Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2009, Side 18

Víkurfréttir - 24.09.2009, Side 18
10 BLÓMSTRANDI MANNLÍF VÍKURFRÉTTIR 11VÍKURFRÉTTIR BLÓMSTRANDI MANNLÍF Agnar Breiðfjörð Sigurvinsson sigrar í drengjahlaupi UMFK á skírdag 1957. Á myndinni eru nokkrir piltar sem síðar urðu þjóðþekktir. Krjúpandi við stöngina lengst til hægri er tímavörðurinn Sigurður Eyjólfsson. Næstir honum standa þeir Guðni Steini Skúlason, Gísli Sighvatsson, Stefán Karlsson, Eiríkur Guðnason síðar seðlabankastjóri, Þórhallur Guðjónsson brautarvörður og skipuleggjandi, Ellert Eiríksson síðar bæjarstjóri, Guðmundur Gunnarsson, Bjarni Valtýsson og Eiríkur Jóhannsson. Við öxlina á hlauparanum eru þeir Ólafur Marteinsson, Rúnar Júlíusson og Stefán Bergmann. Aðrir á myndinni eru óþekktir. „Þegar ég gekk í UMFK stóð félagið að vissu leyti á tímamótum,“ sagði Þórhallur í viðtali við afmælisrit UMFK 1979. „Um það leyti voru að verða miklar breytingar á félagsstörfum hér í Keflavík. Ný félög höfðu verið stofnuð sem höfðu á stefnuskrá sinni mál, sem lengi höfðu verið baráttumál UMFK og félagið var búið að hrinda í framkvæmd að meira eða minna leyti. Félög þessi afmörkuðu svið sitt meira en UMFK hafði gert og gátu því einbeitt kröftum sínum að ákveðnum verkefnum. Þegar þessi staða kom upp fór UMFK að sinna íþróttastarfinu meira en áður og var það í samræmi við það sem gerðist hjá öðrum ungmennafélögum. Þegar ég gekk í félagið var þar allfjörugt knattspyrnustarf. Þá var ráðist í að senda flokk til keppni í Íslandsmótinu. Keppnisfyrirkomulagið var útsláttarkeppni og fengum við KR sem mótherja, en það félag hafði á að skipa harðsnúnu liði. Viðureign okkar var hin sögulegasta, þar sem það var ekki fyrr en í þriðju viðureigninni sem úrslit fengust, hinir tveir leikirnir urðu báðir jafntefli. Keppni þessi vakti töluverða athygli í Keflavík og varð til þess að ýta undir knattspyrnuiðkanir, þar sem menn sáu svart á hvítu, að við stóðum jafnfætis þeim bestu.“ Þann 12. júlí 1950 kom saman hópur ungra Keflvíkinga þeirra erinda að stofna knattspyrnufélag. Þessi hópur kaus sér stjórn og gáfu félaginu nafnið Knattspyrnufélag Keflavíkur. Stofnendurnir voru 69 talsins. Strax eftir stofnun KFK var handknatt- leikur ofarlega á stefnuskrá félagsins og leikið í karla og kvennaflokkum. Handboltinn hafði frá upphafi verið ein aðalgreinin í starfi félagsins þótt handknattleikur hæfist ekki fyrir alvöru fyrr en með tilkomu nýs leikfimisalar við barnaskólann í Keflavík í ársbyrjun 1958. Stúlkurnar úr KFK náðu mjög góðum árangri í handbolta og unnu Íslandsmótið í II. flokki árið 1965, bæði úti og inni. Úrvalslið Suðurnesja, forveri ÍBK, lék til úrslita við Akureyri 26. ágúst 1955. Þetta var síðasta sameiginlega lið Suðurnesjaúrvals með sjö leikmönnum frá KFK, fjórum frá Reyni í Sandgerði og einum frá Víði í Garði. Neðri röð frá vinstri: Einar Sigurðsson, Garðar Pétursson, Hafsteinn Júlíusson, Heimir Stígsson, Eyjólfur Gíslason, Sigurður Albertsson. Efri röð frá vinstri: Gunnlaugur Gunnlaugsson, Vilbergur Jónsson, Eiríkur Helgason, Þórhallur Stígsson, Svavar Færseth, Páll Jónsson. Halldór Pálsson og Þórhallur Guðjónsson á hlaupabrautinni á gamla vellinum sem seinna varð Skrúðgarður Keflavíkur. 80 ára saga KFK - viðburðarík saga og gott veganesi Þórhallur Guðjónsson var einn þeirra manna sem unnu gífurlega mikið og óeigingjarnt starf í þágu UMFK og helguðu raunar félaginu flestar sínar frístundir. Hann var á sínum yngri árum í fremstu röð íþróttamanna félagsins og tók einnig virkan þátt í félagsstörfunum að öðru leyti allt frá því að hann gekk í félagið 1947. Hann var í stjórn Ungmennafélags Keflavíkur í 15 ár og fyrst kjörinn formaður UMFK 1954-1956, en tók sér síðan þriggja ára hvíld frá formannsstörfunum og var þá varaformaður. Aftur varð svo Þórhallur formaður félagsins og þá í tíu ár samfellt. Að auki átti hann svo um tíma sæti í stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands. Breytingar á félagsstörfum Afburða keppnismaður og skipuleggjari í forystu UMFK

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.