Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 45
Bálköstur Hégómans (Bonfire of
the Vanities) - ★ ★%
Það tíðkast nú vestra að gera kvik-
myndir byggðar á metsölubókum og
hafa margar heppnast vel. Það nægir að
nefna metaðsóknarmyndir eins og The Si-
lence of ihe Lambs sem Jonathan Dem-
me leikstýrir byggðri á bók Thomas
Harris og Sleeping with the Enemy með
Juliu Roberts í aðalhlutverki. Þess vegna
brá flestum í brún hvað nýjasta mynd leik-
stjórans hæfileikaríka Brian DePalma
gerðri eftir metsölubók Tom Wolfe Bál-
köstur Hégómans var misheppnuð.
Reyndar það misheppnuð að hún gaf ekki
meira í aðra hönd en 15 milljónir dala sem,
miðað við svona viðamikla mynd, er kall-
að „flopp“ á kvikmyndamáli.
Helstu rök manna eru þau að bókin sé
mikið betri og að ekki nokkur maður gæti
gert henni almennileg skil á tjaldinu, burt-
séð frá því að stórleikararnir þrír, þau
Tom Hanks, Bruce Willis og Melanie
Griffith, sem fara með aðalhlutverkin,
finna sig hvergi og ná ekki að sannfæra eða
öðlast samúð áhorfandans. En þrátt fyrir
misjafna leikstjórn, slæmt handrit og
ósannfærandi leik þá er myndin snilldar-
vel tekin og er upphafsskotið einstakt.
Sjálfur hef ég ekki lesið bókina en ætla
mér að gera það eftir að hafa séð myndina
því að sagan sem hún byggir á er skemmti-
leg og frumleg þótt eitthvað hafi gleymst
eða týnst á leiðinni af pappírnum á film-
una.
Sýnd í Bíóborginni.
Sœringamaðurínn III (Exorcist
III) - ★★
Þriðja særingamyndin er lítt tengd
fyrirrennurum sínum og fjallar í
rauninni lítið um særingar yfir höfuð.
Hún er fremur mynd um dularfull morð
sem öll hafa þau einkenni að það lítur út
fyrir að „tvíbura-morðinginn“ hafi fram-
kvæmt þau. Gallinn er að tvíbura-morð-
inginn var tekinn af lífi fyrir 15 árum.
Það er George C. Scott sem fer með
hlutverk rannsóknarlögreglumannsins
sem reynir að komast til botns í þessu
dularfulla máli. Hann skilar hlutverki
sínu prýðisvel og virðist engu hafa gleymt.
Annar góður, leikarinn Brad Dourif
(Childs Play, Fatal Beauty), leikur tvífara
morðingjans og minnir hann mig á Jack
Nicholson ungan.
Rithöfundurinn William Peter Blatty
skrifar handritið og leikstýrir. Hann skrif-
Leikararnir Tom Hawker og Melanie Griffith gantast hér við leikstjórann Brian De Palma við
tökur á myndinni Bálköstur hégómans..
Hin fagra Sherlyn Fenn leikur í mynd um leigumorðingja.
aði bókina The Exorcist á sínum tíma en
þessi mynd er byggð á annarri sögu eftir
hann sem nefnist Legion. Eins og áður
segir þá er myndin ekki beint framhald af
Særingamanninum II (sem var léleg) en
fæst þrátt fyrir það við hin myrku öfl og
baráttu góðs og ills. Helmingur myndar-
innar gerist í litlum herbergjum með
tveimur leikurum og miklum samtölum
(ekki ósvipað einföldu sviðsleikriti), sem
gerir það að verkum að manni leiðist.
Þetta er nú einu sinni hryllingsmynd!
Sýnd í Bíóborginni.
FRÉTTIR
Leikarar sjónvarpsþáttanna Twin
Peaks eru að slá í gegn á hvíta tjald-
inu og eru það helst Sherilyn Fenn (Au-
dry Horn í þáttunum) og Kyle
MacLachlan (hin ógleymanlegi Cooper,
sérstakur starfsmaður FBI), sem hafa vak-
ið hvað mest umtal. MacLachlan leikur
einn hljómsveitameðlima The Doors í
nýjustu kvikmynd Oliver Stone um
hljómsveitina. Hin fagra Fenn er hinsveg-
ar skotmark leigumorðingja í mynd sem
ber nafnið Hit Man. Persónan sem Sheril-
yn leikur er haldin agoraphobiu sem er
andstæða innilokunarkenndar, eða ofsa-
hræðsla við stór, opin svæði.
Kvikmyndaeftirlitið í Ameríku hefur sett
„bannað innan 17 ára“ á kynningamynd
sem auglýsir komandi tónleikamynd Ma-
donnu sem gengur undir nafninu Truth
or Dare. Hvernig verður myndin sjálf!?
Leikstjórinn Roland Joffe (Trúboðinn,
The Killing Fields) er nú kominn til Kal-
kútta þar sem hann leikstýrir Patrick
Swayze (sem virðist skyndilega vera orð-
inn virtur leikari) í mynd byggðri á skáld-
sögu Dominique Lapierre, City of Joy.
Farið í friði.
Dignus
ÞJÓÐLÍF 45