Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 54

Þjóðlíf - 01.04.1991, Qupperneq 54
NÁTTÚRA/VÍSINDI UMSJÓN: HÁLFDAN ÓMAR HÁLFDANARSON OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR Stökkbreytt gen getur orsakað alshæmi Vísindamenn við sjúkrahús heilagrar Maríu í London hafa uppgötvað genastökk- breytingu sem getur leitt til ákveðinnar gerðar af alshæmi (alzheimersjúkdómi). Alshæmi er tíðasta orsök ótímabærrar, andlegrar hrörn- unar í fólki. Þessi uppgötvun er mikilvægt skref í átt að skilningi á tiltekinni ættgengri tegund sjúkdómsins. Skiln- ingur á henni stuðlar að því að leysa gátuna um sjúkdóminn almennt. Stökkbreytingin verður í geni sem geymir uppskrift að prótínforvera svokallaðs mjölvalíkis (amýlóíðs). Mjölvalíki er löng prótínkeðja sem taugafrumur brjóta niður í styttri hluta. Rannsóknirnar við sjúkrahús heilagrar Maríu styðja þann grun að óeðlilegt niðurbrot á mjölvalíkinu sé undirrót sumra tegunda af al- shæmi. Ástæðan fyrir því að vís- indamenn fóru að rannsaka mjölvalíkið er sú að einn hlut- inn sem myndast við niðurbrot þess, svonefndur A4-hluti, myndar oft útfellingar utan taugafruma í heilum alshæm- issjúklinga. Utfellingarnar eru einkennandi fyrir sjúkdóm- inn. Það hefur aftur á móti valdið mönnum miklum heila- brotum að fram til þessa hefur skort vísbendingar um hvort mjölvalíkisútfellingarnar séu orsök alshæmis eða afleiðing þess. Til þess að komast að því hafa erfðafræðingar rannsakað þau alshæmistilfelli sem virð- ast arfgeng. Alshæmi lítur út fyrir að vera ættgengt í 1-5 % tilvika. Þau skera sig úr að því leyti að sjúkdómurinn kemur fram í mun yngra fólki en ella, eða allt niður í 35 ára. Meiri- hluti alshæmistilfella stafa aft- ur á móti af óþekktum orsök- um þótt vísindamenn telji að erfðafræðilegir og umhverfis- þættir eigi þar þátt. Þáttur áls í sjúkdóminum hefur t.d. verið rannsakaður ítarlega. Al- shæmissjúklingar hafa óvenj- umikið af álmálmi í heila sín- um. I sjúklingum með ættgeng- an alshæmissjúkdóm hefur fundist stökkbreyting í geninu fyrir mjölvalíki einmitt á þeim stað þar sem A4-hlutinn end- ar. Enn er þó óljóst hvernig breyting í mjölvalíki leiðir til losunar og útfellingar á A4- hlutanum. I heilbrigðum ein- staklingum er A4-hluti af „akkeri“ sem festir mjölvalíki við ytra borð taugafrumu- himnu þannig að meginhluti þess stendur út úr frumunum. Hugsanlegt er að stökkbreyt- ingin stuðli að meiri festu mjölvalíkisins í himnunni og að það valdi óeðlilegu niður- broti þess sem verði til þess að A4-hlutinn falli út í óeðlilega miklum mæli. Þessi uppgötvun gæti einnig verið skýringin á því hvers vegna fólk með mongólíta- einkenni þjáist fremur en aðrir af andlegri hrörnun. Þetta fólk er með aukaeintak af litningi númer 21, en genið fyrir mjölvalíkið er einmitt á þeim litningi. Aukaeintak af geninu leiðir líklega til aukins magns af A4-hlutanum í taugavefj- um. Vinalegt kaffi og köttum kært! Áður en langt um líður má vænta þess að kaffifíklar geti neytt eftirlætisdrykkjar síns að vild án þess að eiga á hættu að fá brjóstsviða. Vitað er að kaffi örvar myndun magasýra en enginn kunni skýringuna á því. Það kom að engu haldi að fjarlægja koffínið úr kaffinu og ef lút var bætt í kaffið spillti það bragði þess. Nú hefur Kraftfyrirtækið lýst því yfir að það hafi leyst gátuna og lofar því nú að senn komi á markaðinn magavin- samlegt eða magakært kaffi. Rannsóknir sem gerðar voru hjá Krafti leiddu það í ljós að eplasýra í kaffinu var sökudólgurinn, hún ýtti undir myndun magasýra og reyndist því vera brjóstsviðavaldurinn. Þeir hjá Krafti ætla sér að fjar- lægja eplasýruna úr frost- þurrkuðu kaffinu með aðstoð gerla eða með því að beita jónskiptum. Ef vill má jafn- framt fjarlægja koffínið úr kaffinu (hvað er þá eftir?). Kraftsmenn hafa reynt þetta sérmeðhöndlaða kaffi á köttum, því að þeir mynda magasýrur rétt eins og menn. Niðurstöður sýndu að kettir sem höfðu drukkið eplasýru- frítt kaffi mynduðu magasýrur í minna mæli en hinir sem fengu venjulegt kaffi. 54 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.