Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Side 22

Frjáls verslun - 01.03.2013, Side 22
22 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 stæðisflokksins teknar inn. Munurinn á hugmyndum flokkanna er þó ef til vill ekki svo mikill en forystan verður hjá framsóknarmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki endurheimt fyrra traust og stöðu“. Ólafur telur á hinn bóginn að grund ­ vallarmunur sé á afstöðu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks til skuldaleiðréttingar. Sjálfstæðisflokkur hafi boðað að skuldir heimila yrðu lækkaðar með framlagi ríkissjóðs gegnum skattafslátt og með lífeyrissparnaði framtíðar. „Framsóknarmenn lögðu málið upp í samhengi við uppgjör við erlenda kröfu ­ hafa en útfærðu ekki hugmyndir sínar í smáatriðum fyrir kosningar. Þessi sjónarmið hlýtur að þurfa að samþætta,“ segir Ólafur. Jóhannes Þór telur þennan mun yfirstíganlegan: „Formennirnir báðum megin borðs vita hver staðan er á heimilunum. Þeir vinna þetta út frá því,“ segir Jóhannes Þór. Ólafur segir að kenningar um efnahags ­ lega kollsteypu í kjölfar skuldaleiðréttingar – nái hún fram að ganga – beri sterkan keim af hræðsluáróðri: „Efnahagslífinu verður naumast kollvarpað þótt fólk með hóflegan lífsstíl sé leyst undan stökk ­ breytingunni sem það ber enga sök á og gert kleift að borga af venjulegum hús ­ næðislánum, rétt eins og gerist í nágranna­ löndunum,“ segir Ólafur Ótti við öldu mótmæla? Erfiðara kynni að reynast að útskýra fyrir fólki ef leiðréttingin kemur misjafnt niður: „Það verður ekki áhlaupaverk að hafa alla sátta,“ segir Ólafur. „Það verður engu að síður að höggva á hnútinn, gera upp eignir þrotabúa bankanna og krónueignir annarra. Framsóknarmenn bentu á að kröfuhafar hafa líka hag af uppgjöri. Aðrir formenn hafa í vaxandi mæli tekið undir það. Þarna mun reyna á pólitíska hæfileika Sigmundar Davíðs að útskýra hvernig hugsanlegum fjármunum verður varið. Sigmundur verður sem forsætisráðherra að skýra þá niðurstöðu sem fæst.“ Sigmundur Davíð hlýtur að gera ráð fyrir að stjórn hans mæti andstöðu. Örlög síðustu tveggja ríkisstjórna sýna að íslenskur almenningur er refsigjarn. Stefanía telur að þetta atriði hljóti að hafa komið upp í viðræðum Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar. „Auðvitað hljóta þeir að ræða hugsanlega andstöðu og mótmæli,“ segir Stefanía. „Þolinmæði fólks er lítil. Það verður eitthvað áþreifanlegt að koma fram, fljótt.“ Ólafur er á sama hátt viss um að Sigmundur Davíð og Bjarni hafa rætt hugsanlega andstöðu: „Íslenskir kjósendur hafa kastað tveimur síðustu ríkisstjórnum, hrunstjórninni og norrænu velferðarstjórninni, út í hafsauga af fullkomnu miskunnarleysi,“ segir Ólafur. „Þessi meðferð á stjórnmálastéttinni er óþekkt í nálægum löndum. Ég tel að þeir Sigmundur og Bjarni geri sér fulla grein fyrir að þessi geta líka orðið örlög næstu ríkisstjórnar.“ Hinn óskipulagði almenningur Og hvaðan er von á andstöðu? „Stjórnin þarf varla að glíma við mjög öfluga stjórnarandstöðu á þingi og ef til vill ekki frá verkalýðshreyfingunni heldur,“ segir Ólafur. „Það er hinn óskipulagði almenningur sem hefur með einbeittum hætti varpað tveimur síðustu stjórnum fyrir borð; hinni fyrri í fjöldamótmælum og hinni síðari í sögulegum kosningum sem eiga sér vart hliðstæðu í Evrópu.“ Jóhannes Þór Skúlason segir að í þessu efni gildi að vera skýr í málflutningi: „Það er annar pólitískur veruleiki nú en var fyrir bara fáum árum,“ segir Jóhannes Þór. „Áður þurfti mikið til að fólk breytti afstöðu sinni. Núna þurfa stjórnvöld að skýra betur hvað þau eru að gera og það er alls ekki slæmt.“ „Efnahagslífinu verður naumast kollvarpað þótt fólk með hóflegan lífsstíl sé leyst undan stökkbreytingunni sem það ber enga sök á og gert kleift að borga af venjulegum húsnæðislánum, rétt eins og gerist í nágrannalöndunum,“ segir Ólafur. Stefanía Óskarsdóttir: „… sagan sýnir að framsóknar menn tapa oftast fylgi á samstarfi til hægri.“ STANSLAUSAR FRAMFARIR Lexus sameinar lúxus og virðingu fyrir umhverfinu með lipurð, krafti og litlum útblæstri. Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Sími: 570 5400 LEXUS RX 450h ÍS LE N SK A/ SI A. IS /L E X 6 38 57 0 4/ 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.