Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 61
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 61 15 milljarðar komnir í Helguvík Líklega hafa fá ef nokkur verkefni verið umtalaðri í íslensku viðskiptalífi en fyrirhuguð álverksmiðja í Helguvík. Norðurál hefur lagt 15 milljarða króna til verksmiðjunnar, sem þó er aðeins lítill hluti heildarfjárfestingarinnar, tekur Ragnar fram. Líklega eru ekki margir forstjórar með hálfbyggða verksmiðju upp á marga milljarða króna á herðum sínum. Ragnar er þó furðu rólegur yfir því, segist ekki hafa nokkrar efasemdir um að verksmiðjan rísi. „Líklega eru ekki marg ir forstjórar með hálfbyggða verk- smiðju upp á marga milljarða króna á herðum sínum.“ Norðurál Grundartangi Árleg framleiðsla Ár Tonn á ári Tonn frá upphafi 1998 11.079 11.079 1999 58.324 69.402 2000 57.653 127.055 2001 74.374 201.429 2002 89.949 291.377 2003 90.145 381.523 2004 92.556 474.079 2005 92.517 566.596 2006 160.343 726.939 2007 235.666 962.604 2008 272.388 1.234.993 2009 277.180 1.512.173 2010 274.641 1.786.814 2011 278.752 2.065.566 2012 284.839 2.350.405 0   50.000   100.000   150.000   200.000   250.000   300.000   1998   1999   2000   2001   2002   2003   2004   2005   2006   2007   2008   2009   2010   2011   2012   Framleiðsla  hvers  árs   Framleiðsla  á  ári  í  tonnum   síðasta ári greiddi áliðnaðurinn rúmlega 60 þúsund reikninga fyrir innlendar vörur og þjónustu, samtals að upphæð um 40 milljarðar króna, fyrir utan raforkukaup. Yfir 700 innlend fyrirtæki nutu góðs af þessu. Það er mat Samáls að afleidd störf vegna starfsemi í áliðnaði séu um 5.000. Ragnar segir að þetta samhengi hafi skort í umræðuna og margir átti sig ekki á því hve fjölbreytt starfsemi sé afleidd af áliðnaðinum. Einnig þeirri staðreynd að í lok árs 2012 störfuðu ríflega 1.500 manns í áliðnaði á Íslandi. Við þann fjölda bætast á sjötta hundrað starfsmanna verktaka sem vinna á starfssvæði álveranna. Meðal­ mánaðarlaun í geiranum eru tæpar 600 þúsund krónur. Ragnar segir að stærð álfyrir tækj­anna muni alltaf hafa áhrif á umræðuna og við því sé kannski ekki mikið að gera. „Það hefur skapast ákveðin menning hjá ákveðnu fólki að atyrða áliðnaðinn umfram aðrar starfsgreinar. Þetta fólk vill gjarnan búa til úr áliðnaðinum andstæðing sem er síður eftirsóknarverður en önnur stefna sem það telur heppilegri. Þá virðast staðreyndir ekki alltaf flækjast mikið fyrir fólki og lengi vel var umræðan um efnahagslegt mikilvægi greinarinnar frekar sérkennileg. Það var ekki fyrr en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði úttekt sína á síðasta ári sem umræðan breyttist aðeins. Þegar staðreyndirnar voru lagðar á borðið hjálpaði það fólki að skilja mikilvægi þessarar atvinnugreinar fyrir íslenskt samfélag.“ Hér vísar Ragnar í bein og óbein áhrif sem hann segir að geti vissulega vafist fyrir fólki að skilja. Þessu til viðbótar nefnir Ragnar að eignarhaldið sé gjarnan gert tortryggilegt þótt ávallt hafi verið ætlunin að stofna til erlendrar fjárfestingar af þessu tagi og um það gerðir sérstakir samningar. „Ég tel að þessi fyrirtæki hafi verið til fyrirmyndar og komið með ýmsa þekkingu og mikilvægar nýjungar inn í íslenskt samfélag, eins og í umhverfis­ og öryggismálum. Það hefur orðið bylting í öryggismálum í byggingariðnaði í kringum þennan iðnað. Öryggismál eru nokkuð sem við tökum gríðarlega alvarlega. Það sem kemur flestum nýjum starfsmönnum á óvart er hvað öryggis­ og umhverfismál eru stór þáttur í rekstri svona fyrirtækis. Þessi nálgun var alveg ný fyrir mér þegar ég byrjaði, komandi úr hefðbundnu íslensku fyrirtæki með fjölþætta starfsemi.“ álklasi oG menntunarmál Með aukinni álframleiðslu hefur myndast álklasi hér á landi þótt það sé ekki ýkja langt síðan farið var að ræða um hann sem slíkan. Hafa verður í huga að sjávar ­ útvegsklasinn hér á landi hefur byggst upp og þróast á undangenginni öld og þó er ekki langt síðan hann var settur fram á þann hátt að allir skilji og hafa verður í huga að öflugir klasar þróast á löngum tíma. Í því samhengi er álklasinn rétt að „Það hefur skapast menning hjá ákveðnu fólki að atyrða áliðn- aðinn umfram aðrar starfsgreinar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.