Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 46

Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 46
MENNING HIN EILÍFA CLARA SCHUMANN EINAR HEIMISSON Þegar Þjóðverjar gáfu út nýja peninga- seðla fyrir skemmstu, þá var konumynd á hundraðmarkaseðlinum. Og vakti at- hygli margra; Þjóðverjar hafa ekki áður verið fyrir það gefnir að veita konum vegtyllur í peningakerfi sínu — hún hét Clara Wieck Schumann, átta barna móðir, einn frægasti píanóleikari nít- jándu aldar, eiginkona Schumanns og vinkona Brahms, í bíómyndinni var hún leikin af Nastassíu Kinski . . . ún er eftirsótt viðfangsefni ævi- sagnaritara enn í dag. Hún var undrabarn og átti frá afar ungum aldri að verða frægur píanisti: það var markmið föður hennar sem ferðaðist með hana um álfuna, lét hana spila á endalausum kon- sertum en svipti hana jafnframt öllu því sem kallast mætti venjuleg bernska. Sum- ir ævisagnaritarar halda því fram að undrabarnið hafi ekki þekkt muninn á gæs og önd þegar hún var fimmtán ára. Sagan um ástir Clöru og Schumanns er sígilt minni í menningarsögunni, sömu- leiðis sagan um vináttu Clöru og Brahms. Clara Wieck var fædd árið 1819 og var níu árum yngri en Robert Schumann. Faðir hennar reyndi stöðugt að stía þeim sund- ur, taldi dóttur sína mun frægari og merk- ari en Schumann sem var enn umdeildur og af ýmsum talinn heldur ólíklegur til listrænna afreka. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst föður hennar ekki að hefta ástir þeirra, þau giftust og eignuðust átta börn. Þau bjuggu í Leipzig í hringiðu þjóðfé- lagsumbrotanna á byltingaáratugnum fræga 1840-1850 en síðar í Diisseldorf; Schumann fékkst við tónsmíðar, skrifaði sinfóníurnar fjórar, sömuleiðis verk fyrir einleikspíanó og píanókonsertinn fræga — en hún sinnti barnauppeldi og hætti nánast alveg að spila opinberlega. Verk Schumanns þykja bera afar skýrt vitni um það sem kalla mætti hreina óbeislaða róm- antík, þau eru yfirleitt full af gleði eða full af harmi — þar ræður algleymið ríkjum. Smám saman tók hins vegar að bera æ meira á geðveilu Schumanns — hann sá margvíslegar sýnir, svaf ekki um nætur og reyndi loks að fremja sjálfsmorð árið 1854. Hann henti sér út í ána Rín en var veiddur upp úr af skipshöfn eins af fljótabátunum og leiddur holdvotur gegnum borgina framhjá fjölmörgum andlitum trúða, enda kjötkveðjuhátíð í fullum gangi í borginni. Eftir það var hann fluttur á geðveikrahæli í Bonn og lést þar árið 1856. Eftir dauða eiginmanns síns gerðist Clara Schumann á ný eftirsóttur einleikari fór í tónleikaferðir víða um álfuna, en kom börnum sínum fyrir á heimavistarskólum. Samband hennar og Brahms hefur sömu- leiðis verið eftirsótt viðfangsefni í tónlist- arsögunni. Hann var fjórtán árum yngri 4. Schumannfest 1991 Dusseldorf Auglýsing um Schumannshátíðina í Dussel■ dorf. en hún, skapstórt ungmenni, sem hafði unnið fyrir sér við að spila danslög á píanó á bjórstofum í Hamborg. Schumann kom þessu unga tónskáldi á framfæri við mikil- væga menn og það var ástæða þess að verk hans voru gefin út þegar hann var liðlega tvítugur. Brahms varð heimilisvinur á heimili Clöru og Schumanns og eftir að Schumann hafði verið fluttur á geðveikra- hælið í Bonn, varð hann helstur vildarvin- ur hinnar barnmörgu móður. Flest verka Brahms frá þessum árum eru einmitt samin undir áhrifum frá Clöru Schumann og tileinkuð henni. Þau eru afar stór í sniðum, beinlínis massíf og með þungri tilfinningalegri undiröldu, sem hefur undarlega djúp áhrif á áheyrendur: þarna eru afar mikil sálræn átök. Þarna eru efasemdir, þarna er óþol (og ólíkt Schumann aldrei algleymi), en umfram allt: eitthvað mannlegt, vísbending um það að tónlistin sé eftir allt saman einhver nánust speglun mannlegra tilfmninga. — Kannski er það ekki skrýtið að breski fiðluleikarinn Nigel Kennedy, sem var að senda frá sér umtalaða útgáfu af fiðlukon- sert Brahms (og nefnir Vivaldi, Brahms og Led Zeppelin í sömu andránni), talar um tilfinningar í þessu tónverki sem séu „sannari en flestar aðrar“. Nítjánda öldin: fólk eins og Schumann, Clara og Brahms, virðast eiga greiða leið að nútímafólki — það sýnir sá fjöldi bóka sem skrifaður er um þau, sú hylli sem tónlist þeirra nýtur — og ekki hvað síst vinsældir kvikmyndarinnar Vorsinfónía sem endursýnd er hér í Þýskalandi um þessar mundir. Vorsinfónían lýsir einmitt hinni forboðnu ást Clöru og Schumanns, baráttu ungs fólks til að fá að vera það sem það vill, brjótast undan hlekkjum tíðar- andans. Og það eru einmitt þessi átök við hlekki tíðarandans sem eru svo áberandi í allri þessari tónlist: bælingarnar sem brjótast út í hamslausri andhverfu sinni og gera tónlistina að seiðandi og hvetjandi aflgjafa — ekki síður núna en fyrir hundr- að árum. 46 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.