Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 56

Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 56
56 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 Norðurál fagnar 15 ára starfsafmæli sínu í sumar. Óhætt er að segja að félagið hafi byrjað smátt en á Grundartanga voru í fyrstu aðeins framleidd 60 þúsund tonn af áli á ári. Félagið hefur hins vegar vaxið í nokkrum skrefum sem hentar íslensku samfélagi mjög vel, segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, þar sem við höfum komið okkur fyrir á skrifstofu í húsakynnum félagsins í Skógarhlíð. Það hafa verið erilsamir tímar undanfarið og líklega eru ekki margir forstjórar með hálfbyggða verksmiðju upp á marga mill­ jarða króna á herðum sínum. Ragnar er þó furðu rólegur yfir því, segist ekki hafa nokkrar efasemdir um að verksmiðjan rísi. Þegar hann sér svip blaðamannsins dregur hann upp graf sem sýnir hvar hægt er að sækja orkuna og vitnar svo í stóriðjuskáldið Einar Benediktsson og segir „vilji er allt, sem þarf“. – Og brosir. Líklega hafa fá ef nokkur verkefni verið umtalaðri í íslensku viðskiptalífi en fyrir ­ huguð álverksmiðja í Helguvík. Norður ál hefur lagt 15 milljarða króna til verk ­ smiðj unnar, sem þó er aðeins lítill hluti heildar fjárfestingarinnar, tekur Ragnar fram. Gerðir voru samningar árið 2007 við Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykja víkur en síðan hefur ýmislegt gengið á. Mestu skiptir auðvitað bankahrunið haustið 2008. Blaðamaður hefur með reglu legu millibili undanfarin ár rætt við Ragnar um stöðuna og hugsanlega fram ­ vindu og undrast enn hve rólegur hann er yfir ástandinu. Hann tekur þó fram að hjá Norðuráli sé allt tilbúið um leið og grænt ljós fáist á framkvæmdina. Það er þó augljóst að hann er ekki ánægður með ýmsar stjórnvaldsákvarðanir og segir að slík afskipti hafi tafið fyrir. Ragnar bendir einnig á að Hitaveita Suðurnesja sé búin að ganga tvisvar í gegnum eigendaskipti um leið og félaginu hafi verið skipt upp í tvö félög. „Allt svona tefur og tekur athygli frá uppbyggingu. Betra hefði verið að upprunalegir eigendur hefðu komið verkefninu af stað áður en þeir seldu.“ Ragnar dregur ekki fjöður yfir að miklar tafir hafa orðið en hann segist vongóður um að það sjái til sólar síðar á þessu ári, það hafi verið unnið heilmikið í þessum málum undanfarna mánuði og misseri. vantar staðfestinGu á orkuafHendinGu „Norðurál er tilbúið fyrir sitt leyti að klára verksmiðjuna og hefur notið góðs stuðn ­ ings frá móðurfélaginu Century Alum­ in um, en það vantar bara staðfestingu á orkuafhendingu. Ef menn einhenda sér í að leysa það sem út af stendur getur allt verið komið á fulla ferð síðar á árinu.“ Fyrstu tveir áfangarnir í Helguvík eru um 180 þúsund tonn samtals og nota rúmlega 300 MW. Ragnar bendir á að samkvæmt nýlegum fréttum gæti verið til ónýtt orka í landinu sem nemur 100 til 200 MW eða um helmingur þess sem þarf. Þetta sé orka sem hægt er að selja strax án nokkurrar fjárfestingar. „Það þarf því ekki mikið til að komast á beinu brautina, af nógu er að taka fyrir þetta verkefni og ýmis önnur verkefni samkvæmt nýsamþykktri rammaáætlun,“ segir Ragnar. Það kemur fram hjá Ragnari að allt þetta ferli hefur orðið til þess að fjárfestar eru orðnir varari um sig og vilja nú hafa fast ara land undir fótum í samskiptum við íslensk stjórnvöld. Norðurál gerði fjárfestingarsamning við ríkisstjórnina og voru drög að fjárfestingarsamningi fyrir Helguvíkurverkefnið kláruð með fulltingi Össurar Skarphéðinssonar, þáverandi iðnaðarráðherra, í desember 2008. Þeim samningi var síðan fylgt í gegnum þingið af þáverandi formanni iðnaðarnefndar, Katrínu Júlíusdóttur. „Mér fannst það ferli ganga mjög vel og það var unnið hratt og vel í því máli,“ segir Ragnar. Málið fór að þessu loknu í gegnum ferli hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, í júlí 2009 og samn ­ ingur var síðan formlega undirritaður í raGnar GuðmunDsson Hér kemur ítarlegt viðtal sigurðar más jónssonar við ragnar Guðmundsson, forstjóra norðuráls. víða er komið við sögu. HVenær Verður HelguVík fullkláruð? framkvæmdirnar á Grundartanga. móðurfélagið Century aluminum. Hvenær verður Helguvík fullkláruð? 15 milljarðar komnir í Helguvík. raforkusamningarnir við or og Hs. ónýtt orka í landinu. kolefnisskatturinn. meðallaun hjá norðuráli 615 þús. kr. á mánuði. Heildarverðmæti álsins á Grundartanga nálægt 80 millj arðar kr. á síðasta ári. norðurál er einn stærsti skattgreiðandi landsins. lífríkið. Græn framleiðsla. briCs-löndin sterkur kaupandi. menntamál. sæstrengur. innlend útgjöld áliðnaðar 100 milljarðar á ári. 700 fyrirtæki þjónusta áliðnaðinn.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.