Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.03.2013, Qupperneq 59
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 59 „Ef menn einhenda sér í að leysa það sem út af stendur getur allt verið komið á fulla ferð síðar á árinu.“ Grænt bókHald Þessu til viðbótar er Norðurál í flokki þeirra fyrirtækja landsins sem skyldug eru til að skila grænu bókhaldi. Í því bókhaldi er að finna nákvæmar upplýsingar um endurvinnslu og förgun, auk notkunar á hráefnum. Upp á það er skrifað af sér ­ fróðum endurskoðanda. Norðurál gerir árlega samanburðarmælingar á öll um mælingum innan verksmiðjunnar. Þess ­ ar samanburðarmælingar hafa verið framkvæmdar af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Auk þess er hlutlaus aðili fenginn annað hvert ár til að gera kvörðunar ­ mæl ingar og skilgreina kvörðunarstuðla fyrir flúor, ryk, brennisteinstvíoxíð og loftflæðimælingar. Til að tryggja að meng ­ unarbúnaður sé í lagi eru stöðugar mæl ­ ing ar gerðar á styrk vetnisflúoríðs, ryks og loftflæðis í reykháfum allra þurr hreinsi ­ virkj ana. Ragnar segir að margir hér á landi átti sig ekki á því að ál­fram leiðsla falli undir það sem kallast „græn“ atvinnustarfsemi sem muni skipa afar mikilvægan sess á næstu áratugum. Í grænu hagkerfi er lögð áhersla á atvinnustarfsemi sem í senn fram leiðir vörur eða veitir þjónustu sem eru til hags bóta fyrir umhverfið eða stuðla að verndun náttúruauðlinda. Þá er ekki síður mikilvægt að gera framleiðsluferla viðkomandi starfsstöðvar umhverfisvænni og síður ágenga með tilliti til nýtingar náttúruauðlinda. „Áliðnaður hefur því hér ýmislegt fram að færa öfugt við það sem margir halda. Það átta sig ekki allir á því að frá nútímaálveri er engin hættuleg mengun ef rétt er staðið að málum, það er bara staðreynd.“ Ragnar segir að mikil framþróun hafi orðið í tækni á síðustu áratugum. Þannig nýtist til dæmis þurr­ hreinsivirki mjög til að sigta flúor í burtu enda sé hann nú endurnýttur í ferlinu enda verðmætt efni. Ragnar leggur áherslu á að hjá Norðuráli sé dregið úr myndun úrgangs eins og kost ­ ur er og allur úrgangur sem fellur til við starfsemi félagsins er flokkaður sér stak lega. „Það þarf því ekki mikið til að komast á beinu brautina, af nógu er að taka fyrir þetta verkefni og ýmis önnur verkefni, sam kvæmt nýsamþykktri rammaáætlun.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.