Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Side 38

Frjáls verslun - 01.03.2013, Side 38
38 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 Reitir fasteignafélag er stærsta þjónustufyrirtæki landsins á sviði útleigu atvinnuhúsnæðis. Okkar sérsvið er að finna þínu fyrirtæki rétt húsnæði. Atvinnuhúsnæði sem hentar þér Kringlunni 4–12 103 Reykjavík www.Reitir.is Reitir@Reitir.is Sími 575 9000 3 Þjóðarsátt á vinnuMarKaði Leggja áherslu á litla verðbólgu og þjóðarsátt á vinnumarkaði.­Það­stuðlar­að­vaxta­lækkun­ og­minni­þrýstingi­um­launahækkanir.­Þjóðarsátt­er­nauðsynleg­á­vinnu­mark­aði­og­verður­eitt­ erfiðasta­en­brýnasta­verkefni­nýrrar­ríkisstjórnar.­Leggja­verður­áherslu­á­að­auka­kaupmátt­ ráðstöfunartekna­í­takt­við­hagvöxtinn­frekar­en­að­semja­enda­laust­um­„innistæðulausar“­ launahækkanir­sem­fara­beint­út­í­verð­lagið­og­skila­sér­fyrst­og­fremst­í­auknum­skuldum­ launafólks­vegna­verð­trygg­ingar.­Frá­2003­hefur­launavísitalan­hér­á­landi­hækkað­um­80%­ og­kaup­mátturinn­um­3%­en­á­sama­tíma­hefur­launavísitala­í­löndum­á­borð­við­Svíþjóð­og­ Danmörku­hækkað­um­einhver­25­til­30%­en­kaupmátturinn­um­12­til­14%. 4 Hallalaus fjárlög Hallalaus fjárlög. Halli­á­fjárlögum­verður­ekki­fjármagnaður­nema­með­auknum­lán­tökum­ ríkissjóðs.­Koma­þarf­böndum­á­opinbera­eyðslu.­Halli­á­fjárlögum­stefnir­í­að­vera­um­ 600­milljarðar­frá­árinu­2008,­þar­af­360­milljarðar­í­tíð­fráfarandi­ríkis­stjórnar.­ Fresta­þarf­byggingu­nýs­Landspítala,­en­verðmiðinn­á­honum­er­85­til­135­ milljarðar­króna,­og­nýta­einkareknu­skurðstofurnar­í­meira­mæli­til­að­auka­ hag­kvæmni­og­draga­úr­þörfinni­á­nýjum,­dýrum,­risavöxnum­spítala. 5 auKa fjárfestingar aTvinnulífsins Stuðla að stórauknum fjárfestingum atvinnulífsins.­Hagvöxtur­á­Íslandi­hefur­alltaf­byggst­ upp­á­fjárfestingum­og­sterkum­útflutningsgreinum.­Fjárfestingar­ættu­eðli­lega­að­liggja­á­bilinu­ 20­til­30%­á­ári­en­núna­eru­þær­12­til­14%.­Það­er­allt­of­lítið­og­dugar­ekki­til­að­viðhalda­ fjármunamyndun­í­landinu.­Lítil­verðbólga,­lægri­vextir­og­hóflegar­launahækkanir­ýta­undir­ fjárfestingu­atvinnulífsins.­Eftir­því­sem­launa­hækkanir­eru­meiri­því­minna­hefur­ atvinnulífið­til­fjárfestinga. 6 laGa sKuldavanda heimila Skuldavandi heimila – erfiðir samningar við kröfuhafa. Skuldir­heimila­eru­1.900­milljarðar,­ þar­af­um­1.200­milljarðar­vegna­íbúðalána.­Hvað­sem­hver­segir;­það­verður­ekki­hægt­að­ hunsa­loforðið­um­„leiðréttingu“­húsnæðislána.­Til­þess­var­það­of­áberandi­í­kosningabarátt- unni.­Skuldir­heimila­voru­eitt­af­stóru­málunum­og­fram­hjá­þeim­verður­varla­gengið.­ Það­kostar­auk­þess­mikið­fyrir­lánastofn­anir,­eins­og­Íbúðalánasjóð,­að­gera­ekki­neitt,­setja­ fólk­á­höfuðið­og­sitja­uppi­með­þúsundir­íbúða.­Vilji­er­til­að­setja­lyklalög;­að­hægt­sé­að­ skila­lyklun­um­án­þess­að­verða­gjaldþrota.­En­hverjum­á­að­hjálpa­og­hverjum­ekki?­ Eingöngu­þeim­sem­keyptu­húseignir­á­árunum­2004­til­2008?­Eða­fólki­á­aldrinum­30­til­40­ ára­sem­keypti­sína­fyrstu­íbúð­á­bóluárunum?­Dugir­hjálpin?­Á­að­fella­niður­20%­af­öllum­ verðtryggðum­húsnæðislánum­yfir­línuna­svo­jafnt­gangi­yfir­alla­skuldara?­Nýlega­kom­fram­ hjá­Seðlabanka­Íslands­að­30%­framteljenda­skulda­meira­en­þeir­eiga.­Hluti­þeirra­getur­ eflaust­greitt­og­staðið­í­skilum­áfram­en­það­sér­ekki­högg­á­vatni;­eigið­féð­er­við­núllið­ eða­neikvætt,­og­erfitt­er­að­skipta­yfir­í­stærra­húsnæði­þótt­fjölskyldustæðin­ krefjist­þess­væntanlega.­ Gengisbund­in­lán­hríðlækkuðu­eftir­dóm­Hæstaréttar­og­klyfjaðir­lántakendur­Íbúðalánasjóðs­ vilja­sömu­meðferð;­niðurfellingu­skulda.­Um­þetta­er­þó­engan­veginn­þjóðarsátt.­Sigur­ vegararnir­í­kosningabaráttunni­lofuðu­að­taka­á­skuldavanda­heimila,­þó­með­ólíkum­hætti.­ Sjálfstæðisflokkur­lagði­til­að­veita­skattafslátt­vegna­afborgana­íbúða­lána­og­að­hluti­séreigna- sparnaðar­rynni­til­niðurfellingar­lána.­Framsókn­lagði­til­að­semja­við­erlenda­kröfuhafa­um­ niðurfellingu­sem­rynni­til­heimila.­Erl­endir­kröfuhafar,­mest­erlendir­vogunarsjóðir,­eru­nú­ sagðir­viljugir­til­að­semja­og­skoða­ýmsar­leiðir­sem­miða­að­veru­legum­afskriftum­á­krónu- eignum­þeirra­eftir­uppgjör­bankanna.­Á­móti­kemur­hávær­krafa­um­að­nær­væri­að­lækka­ skuldir­ríkissjóðs­ef­stjórnvöldum­tekst­að­semja­við­erlendu­kröfu­hafana.­Erfitt­er­að­sjá­fyrir­ sér­hvernig­þetta­mál­fer­–­það­á­eftir­að­semja­við­erlendu­kröfu­hafana.­Ef­til­vill­verður­farin­ einhvers­konar­millileið­beggja­flokka;­sambland­af­skattafslætti­og­ beinum­niðurfellingum. 10 þEtta þaRF að gERa

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.