Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2009, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 24.09.2009, Blaðsíða 20
12 BLÓMSTRANDI MANNLÍF VÍKURFRÉTTIR 13VÍKURFRÉTTIR BLÓMSTRANDI MANNLÍF Sá veldur mestu er upphafinu veldur, segir gamalt orðtæki. Hafsteinn Guðmundsson var brautryðjandi á sviði íþróttastarfseminnar á Suður- nesjum og vann ómetanlegt starf í þágu ýmissa greina íþrótta, bæði heima í héraði og á landsvísu. Ferill hans er sögulegur og sennilega án fordæma í íslenskri íþróttasögu. Hann kleif ungur hæstu tinda forfrömunar í íslenska íþróttaheiminum og var sæmdur bæði heiðurskrossi Íþróttasambands Íslands og heiðurs- krossi Knattspyrnusambands Íslands þegar hann varð fimmtugur 1973. Heiðurskrossinn er æðsta heiðursmerki ÍSÍ og KSÍ og aðeins veittur þeim sem unnið hafa íþróttum ómetanlegt gagn. Þá var Hafsteinn kosinn heiðursfélagi Ungmennafélags Keflavíkur, sem var æðsta viðurkenning félagsins, þegar hann varð sextugur. Hafsteinn var formaður ÍBK frá stofnun félagsins 1956 fram til ársins 1975. Hann var í stjórn HSÍ 1959-1960. Hann var stjórnarmaður í KSÍ 1968-1972, landsliðsnefndarmaður og síðar landsliðseinvaldur 1969-1973 eins og það var kallað, þ.e. sá um val á landsliði Íslands í knattspyrnu. Hafsteinn lék í mörg ár með Val. Hann varð Íslandsmeistari með þeim í knattspyrnu 1942-45 og nokkrum sinnum Íslandsmeistari í handknattleik bæði innanhúss og utan. Hann lék á annað hundrað leiki með meistaraflokki Vals í knattspyrnu og síðan með ÍBK 1956-60. Þá lék hann fjóra landsleiki í knattspyrnu á árunum 1946-51 og einnig þrjá landsleiki í handknattleik. Á þessum árum var ekki mikið um landsleiki í knattspyrnu. Á árunum 1946-51 voru aðeins leiknir 5 landsleikir eða einn landsleikur á ári. Sama má reyndar einnig segja um landsleiki í handbolta. Hér vantaði nógu stóran íþróttasal fyrir landsleiki og þeir fáu landsleikir sem hér fóru fram voru leiknir úti á gamla Melavellinum. Þetta breyttist þega Laugardalshöllin var tekin í notkun 1965. Hafsteinn var landsliðsmaður í handknattleik í fyrstu landsleikjum Íslands á árunum 1950-1955, einnig lék hann fyrsta landsleik Íslands í knattspyrnu - gegn Dönum á Melavellinum 1946. Hafsteinn gerði Keflavík að knattspyrnustórveldi á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Keflvíkingar hrepptu á þessum tíma Íslandsmeistaratitilinn fjórum sinnum og unnu meistarakeppni KSÍ fimm sinnum og urðu bikarmeistarar 1975. Var þá oft talað um Gullaldarliðið í Keflavík. Íslandsbikarinn til Keflavíkur eftir 10 ár Hafsteinn var sjálfkjörinn sem formaður ÍBK við stofnun þess enda með mikla reynslu af félagsstarfi, auk keppnisreynslunnar. Hann segir: „Það var strax byrjað að vinna skipulega í sambandi við fótboltann. Við settum okkur það markmið að Íslandsbikarinn væri kominn til Keflavíkur eftir 10 ár. Það tókst og gott betur því eftir aðeins 8 ár var bikarinn kominn til Keflavíkur. Ástæðan var sú að við byrjuðum strax að leggja rækt við yngstu aldurshópana. Við vorum með mikið af ungum og efnilegum strákum, héldum þeim við efnið og þjálfuðum þá uns þeir urðu Íslandsmeistarar í fjórða flokki 14 ára gamlir, aðeins þremur árum eftir stofnun ÍBK. Síðan héldum við áfram með þessa stráka og lögðum mikla vinnu í þjálfun þeirra uns við náðum fyrsta Íslandsmeistaratitlinum 1964. „Þremur árum eftir stofnun bandalagsins, árið 1959 voru allir yngri flokkarnir hjá Keflavík komnir í úrslit og fjórði flokkur varð fyrsti Íslandsmeistari ÍBK. Rjóminn úr þessum flokki er síðan gullaldarliðið sem varð Íslandsmeistari fimm árum síðar, 1964. Markaði dýpstu sporin í íþróttasögu Suðurnesja Gullaldarliðið Sigursælasta knattspyrnulið Keflavíkur Tímamót með ÍBK Árið 1956 stóð KFK ásamt UMFK að stofnun Íþróttabandalags Keflavíkur og lagði þeim samtökum síðan lið sitt allt. Stofnun ÍBK markaði tímamót í íþróttasögu Keflavíkur, því þá hófst sameiginleg þátttaka félaganna í Keflavík í öllum keppnisgreinum og ÍBK tók við allri almennri þjálfun í knattspyrnu, handknattleik og sundi. Skipulagðar æfingar voru hafnar fyrir alla aldursflokka í þessum íþróttagreinum.Nokkur keppni var þó inn byrðis á milli félaganna, KFK og UMFK, og árlega voru haldin Keflavíkurmót og Suðurnesjamót í knattspyrnu. Íslenska landsliðið í knattspyrnu árið 1948 sigraði Finna 2:0 og var það fyrsti sigur íslensks landsliðs í knattspyrnu. Hafsteinn Guðmundsson er fjórði leikmaður frá vinstri í fremri röð. Hafsteinn í bikarflóði. Borðið sem Hafsteinn stendur við svignar undir bikurum eftir afraksturinn á hápunkti gullaldar 1973 m.a. Íslandsbikarinn, Meistarabikarinn ásamt öðrum bikurum sem unnust þetta árið. Guðni Kjartansson, fyrirliði, situr við borðið en stóru styttuna á miðju borði fékk hann eftir að íþróttafréttamenn höfðu útnefnt hann íþróttamann ársins sama ár. Aðrir á myndinni eru Tómas Tómasson forseti bæjarstjórnar, Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri og Árni Þorgrímsson formaður knattspyrnuráðs. Íslandsmeistarar ÍBK 1973, yfirburðarlið sem tapaði ekki leik í Íslandsmótinu. Tíu leikmenn liðsins voru í landsliðinu og er það einstakt í íslenskri knattspyrnusögu að svo margir landsliðsmenn skuldi vera frá einu og sama félaginu. Fremi röð f.v.: Steinar Jóhannsson, Karl Hermannsson, Einar Gunnarsson, Friðrik Ragnarsson, Jón Sveinsson, Þorsteinn Ólafsson, Lúðvík Gunnarsson, Ástráður Gunnarsson, Albert Hjálmarsson og Vilhjálmur Ketilsson. Aftari röð f.v: Joe Hooley þjálfari, Hjörtur Zakaríasson, Ólafur Júlíusson, Guðni Kjartansson, Grétar Magnússon, Stefán Jónsson, Gunnar Jónsson, Gísli Torfason, Jón Ólafur Jónsson og Hafsteinn Guðmundsson form. ÍBK. Hafsteinn Guðmundsson gerði Keflavík að knattspyrnustórveldi:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.