Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2009, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 24.09.2009, Blaðsíða 22
14 BLÓMSTRANDI MANNLÍF VÍKURFRÉTTIR 15VÍKURFRÉTTIR BLÓMSTRANDI MANNLÍF Sundbærinn Reykjanesbær Íþróttabærinn Reykjanesbær Í jólablaði Keflavíkur 2008 ræðir Guðmundur Jón Bjarnason, formaður Sunddeildar Keflavíkur um sundbæinn og íþróttabæinn Reykjanesbæ og segir meðal annars: „Í dag búa í Reykjanesbæ: Aldursflokkameistarar Íslands í sundi Bikarmeistarar kvenna í sundi Bikarmeistarar karla í sundi Fleiri Íslandsmeistarar í sundi, IM50, en í nokkru öðru bæjarfélagi Íslandsmeistarar kvenna í körfuknattleik Íslandsmeistarar karla í körfuknattleik Silfurmeistarar karla í knattspyrnu Þetta er hreint út sagt ótrúleg upptalning, sé það haft í huga að í Reykjanesbæ búa þrátt fyrir allt ekki fleiri en rúmlega fjórtán þúsund manns. Titlarnir sem hér er vísað til eru allt titlar á landsvísu frá stórmótum sem haldin eru ár hvert innan viðkomandi greina. Þessir titlar eru glæsileg kennimerki um öflugt íþróttastarf í Reykjanesbæ... Það eru forréttindi að búa í bæ sem býr að jafn auðugu íþróttastarfi og Reykjanesbær. Það er undir okkur sjálfum komið að tryggja að svo verði áfram, en það gerum við með því að hjálpa börnum okkar og unglingum að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi og taka þátt í starfi íþróttafélaganna.“ Allir sem hafa komið nálægt íþróttum í Keflavík fyrr og síðar þekkja Sigurð Steindórsson. Íþróttir og þá sérstaklega knattspyrna og handknattleikur hafa átt hug hans allan frá unga aldri. Siggi Steindórs fæddist í Skagafirði 1926 og ólst þar upp hjá móður sinni fyrstu þrjú árin, en síðan lá leið hans í Húnavatnssýsluna áður en hann flutti með móður sinni til Akureyrar árið 1935. Á Akureyri bjó Sigurður í 16 ár og lék þar knattspyrnu með KA. Hann kom til Keflavíkur árið 1951, 25 ára gamall, starfaði um árabil hjá Flugmálastjórn en þegar íþróttasalurinn við Myllubakkaskóla var opnaður fékk hann starf sem húsvörður þar og hófust þá fyrstu kynni hans af keflvísku íþróttalífi. Árið 1967 var hann ráðinn starfsmaður við íþróttavöllinn í Keflavík og gegndi því starfi í ellefu ár en hóf þá störf á launadeild Keflavíkurbæjar. Sigurður tók mikinn og virkan þátt í uppbyggingu á malarvellinum við Hringbraut sem margir töldu besta malarvöll landsins. Hann og íþróttakappinn Hólmbert Friðjónsson sem einnig var vallarstarfsmaður um tíma höfðu veg og vanda af skipulagningu og framkvæmdum þegar grasvöllurinn við Hringbraut var byggður. Handboltinn vinsæll Í viðtali við jólablað Keflavíkur 1999 rifjaði Sigurður upp handboltann í Keflavík á árum áður. „Handboltinn var nú byrjaður í íþróttasalnum við Myllubakkaskóla og ég byrja að fikta við hann þegar ég byrja að starfa þar sem húsvörður. Við Höskuldur Goði Karlsson byrjuðum að þjálfa þar saman handbolta og ég man eftir því að það mættu 56 stelpur á fyrstu æfinguna sem við auglýstum. Okkur óraði ekki fyrir þessari þátttöku. Síðan var farið að skipuleggja þetta betur og iðkaður bæði kvenna- og karlahandbolti. Haldin voru mót í karla- og kvennaflokki í íþróttasalnum og mikið um að vera. Síðan fór af stað Keflavíkurmót á jóladag og það mót þótti mikill viðburður. Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar í handknattleik kvenna í 2. flokki árið 1965.Myndin sýnir hinn sigursæla handknattleiksflokk ÍBK. Fremri röð frá vinstri: Anna Marteinsdóttir, Hanna Karlsdóttir, Júdý Westley, Guðríður Hreiðarsdóttir, Steinunn Pétursdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Dóra Ingólfsdóttir, Steinunn Guðnadóttir, Alma Westmann, Sigríður Harðardóttir og Þorbjörg Óskarsdóttir. Þjálfari flokksins var Pétur Bjarnason (efst í hægra horni). Keflvíkingarnir unnu Fram í úrslitaleiknum 3:5. Eðvarð Þór Eðvarðsson var um langt árabil einn af öflugustu íþróttamönnum landsins og jafnframt einn af bestu sundþjálfurum okkar. Árið 1986 var Eðvarð kjörinn íþróttamaður ársins og við það tækifæri birti Faxi þessa forsíðumynd af honum. Keflvískir skólanemendur á sundæfingu hjá UMFK veturinn 1965-1966. Eydís Konráðsdóttir var í mörg ár ein fremsta sundkona sem Keflvíkingar hafa átt. Hún tók þátt fyrir Íslands hönd í Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 og í Sydney árið 2000. 80 ára saga 56 STELPUR Á FYRSTU ÆFINGUNNI HJÁ SIGGA STEINDÓRS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.