Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 36
36 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013
Vandi fylgir vegsemd hverri. Fyrstu 100 dagarnir verða engir sæludagar hjá nýrri ríkisstjórn. Það er mikið verk framundan við að örva atvinnulífið, lækka skatta, ná fram hallalausum fjár lög um, fjölga störfum og koma á þjóðarsátt á vinnu markaði með áherslu á litla verðbólgu
og aukinn kaupmátt ráðstöfunartekna í takt við hagvöxt í stað
endalausra „innistæðulausra“ launahækkana. Þá bíða hennar
erfiðir samningar við erlenda kröfuhafa, „hrægammana“ svo
nefndu, um uppgjör þrotabúa gömlu bankanna og nota féð til að
lækka skuldir heimila, náist slíkir samningar. Skuldir heimila voru
eitt af stóru málunum í kosningunum og fram hjá þeim verður
ekki gengið. Gengisbundin lán hríðlækkuðu eftir dóm Hæsta
réttar og klyfjaðir lántakendur Íbúðalánasjóðs vilja sömu með
ferð; niðurfellingu skulda. Að jafnt skuli yfir alla ganga vegna al
þjóðlega bankahrunsins. Andstæðingar þessarar leiðar vilja frekar
að ríkissjóður noti féð í eigin þágu til að lækka skuldir sínar og
jafnvel loka féð inni svo það ýti ekki á þenslu.
Ný ríkisstjórn ætti að setja sér fá en traust markmið – og alls
ekki dreifa kröftunum um of heldur einbeita sér að því fyrstu 100
dagana að koma forgangsmálum af stað.
Fráfarandi ríkisstjórn, sem tók við í efnahagslegri kreppu á
vormánuðum 2009, setti sér of mörg markmið og dreifði kröft un
um. Auk þess fór of mikið púður í mál sem ekki voru í for gangs
röðinni hjá þjóðinni, sem hefur verið upptekin af heimilis bók
hald inu. Þegar heimilisbókhaldið er ekki í lagi er hug urinn ekki
við nýja stjórnarskrá eða ákæru stjórnvalda á hendur fyrr ver andi
pólitískum andstæðingi. Það kaldhæðnislega er auðvitað að það
var ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem setti neyðar lögin og lagði
grunninn að endurreisninni.
Frjáls verslun lagði til daginn eftir bankahrunið í útvarps þætt
in um Speglinum að nauðsynlegt væri með neyðarlögum að taka
verðtrygginguna úr sambandi í lánum, eða að minnsta kosti setja
2% þak á hana, til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlega holskeflu
hækkana á lánum sem væru framundan. Það var ekki gert. Þetta
er enn heitt mál. Ef fjármagnshöftin verða afnumin í skrefum, sem
mikilvægt er að gera, þarf að taka verðtrygginguna úr sambandi
áður til að tryggja sig gegn verðbólguskoti falli krónan. Ella væri
öll skuldaleiðrétting lána unnin fyrir gýg. Auk þess sem Seðla
bank inn myndi keyra upp stýrivextina en margir hafa sótt í óverð
tryggð lán að undanförnu.
Eftir fjögurra ára valdaskeið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur,
eða norrænu velferðarstjórnarinnar, er landsframleiðslan ennþá
liðlega 5% minni en hún var árið 2007. Stjórnin hefur verið nefnd
stjórn hinna glötuðu tækifæra í atvinnulífinu. Vissulega tók hún
við á erfiðum tímum og hún fékk „tilfinningalegt svigrúm“ til að
byrja með. Þegar leið á kjörtímabilið fannst flestum hún vera of
föst í fortíðinni og ekki nýta sóknarfærin. Skuldavandi heimila og
fyrirtækja er ennþá mikill þrátt fyrir að búið sé að afskrifa á bilinu
800 til 1.000 milljarða króna. Mest hjá fyrirtækjum. Meira þarf til.
Skuldavandinn kemur til af því að fyrirtæki og heimili tóku of
mikið af lánum á hinum alþjóðlegu bóluárum 2005 til 2008 þegar
aðeins ein breyta var í formúlunni; lánsfé. Þetta var alþjóðleg bóla,
og alþjóðleg bankakreppa, og óleystur skuldavandinn er ekki
bundinn við Ísland.
Landsframleiðslan á Íslandi hrundi um 11% á árunum 2009 og
2010 en mjakaðist upp á árunum 2011 og 2012. Landsframleiðslan
er ennþá liðlega 5% minni en hún var árið 2007. Hrunið varð þrátt
fyrir allt „ekki meira“ en 11%, sem merkir að eftir stóð hringrás
landsframleiðslu upp á 89%. Atvinnuleysið fór í 10% en hin
hliðin á þeim teningi er að eftir hrunið höfðu þrátt fyrir allt 90%
atvinnu. Eftir stendur hins vegar skuldavandi eftir að bankar tóku
lánasnúning á mörgum fyrirtækjum og heimilum sem enn þvælist
fyrir þrátt fyrir miklar afskriftir nú þegar.
Þegar sagt er að síðasta kjörtímabil hafi verið tímabil hinna glöt uðu tækifæra merkir það að hagvöxtur hefur ekki verið eins mikill og efni hafa staðið til. Nýlega spáði Hagstofan því að hann yrði aðeins um 1,6% á þessu ári, sem er talsvert minna en áð ur hafði verið
spáð. Vísbendingar eru um að einkaneyslan sé að minnka og
nýlega kom fram hjá Greiningu Íslandsbanka að ýmis legt benti
til að einkaneyslan hefði dregist saman um 12% frá sama tíma
í fyrra og yrði það í fyrsta sinn frá 2. ársfjórðungi árið 2010 sem
einkaneysla myndi dragast saman á milli ára.
Tíminn á biðstofunni er liðinn. Örvun atvinnulífsins, þjóðarsátt
á vinnumarkaði og skuldir heimila verða í forgangi hjá þessari
ríkisstjórn.
forsÍða
„Ennþá vantar um fimm prósentu-
stig upp á að landsframleiðslan
frá 2007 náist. Í könnun Frjálsrar
versl unar fyrir einu ári sögðu 82%
svarenda að kreppunni væri ekki
lokið og sýndi það sig í stuðningi
við ríkisstjórnina í nýafstöðnum
kosningum.“
„Vandi fylgir vegsemd hverri. Fyrstu
hundrað dagarnir verða engir sælu-
dagar hjá nýrri ríkisstjórn. Enginn
dans á rósum. Það er mikið verk
fram undan við að örva atvinnulífið,
lækka skatta, ná fram hallalausum
fjárlögum, fjölga störfum og koma á
þjóðarsátt á vinnumarkaði.“
vÍsitala neysluverðs 53% Hækkun
2007 268,0
2008 286,2
2009 336,5
2010 360,9
2011 367,7
2012 391,0
2013 409,9
Vístiala neysluverðs hefur hækkað um 53% frá því í febrúar 2007.
febrúar hvert ár
10