Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2009, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 24.09.2009, Blaðsíða 21
12 BLÓMSTRANDI MANNLÍF VÍKURFRÉTTIR 13VÍKURFRÉTTIR BLÓMSTRANDI MANNLÍF Íslandsmeistarar Keflavíkur 2007-2008. Efsta röð f.v.: Marín Rós Karlsdóttir, Halldóra Andrésdóttir, Anna María Sveinsdóttir, Pálína M. Gunnlaugsdóttir, Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari. Fyrir miðju f.v.: Rannveig Kristín Randversdóttir, Ástrós Skúladóttir, Susanne Biemer, Lóa Dís Másdóttir, Harpa Guðjónsdóttir, Birna Valgarðsdóttir. Fremsta röð f.v. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Margrét Kara Sturludóttir, Kesha Watson, Stefanía Bergmann og Hrönn Þorgrímsdóttir. Keppnistímabilið 1996-’97 er án efa eitt besta tímabil okkar frá upphafi. Við unnum allar þær sex keppnir sem við tókum þátt í, urðum sem sagt sexfaldir meistarar á einu ári. Ég tel að liðið sem við áttum á þessum tíma sé það sterkasta sem við höfum átt fyrr og síðar. Á keppnistímabilinu 2002-’03 unnum við fimm titla, aðra fimm næsta ár og þrjá titla á tímabilinu 2004-’05. Þetta er frábær og nánast einstæður árangur. Við unnum líka óformlega Norðurlandameistaratitil í keppni þar sem meistaralið frá öllum Norðurlöndunum tóku þátt,“ segir Sigurður Valgeirsson, einn af upphafsmönnum körfuboltans í Keflavík og hann er ekki í vafa hvað hafi skipt sköpum í upphafi „Þegar við fengum íþróttahúsið við Sunnubraut í upphafi níunda áratugarins varð sprenging í aðstöðunni – húsið var stórt og myndarlegt og við gátum fjölgað flokkum og æfingum. Aðalmennirnir þessi fyrstu ár körfunnar voru Helgi Hólm, Ólafur Jónsson og Brynleifur Jónsson klæðskeri. Til að fá styrki úr sjóðum ÍBK var samþykkt á aðalfundi að spila undir merkjum ÍBK enda myndi það gera allt auðveldara. Við gerðum það og breyttum búningunum. Áður vorum við alltaf í vínrauðum búningum en skiptum síðan yfir í liti ÍBK. Spilað var undir merkjum ÍBK og síðan Keflavíkur eftir sameiningu félaganna 1994.“ 80 ára saga Úrvalsdeild Keflavíkur í körfubolta vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn 1989. Efri röð f.v.: Axel Nikulásson, Albert Óskarsson, Magnús Guðfinnsson, Sigurður Ingimundarson, Nökkvi Már Jónsson, Kristinn Friðriksson og Gunnar Jóhannsson, formaður. Neðri röð f.v.: Einar Einarsson, Guðjón Skúlason, Jón Kr. Gíslason og Falur Harðarson. Sprenging með tilkomu íþróttahússins - segir Sigurður Valgeirsson, einn af upphafsmönnum körfuboltans í Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.