Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2009, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 24.09.2009, Blaðsíða 23
14 BLÓMSTRANDI MANNLÍF VÍKURFRÉTTIR 15VÍKURFRÉTTIR BLÓMSTRANDI MANNLÍF Þriðjudaginn 29. september verður boðið til afmælisveislu í íþróttahúsinu við Sunnbraut, B- sal. Öllum iðkendum, foreldrum, þjálfurum og öðrum velunnurum Keflavíkur er boðið að koma og þiggja skúffuköku í íþróttahúsinu við Sunnbraut B- sal frá kl. 16:00 – 18:00. Um kvöldið er öllum stjórnarmönnum deilda félagsins ásamt mökum boðið að koma og þiggja léttar veitingar í félagsheimili Keflavíkur að Hringbraut 108. Sunnudaginn 4. október verður boðsgestum boðið til opnunar á sögusýningu kl. 14:00 til 16:00 í félagsheimili Keflavíkur. Sýningin verður svo opin almenningi frá kl. 16:00 – 18:00 sama dag. Áformað er að sýningin standi yfir í ca. tvær til þrjár vikur efir aðsókn. Opnunartími verður auglýstur á heimasíðu félagsins www. keflavik. is íþrótta- og ungmennafélag Eðvarð T. Jónsson Saga Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags er samofin sögu, menningu og mannlífi í heimabyggðinni. Í þessari bók er stiklað á stóru í sögu þeirra félaga sem sameinuðust undir einu merki í júní 1994. Öll voru þau stofnuð af áhugasömu hugsjónafólki í þeim tilgangi að gefa ungu fólki tækifæri til að vinna að málum sem horfðu til heilla fyrir byggðarlagið. Með breyttum tímum og aðstæðum hefur starfsemi félagsins í æ ríkari mæli færst inn á svið íþróttanna. Máttur þess hefur ekki síst falist í dugnaði og fórnfýsi þeirra fjölmörgu sem í áttatíu ár hafa helgað félaginu krafta sína og verið íþrótta- og menningarlífi bæjarins einstæður bakhjarl. Eðvarð T. Jónsson er Keflvíkingur, fæddur 1943. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1963, stundaði síðan nám í ensku við Háskóla Íslands, bókmenntasögu við háskólann í Lundi og norrænni málsögu við Fróðskaparsetur Færeyja. Hann hefur starfað sem blaðamaður, kennari og þýðandi á Íslandi og í Færeyjum. Nokkrar frumsamdar bækur hafa komið út eftir Eðvarð auk rita sagnfræðilegs efnis og fjölda þýðinga. 1929 - 2009 80 ára saga í máli og myndum Keflavík íþrótta- og ungm ennafélag - 80 ára saga 1929 - 2009 Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag 29.09.1929 – 29.09.2009 Saga Keflavíkur í 80 ár verður kynnt á sögusýningunni. Bókin verður svo til sölu. Eðvarð T. Jónsson sá um að skrifa söguna, myndvinnsla, umbrot og uppsetningu Stapaprent og Oddi prentaði bókina. Í tilefni 80 ára afmælis Keflavíkur verður eftirfarandi á dagskrá. Í tilefni 80 ára afmælis félagsins var ákveðið að skrá sögu félagsins

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.