Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 51

Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 51
Höfum við efni á því að auka ekki verulega fjárfestingu í menntakerfi og samgöngum? sýni besta afkomu, vegna þess að þau byggja starfsemi sína að verulegu leyti á kunnáttusemi af þessu tagi. Það sé ekki lengur aðalatriðið að geta framleitt óhemju magn á lágu verði, þeir beri mest úr býtum sem koma auga á ný tækifæri og finna nýjar, snjallar lausnir. Gömul vefn- Reich segir að í flestum framleiðslu og þjónustu- greinum byggist sífellt stærri hluti af vöruverði á hugviti og kunnáttu- semi starfsmanna. aðarfyrirtæki halda velli með því að nýta uppsafnaða sérþekkingu til þess að fram- leiða sérhannaðan vefnað fyrir bílsæti, húsgögn, regnfatnað og fleira. I tölvu- framleiðslu afli þeir mestra tekna sem sér- hanni hugbúnað sniðinn að ákveðnum þörfum. Vélbúnaður og vinnslukerfi í tölvum séu aftur á móti að verða öll eins, sama hvert vörumerkið sé. g tölvurnar eru gott dæmi um það að skil milli vöruog þjónustu eru að mást út. Við tölvuvæðingu fer til dæmis mestur kostnaður í forritun og uppsetn- ingu kerfisins, ekki sjálfar vélarnar. Framleiðslukostnaður venjulegrar borð- tölvu er aðeins 10 til 15 prósent af endan- legu verði, hitt fer í rannsóknir, hönnun og sölu. í lyfjaiðnaði, tölvuiðnaði og stál- iðnaði felst stærstur hluti söluverðs á kostnaði við rannsóknir, hönnun, sölu og þjónustu, ekki kostnaði við sjálfa vöru- framleiðsluna. Reich segir að í flestum framleiðslu og þjónustugreinum byggist sífellt stærri hluti af vöruverði á hugviti og kunnáttusemi starfsmanna. Þessvegna sé Fyrir hagsæld hvers lands skiptir það höfuðmáli hvernig hlúð er að kunnáttu og hugviti þjóðarinnar, minna veltur á því hver hefur eignarhald á fjár- magni. hugvitið dýrmætasta eign hverrar þjóðar, það auki framleiðni og skili mestum arði. Og hugvit þjóðarinnar verði ekki keypt og flutt úr landi af erlendum fjármagnseig- endum. Vélar slitna, hráefni klárast, og auðlind- ir ganga til þurrðar, —en hugvit og kunn- átta í að finna snjallar, nýjar úrlausnir eykst með æfingu og reynslu segir Robert Reich. Hann telur að með skóla- og sam- göngukerfi sínu skapi þjóðfélög forsendur fyrir annaðhvort vaxtarspíral eða víta- hring: Alþjóðlegt fjármagn sæki í hátæknifjár- festingar, þar sem höfð sé hliðsjón af menntunarstigi og kunnáttu í viðkomandi landi. Slíkum fjárfestingum fylgi aftur starfsþjálfun og aukið hugvit - og þannig koll af kolli. Lítil opinber fjárfesting í menntamál- um og samgöngukerfi orsaki aftur á móti vítahring sem valdi því að við fjárfestingar sé fyrst og fremst höfð hliðsjón af ódýru vinnuafli í landinu. Það valdi minnkandi ríkistekjum, enn lélegri menntun, og svo koll af kolli. eich hagfræðiprófessor segir að hægri og vinstri menn deili um keis- arans skegg. Þjóðarauður velti ekki lengur á því hve mikið fjármagn auðmenn hafi undir höndum eða hversu vel gangi að jafna skattatekjum til almennings. Fyrir hagsæld hvers lands skipti það höfuðmáli hvernig hlúð sé að kunnáttu og hugviti þjóðarinnar, minna velti á því hver hafi eignarhald á fjármagni. Reich spyr því: Höfum við efni á að sleppa því að auka verulega fjárfestingu í menntakerfi og samgöngum? 0 ÞJÓÐLÍF 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.