Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2009, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 24.09.2009, Blaðsíða 19
10 BLÓMSTRANDI MANNLÍF VÍKURFRÉTTIR 11VÍKURFRÉTTIR BLÓMSTRANDI MANNLÍF Stóru þáttaskilin í keflvískri íþróttasögu urðu við stofnun UMFK 1929. Upp frá því voru íþróttir iðkaðar skipulega í bænum og starfið féll aldrei niður. Á stríðsárunum og fyrstu árin eftir stríð var þó fremur dauft yfir íþróttalífinu á Suðurnesjum og íþróttafélögin sem stofnuð voru á þessum tíma lognuðust fljótt út af. Til að ráða bót á þessu var Íþróttabandalag Suðurnesja stofnað 3. desember 1947 og var Ragnar Friðriksson fyrsti formaður þess. Vonir stóðu til þess að bandalagið gæti stuðlað að lausn margháttaðra vandamála í íþróttalífi Suðurnesjamanna. ÍBS varð þó aldrei verulega sterkt, hvorki fjárhagslega né keppnislega. Allt fram í byrjun sjötta áratugarins var UMFK eina íþróttafélagið í Keflavík sem lét eitthvað að sér kveða. En sumarið 1950 bundust nokkrir einstaklingar samtökum um að stofna Knattspyrnufélag Keflavíkur. Þessi tvö félög, UMFK og KFK voru lengi burðarás íþrótta í Keflavík. Fjallað er sérstaklega um KFK í afmælisbókinni. Aukinn knattspyrnuáhugi Á þessum árum var megináherslan í ungmennafélaginu á frjálsar íþróttir en áhugi var fyrir því að efla hag knattspyrnunnar. Íbúar í Keflavík voru tæplega 3.000 og nokkur óvissa ríkti um það hvort tvö íþróttafélög gætu þrifist í bænum. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Hæfileg samkeppni skilaði betri og jafnari árangri keflvískra íþróttamanna en áður þekktist. Trúlega hefur stofnun KFK ýtt enn frekar undir framkvæmdir við íþróttasvæðið við Hringbraut. Fyrsti formaður KFK var Eyjólfur Guðjónsson, en einn aðalhvatamaður að félagsstofnuninni var Ársæll Jónsson auk þess sem Sigurður Steindórsson kom mikið við sögu félagsins enda formaður þess frá 1959-1981. Þegar hann lét af formennsku hafði félögum fjölgað í tæplega 1000. Fram til 1960 var knattspyrna og sund helstu íþróttagreinar félagsins en 1954 hófust handboltaæfingar við frumstæð skilyrði í gamla Krossinum í Njarðvík. Glæddi íþróttalífið Íþróttafélögin tvö stofnuðu Íþróttabandalag Keflavíkur 18. mars 1956. Um leið sögðu þau skilið við Íþróttabandalag Suðurnesja. Íbúar í Keflavík voru þá um 4.000 og fyllilega grundvöllur fyrir sérstöku íþróttabandalagi. Um leið voru ráðamenn í Keflavík fúsari til stuðnings við félögin. Stofnun ÍBK glæddi enn frekar íþróttalífið í bænum. Fyrsti formaður bandalagsins var Hafsteinn Guðmundsson og var hann lengst af forystumaður þess og um leið helsti forvígismaður íslenskrar knattspyrnu um árabil eins og rakið verður síðar í þessari bók. Jóhann R. Benediktsson var einn af fremstu hástökkvurum á landinu á sínum tíma og annar í röðinni á afrekaskrá landsmanna 1953. Myndin er frá meistaramóti í Keflavík sama ár. Ungó var helsta samkomuhús Keflvíkinga um áraraðir. Eftir 1940 var reist anddyri með aðaldyrum fram að Hafnargötu en 1946-47 var húsið stækkað til suðurs meðfram Norðfjörðs- götu. Myndin er tekin fyrir þá stækkun. Stjórn UMKF 1975 frá vinstri: Haukur Hafsteinsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Jóhann Geirdal, Magnús Helgason, Gunnar Sveinsson, Steinar Sigtryggsson, Árni Gunnarsson og Jósef Valgeirsson. Keflvísku íþróttafélögin Margar vinnufúsar hendur lögðu hönd á plóginn við endurbætur og viðhald á Ungmannafélagshúsinu. Lengst til hægri er Gunnar Sveinsson, þáverandi formaður UMFK.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.