Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 10

Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 10
10 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 Liðin eru 50 ár frá því Robert Edward Turner III – Ted Turner – tók við fyrirtæki föður síns. Karl faðir hans var í auglýsingabransanum en sonurinn breytti fyrir tæk inu í alþjóðlegt fjölmiðlastórveldi. Samt hefur áhuginn alltaf verið mestur á íþrótt um og útivist – og kvenfólki. Vandræðabarn í viðskiptum Eins­og­svo­margir­ríkir­menn er Ted Turner próflaus.­Það­er­þó­alls­ekki vegna takmark­ aðra­námsgáfna.­Hann­var­ rekinn­úr­skóla­fyrir­að­vera­of­ mikið­að­næturlagi­á­stelpna­ vistinni.­ Turner­var­langt­kominn­með­ nám­í­viðskiptafræði­þegar­hann­ var­gripinn­glóðvolgur­í­bólinu­ með­samstúdínu.­Það­var­það­ síðasta­af­mörgum­brotum­hans­ á­reglum­Brown-háskólans­á­ Rhode­Island.­Hann­var­fyrir- myndarnemandi­í­öllu­nema­ hegðun. Turner­var­því­frekur­til­fjörsins­ þegar­í­skóla­en­þó­vinsæll­nem- andi­og­í­forystusveit­stúdenta.­ Hann­var­fyrirliði­skólaliðsins­í­ ræðukeppnum­og­fyrirliði­sigl­ ingaliðsins.­ Brown-háskólinn­er­og­hefur­ alltaf­verið­elítuskóli­þar­sem­ börn­hinna­ríku­hafa­sótt­nám.­ Turner­fór­aldrei­í­aðra­skóla­ en­dýra­einkaskóla­og­markmið­ námsins­var­að­hann­næði­langt­ í­viðskiptum. Klassísk­fræði­forn Því­voru­það­sár­vonbriði­fyrir­ foreldra­hans­að­piltur­ákvað­að­ setjast­í­máladeild­háskólans.­ Hann­lagði­stund­á­klassísk­ fræði­forn.­Robert­Edward­ Turner­II,­faðir­hans,­sagði­að­ sér­hefði­legið­við­að­æla­þegar­ hann­frétti­af­námsvali­sonar­ síns.­ Þetta­bjargaðist­þó­allt­því­ drengurinn­skipti­yfir­í­viðskipta- fræði­en­foreldrarnir­þökkuðu­ Guði­björgun­sonarins.­Þetta­ var­þó­skammvinn­gleði­því­ sonurinn­fór­próflaus­úr­skóla­ en­fékk­loks­heiðursnafnbót­í­ viðskiptafræðinni­tuttugu­árum­ eftir­brottreksturinn.­Þá­var­hann­ orðinn­ríkur­á­viðskiptum. Turner­lítur­alltaf­á­sig­sem­ suðurríkjamann­þótt­hann­sé­ fæddur­í­Ohio.­Fjölskyldan­flutti­ til Tennessee þegar hann var ungur­að­árum­og­þaðan­til­ Georgíu.­Það­er­heimaríki­hans.­ Hann­hefur­tileiknað­sér­fas­og­ tals­máta­suðurríkjamanna­og­ fékk­snemma­viðurnefnið­„The­ Mouth­of­the­South“­eða­suður­ ríkjakjafturinn. Tók­við­góðu­búi Eftir­brottreksturinn­úr­skóla­hóf­ Turner­störf­í­fyrirtæki­fjölskyld­- unnar­og­gekk­í­Repúblikana­ flokkinn,­föður­sínum­til­mikillar­ gleði.­Turner­sagðist­síðar­hafa­ kunnað vel við sig innan um alla stuttbuxnadrengina­í­flokknum­ –­og­gekk­í­flokkinn­„af­því­að­ pabbi­vildi­þetta“.­Síðar­hefur­ komið­í­ljós­að­Turner­er­laus­ í­rásinni­í­pólitíkinni­sem­fleiri­ greinum.­ Hann­var­þó­ekki­lengi­á­ launa­skrá­hjá­föður­sínum.­ Aðeins­24­ára­gamall­var­hann­ orðinn­eigandi­og­forstjóri­ fyrir­tæksins.­Harmleikur­varð­ þess­valdandi­að­Turner­tók­ ungur­og­óreyndur­við.­Faðir­ hans­framdi­sjálfsmorð­eftir­að­ hafa­barist­við­þunglyndi­árum­ saman.­Samband­þeirra­feðga­ var­slæmt­og­Turner­hefur­sagt­ að­faðir­hans­hafi­barið­hann­ ungan­og­þeir­urðu­aldrei­nánir.­ Þegar­Turner­tók­við­ fyrirtækinu­byrjaði­hann­á­að­ skoða­bókhaldið.­Staðan­var­ betri­en­hann­hafði­haldið.­ Fyrirtækið­var­rekið­með­veru- legum­hagnaði­og­var­nær­ einrátt­í­uppsetningu­auglýsinga- skilta­í­Georgíu­og­nágrannaríkj- unum.­Hann­tók­við­góðu­búi. CNN­í­Persaflóastríðinu En­mikið­vill­meira­og­Turner­ hóf­hægt­og­bítandi­að­færa­út­ kvíarnar.­Hann­keypti­útvarps­- stöðvar­í­suðausturríkjunum­og­ smátt­og­smátt­færðist­áhuginn­ yfir­á­sjónvarp.­Hann­keypti­ staðarsjónvarpsstöðvar,­hina­ fyrstu­árið­1969,­og­varð­vel­að­ sér­í­rekstri­á­kapalsjónvarpi.­ Hann­fann­út­að­það­var­hægt­ að­græða­á­sjónvarpi­með­því­ að­sýna­gamlar­kvikmyndir­og­ teiknimyndir,­sem­kostuðu­lítið­ í­innkaupum.­Og­að­beinar­ útsendingar­frá­íþróttakappleikj- um­voru­arðbærar.­Hann­keypti­ sýningarrétti­og­svo­heilu­íþrótta- liðin­til­að­komast­yfir­tiltölulega­ ódýrt­efni­á­þeim­tíma.­Árið­ 1973­fékk­hann­heimild­til­að­ senda­efni­á­milli­stöðva­um­ gervihnött.­Hann­var­farinn­að­ ógna­stóru­útsendingarstöðv­un- um­ABC,­NBC­og­CBS. Árið­1980­bættist­Cable­Net­ work­News­–­CNN­–­við­með­ fréttum­allan­sólarhinginn.­CNN­ varð­með­tíð­og­tíma­alheims­ sjónvarpsstöð.­Vinsældir­CCN­ voru­þó­ekki­miklar­í­byrjun­ en­nokkrir­stórviðburðir­urðu­ til­að­opna­augu­almennings­ fyrir­beinum­fréttaflutningi­um­ gervihnattasjónvarp:­ Fyrst­hið­hörmulega­slys­þeg- ar­geimferjan­Challenger­fórst­í­ flugtaki­árið­1986­ Og­svo­Persaflóastríðið­1991.­ Stríðið­skipti­sköpum­fyrir­alþjóð­- legan­rekstur­Teds­Turners.­ Suðurríkjakjafturinn Ted Turner: TexTi: Gísli KrisTjánsson. „Turner var langt kom inn með nám í viðskiptafræði þegar hann var gripinn glóðvolgur í bólinu með samstúdínu. Það var það síðasta af mörgum brot­ um hans á reglum Brown­háskólans á Rhode Island. Hann var fyrirmyndarnem ­ andi í öllu nema hegðun.“ frumkvöðuLL

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.