Þjóðlíf - 01.04.1991, Page 44

Þjóðlíf - 01.04.1991, Page 44
KVIKMYNDIR STJÖRNUR Uppvakningar (Awakenings) - ★ ★★ Það eru þeir Robin Williams og Robert DeNiro sem bera hitann og þungann í kvikmyndinni Uppvakningar, sem Penny Marshall (Big) leikstýrir. Samleikur þeirra félaga er á köflum stór- kostlegur og er ég ekki frá því að DeNiro hafi frekar átt skilið að fá Óskarinn en starfsbróðir hans Jeremy Irons. DeNiro leikur mann nývakinn úr dái eftir fjölda mörg ár og myndin lýsir hvernig hann bregst við og aðlagast þessum nýju að- stæðum. Við fylgjumst með sambandi læknisins Williams og hinum uppvaknaða DeNiro á meðan þeir ganga í gegnum end- urfæðinguna og hvernig þeim tekst að vekja enn fleiri þyrnirósir aftur til lífs. Melanie Gríffith íþekktrí stellingu ímyndinni Bálköstur Hégómans. Tveir frábærir saman á tjaldinu. Robert DeNiro og Robin Williams íAwekenings. Bíttu Mig Elskaðu Mig (Atame!) - ★★★ inum. Fyrst og fremst verð ég að gagnrýna íslensku útgáfuna á heiti kvikmynd- ar spánska leikstjórans Almodovar. Hún er eflaust ætluð til að trekkja að kallana í frökkunum sem birtast klukkan fimm á allar sýningar sem kynntar eru „létt bláar“ eða „erótískar“. Jú vissulega er atburðarás Atame! nokkuð svæsin á íslenskan mælik- varða en það er margt fleira sem liggur að tjaldabaki. Ungur maður sem dvalið hefur mest allt sitt líf á geðveikrahæli er látinn laus, þar sem hann er talinn með öllum mjalla. Svo virðist þó ekki vera því hann arkar rakleið- is í nærliggjandi upptökuver þar sem verið er að filma ódýra hryllingsmynd. Þar fylg- ist hann gaumgæfilega með aðalleikkonu myndarinnar sem er eiturlyfjaneytandi og fyrrverandi klámmyndadrottning. Hann eltir hana heim og ræðst á hana, lemur og bindur við rúmið. Nú hafa eflaust margir hugsað sér gott til glóðarinnar þar sem „eðlilegasta“ þróun mála væri flott nauðg- unarsena. En svo verður ekki, heldur játar hann blíðlega ást sína og spyr hvort að hún gæti elskað sig. Framvinda mála verður sú að stúlkan kynnist ekki einungis piltinum heldur einnig nýjum hliðum á sjálfri sér, löngu horfnum bak við sukk og ósæmilegt líferni. Með þeim takast ástir og þau keyra saman út í sólarlagið. Almodovar er þekktur fyrir að taka á viðkvæmum málum með sérkennilegri blöndu af alvöru og gamansemi og sést það Madonna snýr baki í kvikmyndaeftirlitið sem ætlar að banna tónlistarmynd hennar „Fate ordare“. Hugljúf mynd sem var á köflum of hæg en það var þess virði að bíða eftir snillingi eins og Robert DeNiro sem með hverri myndinni á fætur annarri sýnir að hann er besti núlifandi kvikmyndaleikari í heim- vel í þessari nýju mynd þar sem hann skoðar okkar dýpstu eðlishvatir þar sem ástríða og kynhvöt eru ríkjandi. Sýnd í Háskólabíó. 44 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.