Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2009, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 24.09.2009, Blaðsíða 8
8 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 38. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Eftir nær 30 ára starf í Keflavík, hef ég, Ingi Gunnlaugsson, flutt tann- læknastofu mína frá Hafn- argötu 57 í Reykjanesbæ, að Staðarbergi 2-4 í Hafn- arfirði. Öll þessi ár hef ég unað vel við störf í Keflavík, eignast marga vini og reynt að vinna á fyrirbyggjandi nótum. Flestir mínir við- skiptavinir þurfa því aðeins eina heimsókn á ári. Þann 15 september síðastliðinn rann út 12 ára leigusamningur á Flughótelinu, og á sama tíma bauðst mér spennandi tækifæri að taka yfir rekstur tannlæknastofu á besta stað í Hafnarfirði. Stofan er staðsett við hring- torgið inn í Setbergshverfið (í sama húsi og 10-11 og Snæ- landsvideó), beint á móti N1 og er í göngufæri frá heimili mínu. Þetta fannst mér mið- aldra manni freistandi eftir að hafa keyrt rúmlega sex sinnum í kringum hnöttinn á Þann 1. október n.k. verður tekið upp nýtt fyrirkomulag vegna gatnaframkvæmda í Reykjanesbæ en þá verður öllum verktökum sem ætla að grafa í götur, göngustíga eða stéttar gert skylt að sækja um það framkvæmdaleyfi. Betur haldið utan um framkvæmdir verktaka Sem eigandi og ábyrgðaraðili á veghaldi áskilur Reykjanesbær sér rétt til að setja stífari reglur hvað þetta varðar. Undanfarin ár hefur verktökum nán- ast verið frjálst að fara í framkvæmdir á gatnakerfi Reykjanesbæjar án þess að á þeim séu nokkrar kröfur um frágang, merkingar eða samráð haft við aðra. Oft og tíðum verður holumyndun við eða í sári frá verktaka en samt sem áður er Reykjanebær ábyrgur fyrir því tjóni sem getur orðið í flestum tilfellum. Með þessu nýja kerfi mun Reykjanesbær halda betur utan um framkvæmdir verktaka og einnig er gerð krafa um að verktakar kynni sér betur lagnir á framkvæmdastað, tryggi réttar merk- ingar og hafi samband við þá aðila sem málið varðar ss. eig- endur lagna, lögreglu, slökkvilið og strætó. Með þessum hætti má einnig stuðla að því að verktakar samnýti framkvæmdir t.d. skurði fyrir lagnir. Ábyrgð verktaka vegna tjóns Reykjanesbær mun gera kröfur á verktaka um að frágangur á viðgerðum verði með þeim hætti að viðgerðin verði ekki eina skemmdin í götunni eftir nokkur misseri eins og oft vill verða. Farið verður fram á að útlit og gerð viðgerðarefnisins verði áþekk því efni sem er fyrir þannig að viðgerðin verði sem minnst áberandi. Einnig verður nú farið fram á ábyrgðir á við- gerðinni þannig ef um skemmdir verða td. sig eða holumyndun þá er verktökum gert á bæta úr á sinn kostnað. Ábyrgðartími viðgerðar eru þrjú ár. Þetta nýja kerfi er unnið í samvinnu við verktaka og umsjónaraðila lagna og eru allir samstíga í þessu máli. Gott gatnakerfi er krafa sem bæjarbúar eiga rétt á og ætlum við hjá Umhverfis og skipulagssviði Reykjanesbæjar að tryggja að svo verði með öllum ráðum. Nánari upplýsingar veitum við á www.reykjanesbaer.is eða usk@reykjanesbaer.is Guðlaugur H Sigurjónsson Framkvæmdarstjóri Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæ Tannlæknastofa Inga Gunnlaugssonar flytur síðastliðnum 17 árum til og frá vinnu. Dóttir mín, Helga Björt, sem útskrifaðist sem tannlæknir fyrir ári síðan, mun starfa mér við hlið og er yngri dóttirin, Harpa Mjöll, einnig í tannlæknanámi. Höfum við útbúið okkur hlýlega vinnuaðstöðu þarna með klinikdömunum úr Kefla- vík, sem viðskiptavinir okkar þekkja. Þær munu kalla fasta kúnna inn til eftirlits að venju og vonum við að sem flestir ferðaglaðir Reyknesingar sjái sér fært að mæta. Þess má að lokum geta að tannréttinga- sérfr. Þórir Schiöth er með stofuna sína á sama stað. Við munum leitast við að bjóða upp á fyrsta flokks þjón- ustu og hlökkum til að sjá ykkur. Með bestu kveðjum! Ingi Gunnlaugsson Helga Björt Ingadóttir Lagfæring eina skemmdin? Nýtt fyrirkomulag vegna framkvæmda á gatnakerfi Reykjanesbæjar kynnt

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.