Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 48

Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 48
VIÐSKIPTI HUGVinD SKIPTIR MESTUMÁLI Kenningar Robert Reichs þjóðhagfrœðiprófessors í Bandaríkjunnm vekja mikla athygli. Vinstri og hœgri menn hafa verið að rífast um keisarans skegg en ekki það sem skiptir máli. Hugvitið er dýrmœtast af öllu JÓN ÁSGEIR SIGURÐSSON BANDARÍKJUNUM Hvernig má best bæta lífskjörin og tryggja hagsæld landsins? Menn skipa sér sitt á hvað í stjórnmálafylkingar eftir því hvernig þeir svara þessari spurningu. Annarsvegar standa þeir sem trúa á markaðinn og telja mikilvægast að kap- ítalistar, það er að segja þeir sem stjórna fjárfestingum, hafi úr nægum fúlgum að moða. Hinum megin standa þeir sem segja að jöfnuður bæti lífskjörin -með velferðarkerfi eigi ríkið að jafna tekjur, fátækum og miðstétt til hagsbóta. obert Reich þjóðhagfræðiprófessor við Harvard háskóla telur að með því að einblína á þessa tvo kosti geri menn sér ekki fulla grein fyrir því hvert stefni í efnahagsmálum og til hvaða ráðstafana sé nauðsynlegt að grípa. Reich ber saman hagkerfi ýmissa iðnríkja og ályktar að nú orðið sé það fyrst og fremst hugvit lands- Jú svarar þjóðhagfræðingurinn, um alian heim bera þeir hæstar tekjur úr býtum sem beita sérþekkingu til að tengja saman ákveðnar hugmyndir og ákveðna markaði. manna sem skapi þjóðarauð. Með hugviti á Reich við uppsafnaða menntun, þekk- ingu og kunnáttusemi í atvinnulífi, sem aftur grundvallast á mennta- og sam- göngukerfi viðkomandi þjóðar. I Bandaríkjunum og víðar skipa menn sér í stjórnmálafylkingar eftir því hvernig þeir telja lífskjörum og hagsæld best borgið. Repúblíkanar, eða hægri menn hafa löngum trúað því að það sé öllum til hags- bóta að efnamenn ráðstafi tekjum sínum með sem allra minnstum afskiptum ríkis- ins. Ronald Reagan gekkst fyrir skatta- lækkunum til handa efnuðum þjóðfélags- þegnum árið 1981 með fyrirheitum að auk- in hagsæld auðkýfinganna skapaði meiri veltu og aukin viðskiptaumsvif sem kæmu á endanum öllum til góða. Auðlegðin Sá tími er liðinn þegar það var aðalatriði að framleiða óhemju magn af vöru. 48 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.