Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 28

Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 28
28 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 skoðun Ásta Bjarnadóttir segir réttan undirbúning mikilvægan í tengslum við starfsmannakann- anir. Forðast skuli að ýta undir andrúmsloft þar sem litið er á könnunina sem tækifæri til að kvarta eða að allt sem óánægja er með verði lagað strax. Til að væntanleg könnun skapi réttar væntingar þarf að kynna hana sem lið í stöðugu samtali og sam- starfi starfsmanna og stjórnenda. Hún segir þátttöku allra eða langflestra starfsmanna í könn- uninni vera grundvallaratriði sem og að þeir fái kynningu á nið- urstöðum. „Það má alls ekki fela slæmar niðurstöður en þá hyrfi allur vilji til samtals af þessu tagi.“ Ásta segir að ef niðurstöður komi mönnum á óvart bendi það til þess að það hafi verið mikilvægt að gera könnunina þar sem viðhorf starfsmanna hafi ekki verið þekkt. „Niðurstöður ættu í rauninni aldrei að koma á óvart og það ætti að vera liður í daglegri vinnu að tala saman á sömu nótum. Það er vísbending um að starfsmenn geti ekki verið hreinskilnir við stjórnendur ef þeir leggja ofuráherslu á nafnleynd og eru hræddir við að svara könnununum. Það eru stjórnend- ur sem geta haft mest áhrif á niðurstöður starfsmannakannana. Hegðun þeirra hefur mest áhrif á hvernig starfsmönnum líður í vinnunni og þeir geta stýrt mjög mörgum af þeim breytum sem hafa áhrif. Viðhorf millistjórnenda til vinnustaðarins setur efri mörk á viðhorf starfsmanna.“ Starfsmannakannanir sem skila árangri dr. ásta Bjarnadóttir – ráðgjafi hjá Capacent MANNAUÐS- STJÓRNUN Hæstiréttur kvað ný -lega upp dóm í máli þar sem var fjallað um frádráttarbærni vaxta af lánum sem félag tók til að kaupa annað félag. Niðurstaðan var sú að vextir af slíkum lánum væru ekki frádrátt- arbærir til skatts eftir að þessi félög höfðu verið sameinuð. Þessi niðurstaða leiðir hugann að því hversu mikilvægt það er að túlkanir á reglum skattalaga séu skýrar og þeim sé ekki breytt eftir á. Það hefur tíðkast mjög lengi að eignarhaldsfélög hafi keypt rekstrarfélög og fjármagnað kaupin með lánsfé að meira eða minna leyti en vextir af slíkum lánum eru frádráttarbær- ir hjá eignarhaldsfélögunum sjálfum. Það má líka samskatta félög sem þannig háttar um þannig að tap sem myndast í móðurfélaginu vegna vaxt anna jafnast á móti hagnaði í rekstrar - félaginu. Í mörgum til vikum hátt - aði hins vegar þann ig til að þessi félög voru sam einuð og þá var það oft að kröfu bankanna eða annarra lánar drottna. Skattyfir- völd gerðu ekki athugasemdir við þessa tilhögun um árabil og stjórnendur fyrirtækjanna töldu því að ekki léki vafi á því að vaxtagjöldin væru eftir sem áður frádráttarbær til skatts.“ Margret segir að nú stefni í að síðbúin túlkun skattyfirvalda leiði til þess að allmörg fyrir- tæki, sem þegar hafa gengið í gegnum fjárhagslega endur- skipulagningu, standi frammi fyrir endurálagningu skatta upp á hundruð milljóna eða jafnvel milljarða króna. „Þessi fyrirtæki sem flest eru nú í eigu nýrra eigenda – nýju bankanna, lífeyrissjóða eða einstaklinga – munu í einhverj- um tilvikum ekki standa undir þessum breyttu forsendum. Þetta er áminning til okkar um að tímanleg og vönduð túlkun á skattareglum er ein af forsend um þess að fyrirtæki búi við þann stöðugleika sem er for senda alls heilbrigðs rekstrar.“ margret flóvenz – stjórnarformaður kpmgEndurskoðun Mikilvægi vandaðrar túlkunar á skattareglum Fríverslunar-hvað? árni þór árnason – stjórnarformaður oxymap ehf. FYRIRTÆKJA- REKSTUR Nokkur umræða á sér núna stað vegna við ræðna Evrópu og Bandaríkjanna um frí verslunarsamning en það sem skiptir öllu máli fyrir Íslendinga eins og í öllum viðskiptum er að kaupa ódýrt og selja dýrt. Það eru samt ljón í veginum eins og samkeppni og sölumagn sem geta haft mikil áhrif.“ Austurbakki setti árið 1982 upp innkaupafyrirtæki í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að kaupa banda rískar vörur beint frá fram - leiðendum. Faðir Árna Þórs, Árni Árnason, tók að sér að koma því á fót og rak í um 20 ár. Árni Þór segir að venjulega leiðin hafi falist í að kaupa vörur hjá Norður landa skrifstofu sem síðan fór í gegnum Evrópuskrifstofu og pantaði þaðan frá Banda - ríkjunum. „Þarna spöruðust viðbótargjöld og tollar sem gátu numið allt frá 20%-40% samkvæmt varlega reiknuðum gömlum tölum sem ég hafði við höndina. Einnig gat þetta stytt afgreiðslutíma um allt að mánuð. Við eigum að hugsa fyrst og fremst um okkur sjálf og bæta inn kaupa reglur og gera þær hlið hollari ríkjum eins og Banda - ríkjunum og Asíulöndum. Með því að kaupa beint frá aðalfram- leiðslulöndum heimsins erum við að kaupa eins ódýrt og hægt er og spara þannig gjaldeyri. Það ætti að forðast að fara í gegnum tvítollun í Evrópu, sem nú orðið framleiðir lítið og er í flestum tilfellum óþarfa milliliður og meira upptekin af grænu hagkerfi og kolefnissköttum. Það er líka búið að flæma margar atvinnugreinar úr álfunni og efla þar með atvinnuleysi. Við getum svo selt okkar fram - leiðsluvörur á dýrustu markaði heims eins og til dæmis til Evrópu.“ Betri kjör á fjármögnun landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía Skilmála og nánari upplýsingar má finna á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans í Borgartúni 33. * Vildarkjör til Vörðufélaga og núverandi skilvísra viðskiptavina Bíla- og tækjafjármögnunar. ** Fylgja öllum lánum yfir 500.000 kr. sem tekin eru frá 10. maí til 7. júní. » 9,4% óverðtryggðir – breytilegir vextir* » Lægri lántökugjöld* » 10.000 Aukakrónur** » Lánstími er allt að 7 árum » Lánshlutfall er allt að 75% Landsbankinn býður upp á tvær leiðir, bílasamning eða bílalán, til að eignast nýjan eða notaðan bíl, ferðavagn eða hjól. Vörðufélagar njóta betri kjara. 9,4% vextir 10.000Aukakrónur

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.