Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 57

Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 57
Skoskt og írskt viskí erað öllu jöfnu bruggað úr gerjuðu byggi en bandarískt viskí er hins vegar gerjað að 51 hundraðshluta úr maís. Eimingin fer fram ígríðarstórum koparkerjum. Hver er munurinn á viskíi og búrbóni? Það vefst fyrir mörgum manninum að skilja hvaða munur er á hinum ýmsu teg- undum eðalvína. Hvaða munur er til dæmis á skosku, írsku og bandarísku viskíi? Við leiðum lesandann í nokk- urn sannleika um það mikil- væga mál. Sögu viskísins má rekja ein áttahundruð ár aftur í aldir. Einhvern u'ma á 14. öld settust nokkrir írar að á Kintyreskaga í Vestur-Skotlandi. Frá þeim stað breiddist um allt Skotland sá siður að brugga það sem kallað var á þessum slóðum usquebaugh, sem einnig var stafsett uisge beatha. Það er gelíska og merkir lífsins vatn, rétt eins og okkar ágæta áka- víti. Skoskt viskí er einungis framleitt í Skosku hálöndun- um og er gerjað úr spíruðu byggi sem er þurrkað yfir mó- reyk. Þannig öðlast byggið hinn sérkennandi keim, og nefnist þá byggmalt (malt er spírað og þurrkað bygg). Byggmaltið er blandað vatni og það látið gerja. Að gerjun lokinni er lögurinn eimaður tvisvar sinnum í frumstæðum eimingartækjum yfir opnum eldi, en sú aðferð þykir gefa mun betra viskí en ef notuð eru lokuð, nýtískuleg eiming- artæki. Eimaður vínandinn er því næst látinn fyrnast í ámum og eftir fjögurra ára fyrningu fæst loks hið víðfræga maltvis- kí Hálandanna. Best þykir að láta fyrninguna fara fram í eik- artunnum undan sjerríi en einnig þykir gott að nota eikar- tunnur sem hafa verið brennd- ar að innan þannig að viðurinn hafi kolast eilítið. írskt viskí er bruggað bæði úr möltuðu og ómöltuðu byggi og stundum er það blandað bæði hveiti og höfrum. írska viskíið er fyrnt (lagerað) með því að láta það standa í ámum líkt og í Skotlandi og í Amer- íku, en fyrningin varir yfirleitt lengur hjá írunum. Sögu bandarísks viskís má rekja aftur til 1789 en þá var það fyrst framleitt í Búrbóns- sýslu (Bourboun County) í Kentucky, sem síðan telst upprunahérað flestra banda- rískra viskítegunda. Búrbóns- nafnið er að sjálfsögðu dregið af heiti sýslunnar. Samkvæmt skilgreiningu er búrbón viskí- tegund sem er framleidd úr að minnsta kosti 51 hundraðs- hluta maískorns. Önnur meg- ingerð bandarísks viskís, rúgviskíið, er hins vegar gert úr minnst 51 hundraðshluta rúgs. Skoskt viskí skal vera minnst þriggja ára þegar það er sett á markað og margir vín- framleiðendur selja fram- leiðslu sína 3-5 ára gamla. Maltviskí batnar við geymslu í tólf ár og jafnvel lengur. Bandarískt viskí, búrbón, skal vera að minnsta kosti fjög- urra ára þegar það er sett á markað. Kanadískt viskí er bruggað úr maís að viðbættum rúgi, hveiti og byggmalti og er venjulega fyrnt í 6-12 ár. Fyrn- ingin er lykilatriði varðandi gæðin og gildir þá einu hvaða tegund viskís á í hlut. (Byggt á grein í marshefti 111- ustreret videnskab (1991) og Vöruhandbók Jóns E. Vest- dals.) /-----------------\ Heitur matur, súpur, smáréttir og kaffi (Expresso og Cappuccino). Meðlæti og smurt brauð i frábæru verði. Islenskir réttir Thailenskir réttir Franskir réttir ÞJÓÐLÍF 57

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.