Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 30

Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 30
30 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 Högni Óskarsson seg ir að þeir sem stunda líkamsrækt reglu -lega, eins og t.d. hlaup, geti bætt sértæka þætti minnis verulega. „Þetta staðfestu vísindamenn við Dart mouth- háskólann í nýlegri rannsókn á hópi kyrrsetumanna. Þeim var skipt í tvo hópa eftir grunnmæl- ingar á heilsu og minni. Annar hreyfði sig reglulega fjórum sinn- um í viku en hinn gerði ekkert slíkt. Eftir mánuð var minnisprófið lagt fyrir aftur. Hreyfingarhópur- inn bætti minnisstarf sitt til muna en kyrrsetuhópurinn ekki. Athyglisvert er þó að í hreyfing- arhópnum fór helmingurinn út að hlaupa um morguninn áður en farið var í seinna minnisprófið og stóð sá hópur sig langbest, mun betur en þeir sem hlupu seinnipart dags. Það er líka at- hyglisvert að úr kyrrsetuhópnum reyndi helmingurinn í fyrsta skipti að fara út að hlaupa morguninn fyrir seinna prófið. Minni batnaði ekki en meðlimir hópsins urðu næmari fyrir kvíða.“ Högni segir að skýringar á tengslum hreyfingar og bætts minnis sé m.a. að finna í lækkun streitustigs og í aukinni fram- leiðslu karlhormóna í heilanum hjá báðum kynjum. „Reglubundin hreyfing hefur margþætt og jákvæð heilsufars- leg áhrif auk þess sem ýmsir minnisþættir eflast. Þetta gerir þá kröfu til þeirra sem vilja taka mark á þessu að maður styttir sér ekki leið; það er ekki nóg að hreyfa sig bara að morgni próf- dags í háskóla eða fyrir krefjandi vinnutörn. Grunnurinn þarf að vera fyrir hendi og hreyfingin fastur liður í lífi viðkomandi. Það er ekki síður mikilvægt fyrir stjórnendur að vera meðvitaðir um að fyrirtækin geta skapað starfsumhverfi og menningu sem hvetur til hugræktar í gegnum hreyfingu og aðra lífsstílsþætti. Það bætir afkomuna.“ Líkamsrækt og bætt minni Högni óskarsson – geðlæknir og stjórnendaþjálfari SKIpULAGIÐ í VINNUNNI skoðun Það eru níu þjóðir þar sem meira en 75% íbúa eru með snjallsíma. Hong Kong, Singapúr og Svíþjóð verma toppsætið með 85%. Næst á eftir koma fjór ar Norðurlandaþjóðir; Ísland, Finn land, Danmörk og Noregur, þar sem rúmlega 80% íbúa eru með snjallsíma. Nýsjálendingar eru í níunda sætinu en þar eru 75% snjallsímavædd. Kínverjar eiga metið í fjölda snjallsíma, 270 milljónir, eða 18% þjóðarinnar. Næstir koma Bandaríkjamenn; með 172 milljónir snjallsíma eða 54% íbúanna með þessa tækni upp á vasann. Japanir eru með 78 milljónir eða 62% íbúanna. Síðasta þjóðin, þar sem fleiri en 50 milljónir síma eru í notkun, er Brasilía. Snjallsímar þar eru 55 milljón tæki og hlutfall þjóðarinn- ar sem notar þessa ágætu tækni er um 27%. Söluspár benda til þess að á þessu ári kaupi hvorki meira né minna en einn milljarður jarðar- búa nýjan snjallsíma. Kína er nú langstærsti markaðurinn og sá markaður vex hraðast. Um 270 milljónir Kínverja segjast ætla að kaupa sér nýjan snjallsíma í ár. Spárnar ganga út á að 170 milljónir snjallsíma seljist í Evrópu á árinu, 140 milljónir í Asíu, þ.e. utan Kína, Indónesíu og Filippseyja. Suður-Ameríkanar ætla að kaupa svipað magn. Indónesar og Filippseyingar hyggjast kaupa 90 milljónir síma á árinu. Í Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku er gert ráð fyrir sölu upp á 30 milljónir síma. Sunnan Sahara verða seldir 20 milljónir síma. En takið eftir þessu: Þriðjung- urinn af árssölunni fer fram á síðasta ársfjórðungnum. Það er ótrúlegt magn; ekki síst á ári þegar 1.000.000.000 nýir snjall- símar fá nýja eigendur.   páll stefánsson – ljósmyndari GRÆJUR 3/4 Er hugsanlegt að hyskni komi sér vel í vinnunni? Og að samviskusemi geti verið löstur? Með þessu er öllum viðurkenndum hugmyndum um vinnusiðferði og heiðarleika snúið á höfuðið en samt: Það eru til stjórnunar- fræðingar sem mæla með að fólk fari heim frá ókláruðum verkum og skammist sín alls ekki fyrir það. Lausleg könnun sýnir raunar að það eru einkum konur í hópi stjórnunarfræðinga sem mæla með hyskni og að blása bara á samviskubitið. Þetta byggja þær á eigin reynslu. Alþekkt er heilkenni sem kennt er við „duglegar stelpur“. Það byggist á yfirdrifinni samviskusemi. Duglegu stelpurnar þjást af fullkomunaráráttu; þær hafa frá blautu barnsbeini alist upp við samviskusemi og kröfur um fullkominn árangur í skóla. Svo koma þær út í atvinnulífið og hitta þar fyrir hyskna stráka sem senda frá sér tölvupósta fulla af málvillum; svíkjast um að mæta á fundi og skreppa oft og lengi úr vinnunni. Samt skila þeir oftast verkefnum sínum. Þeir fljóta eins og korktappar ofan á kviksyndinu í kringum þá. Ein skýring á þessu er auðvit- að að strákarnir standa saman. Stelpurnar þurfa að ganga feti framar til að vera metnar að verðleikum. Bandaríski stjórn- unarfræðingurinn Elizabeth Grace Saunders segir þó að þarna komi fleira til. Stelpurnar hafi alist upp við meiri kröfur um sam viskusemi. Þær skipuleggja tíma sinn út frá metnaðinum um að skila alltaf af sér óaðfinnan- legu verki. Og það er ekki hægt. Enginn er fullkominn. Þetta fjallar því að hluta til um að skipuleggja tíma sinn og ákveða hvað skiptir mestu máli. Forgangsröðun veldur samvisku- biti og það verður fólk að sætta sig við. Eftirfarandi hjálpar til við að slæva samviskuna: 1. Gerðu minna. Það­er­ein­leiðin­ til­að­draga­úr­óþarfa­álagi.­Tíminn­ er­takmarkaður­og­því­þarf­að­tak- marka­fjölda­verkefna­í­samræmi­ við­það.­Þetta­gildir­líka­heima.­Ekki­ ætla­þér­um­of­í­hversdagslífnu­ heldur. 2. Skipuleggðu sólarhringinn. Það­er­gott­að­ákveða­fyrirfram­hve­ langur­vinnudagurinn­á­að­vera­og­ hve­langur­frítíminn­á­að­vera.­Ekki­ gleyma­að­sólarhringurinn­er­bara­ 24­klukkustundir,­sama­hvernig­ reynt­er­að­lengja­hann. 3. Búðu til hlé.­Fundir­eru­oftast­ ákveðnir­með­löngum­fyrirvara.­Tími­ fyrir­fundi­er­tekinn­frá­í­dagbókinni­ og­þykir­sjálfsagt.­Það­er­líka­hægt­ að­taka­frá­hlé­með­góðum­fyrirvara­ og­bóka­afslöppun­á­ákveðnum­ tímum­dags­næstu­vikurnar.­Þá­ertu­ „vant­við­látin“­rétt­eins­og­þú­sért­á­ fyrirfram­ákveðnum­fundi. 4. Verkefnagreining.­Ekki­eru­öll­ verkefni­jafnmikilvæg.­Sumt­má­ vel­bíða.­Þess­vegna­er­mikilvægt­ að­skipta­öllum­verkefnum­upp­í­ mikilvæg­verk­og­síður­mikilvæg.­ Oft­kemur­ekki­að­sök­þótt­það­ sem­hefði­mátt­gera­í­dag­bíði­til­ morguns.­Og­á­morgun­kemur­í­ljós­ að­verkið,­sem­var­trassað­í­gær,­ var­ómerkilegt. Hyskni er góð gÍsli kristjánsson – blaðamaður STJÓRNUNAR- MOLI

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.