Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 52

Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 52
VIÐSKIPTI Efasemdir um dýrar patriotflaugar Þær voru margsinnis út- nefndar sem sigurvegarar Persaflóastríðsins og því haldið fram að þær hefðu sótt tuga eldflauga Husseins til himins. Og þeim er þakkað að ísrael svaraði ekki Scud- eldflaugaárásum fraka. Engu að síður er því nú haldið fram að þær hafi ekki náð nándar nærri jafnmiklum árangri og Pentagon ráðuneytið hefur haldið fram. Herforingjarnir tilkynntu stoltir að af 80 Scud- flaugum Husseins hefðu 49 verið skotnar niður af Patriot- flaugum, en 50 verið miðað á þær, þ.e. að aðeins ein hefði misst marks. Pentagon hefur haldið nákvæmri tölu leyndri, en sérfræðingar telja nú að þær hafi ekki verið 50 heldur 160. Hver þeirra kostar 1.3 milljónir dollara eða um 75 milljónir íslenskar krónur. Flestar Patriotflaugarnar hafi sprengt sig sjálfar á leiðinni að meintum óvinaflaugum. William Safire sérfræðingur skrifar í New York Times að Patriot flaugarnar hafi verið mun seinheppnari; flestar þeirra sem hafi náð markinu, hafi hitt á búk Scud flauganna en ekki hitt á sprengihausinn. Þess vegna hafi Scud flaug- amar sprungið niðri á jörðu. í rauninni hafi Patriot flaugarn- ar því aðeins breytt stefnu Scud flauganna. Það hafi ekki alltaf verið til hins betra; Scud-flaug hafi t.d. eftir árekstur við Patriot flaug lent á herbúðum Bandaríkja- manna í Saudi Arabíu og drepið 28 hermenn — það var mesti mannskaði sem Scud flaugar ullu í striðinu. Þessir gagnrýnu sérfræð- ingar sem til er vitnað halda því fram að hagsmunaaðilar í hergagnaiðnaði, sérstaklega úr SDI, stjörnustríðsáætlun- inni, hafi gefið tóninn um ágæti Patriot flauganna, en orðspor þeirra hafi minna með veruleikann aö gera... (Spiegel/óg) Eftir Scudflaugina sem lenti á herbúðum Bandaríkjamanna í Dharan í Saudi Arabíu. Olíuframleiðsla í Sovétríkjunum. Bjarga olíuframleiðslunni Til að hindra stöðugan sam- drátt í olíuframleiðslu sinni hyggst Moskvustjórn setja 790 milljarða kr. til þess að endurnýja olíulindir og -vinnslu í Sovétríkjunum. Eftir þriggja ára fjárfestingar- stöðvun eru olíuvinnslustöðv- arnar svo illa farnar, að fram- leiðslan á síðasta ári hefur aldrei verið minni frá því á ár- inu 1978. Nýverið lét olíusér- fræðingur frá Síberíu í Ijós þá skoðun í Prövdu að ef ekkert yrði gert til þess að forða olíu- iðnaðinum frá hruni þyrftu Sovétríkin að flytja inn olíu í töluverðu magni þegar á ár- inu 1993. En nú virðast stjórn- völd vera staðráðin í að forða olíuiðnaðinum frá hrörnun og samdrætti... (Spiegel/óg) BMW Benz Með nýju S-gerðinni af Mercedes Benz hefur enn meiri harka færst í sam- keppnina í lúxusbílafram- leiðslu. BMW óttast um sölu lúxusbíla frá sér og nokkrum mánuðum áður en S-gerðin af Benz var kynnt byrjaði að dragast saman sala á lúxus- gerð BMW. Og í kjölfarið réðst BMW gegn keppinautn- um með óvenjulegri hörku. í heilsíðuauglýsingum í þýsk- um blöðum og tímaritum hæddist BMW að of stórum bílum, talaði um „bíla í yfir- stærð“, „ofaukin kíló og senti- metra“ o.s.frv. Slíkir bílar, sagði BMW, henta ekki leng- ur í borgum okkar þar sem er mikil umferð og takmörkuð bílastæði. Hvort BMW hafi hins vegar tekist að sannfæra WELCHE GROSSE HAT EIN AUTOMOBIL MITFORMAT? Auglýsingin frá BMW. kaupendur um að skynsam- leg stærð á traustum bílum sé heppilegri virðist vafa undir- orpið. Meðan BMW seldi 45 þúsund bíla af lúxusgerð sinni á síðasta ári er reiknað með að Benz selji 50 þúsund af S-gerðinni á þessu ári. Og á næsta ári reiknar Benz með að selja á milli 80 og 90 þús- und bíla af þessari gerð... (Spiegel/óg) 52 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.