar daga. Annað sem taka verður með inn í mynd- ina er að bókin er ekki verk eins manns. Björn Þorsteinsson féll frá áður en henni lauk og gengu Bergsteinn Jónsson og Helgi Skúli Kjartansson frá texta hennar. Björn var þá búinn með lungann úr sög- unni fram til síðustu aldamóta sem Helgi Skúli lagði síðan síðustu hönd á en Berg- steinn fjallar um þá öld sem nú er að líða. Fyrir vikið verða ákveðin skil í bókinni. Bergsteinn hefur að nokkru leyti aðrar áherslur en Björn og Helgi Skúli, leggur meira upp úr hreinni stjórnmálasögu þar sem hlutur einstaklinga verður mikill. Kaflaskiptin um síðustu aldamót verða enn skýrari við það að Bergsteinn neyðist til þess að fjalla ýtarlegar um efni sem hinir voru búnir að tæpa á í næstu köflum á undan, t.d. um upphaf ýmissa samtaka. Bókin er í fjórum hlutum. í hverjum þeirra eru fjölmargir kaflar sem skiptast síðan í aðra enn minni. Að auki eru ýmsar skrár í bókinni og orðskýringar. Það er því ákaflega þægilegt að fletta upp í henni og leita að ákveðnum efnisþáttum. Við fáum greinargóða mynd af stjórn- mála- og hagsögu Islands, meginlínur eru raktar og tekið á ýmsum goðsögum sem lengi hafa lifað með þjóðinni. Lesandinn kemst að því að frásagnir af landnámi ís- lands eru ekki heilagur sannleikur heldur skrifaðar löngu síðar með ákveðna hags- muni í huga; hann sér einnig að Danir og einokunarverslun þeirra voru ekki rót alls ills á sínum tíma heldur áttu innlendir stórbændur mikla sök á þeirri kyrrstöðu sem ríkti hér á landi um aldir, þeir högn- uðust á óbreyttu ástandi og börðust því gegn eflingu sjávarútvegs. En Islandssaga til okkar daga er annað og meira en einungis texti. Bókin er líflega sett upp, þar er fjöldi skýringarmynda og þar eru töflur sem auka mjög á gildi bókar- innar. Einnig er hún ríkulega skreytt myndum. Hrefna Róbertsdóttir valdi þær og verður að segjast að þar hefur vel tekist til. í riti sem þessu er freistandi að fara hefðbundnar leiðir í myndavali, leita í aðrar bækur en sneyða hjá söfnum. Það er ekki gert hér. Hrefna hefur augljóslega lagt mikla vinnu í að finna ljósmyndir við hæfi. Þær dýpka meginmálið en þar hjálpa einnig til góðir og fræðandi myndatextar Helga Skúla Kjartanssonar. Islandssaga til okkar daga er metnaðar- full bók og glæsileg. Þar er augljóslega ekkert til sparað svo hún megi takast sem best, t.d. hafa margir af helstu sagnfræð- ingum þjóðarinnar lagt hönd á plóg. Hún gefur ágætt yfirlit yfir stjórnmála- og hag- sögu þjóðarinnar og tæpir á öðru. Hún tekur ýmsar goðsögur sem dafnað hafa meðal okkar til endurmats og er ákaflega læsileg. Bókin er líflega sett upp og þannig að auðvelt er að leita sér fróðleiks í henni. I henni eru fjölmargar myndir, töflur og skýringarmyndir sem gera það að verkum að gaman er að blaða í henni. Útkoma íslandssögu til okkar daga er svo sannar- lega gleðiefni. Það var kominn tími til að við íslendingar eignuðumst aðgengilegt og nútímalegt yfirlitsrit í einu bindi um sögu okkar. 0 ÞJÓÐLÍF 41

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.