Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 69

Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 69
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 69 ekki að koma að heilbrigðiskerfinu, heldur eigi alfarið að reka það út frá félagslegum markmiðum. Þeir telja að hætta sé á að starfsemi einkafyrirtækja leiði til ofnot k­ un ar á þjónustunni og að einkaaðilar sem vilja lágmarka kostnað og auka afköst geti mögu lega gert það á kostnað öryggis sjúkl­ inga. Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráð­ herra skipaði ráðgjafarhóp um skipulag heil brigðisþjónustu og ráðstöfun fjár ­ muna sem kom að nokkru leyti inn á þessa þætti. Hópurinn, sem vann með ráð gjafar fyrirtækinu Boston Consulting Group, skilaði niðurstöðum sínum haustið 2011. Þar kom m.a. fram að kostnaður vegna sérgreinalækna hefði aukist um 7% frá árinu 2008 á sama tíma og útgjöld til flestra annarra þátta heilbrigðisþjónustu hefðu dregist saman. Því þyrfti að innleiða þjónustustýringu, sem einnig hefur verið kallað tilvísanakerfi, milli heilsugæslu, sérgreinaþjónustu, göngudeilda og bráða ­ móttaka sjúkrahúsa, en slíkt tíðkast að nokkru hjá nágrannaþjóðum. Jafnframt benti hópurinn á að skipulag Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þyrfti að endur­ skoða í ljósi þess að mikil óskilvirkni væri í rekstri stofnunarinnar. Má því segja að niðurstöður hópsins hafi í raun dregið fram sjónarmið bæði þeirra sem mæla með einkarekstri og hinna sem mæla gegn honum – þar var bæði sýnt fram á ákveðinn ofvöxt í starfsemi einka reknu stöðvanna vegna aukinna um ­ svifa, en einnig dregið fram óhagræði í opinberum rekstri. óvissa vegna nýs landsPítala Annað stórt mál sem tengist stjórnmálum og samspili opinberrar heilbrigðisþjónustu og einkarekinnar er fyrirhuguð bygging nýs Landspítala. Eins og kemur fram í viðtali við Kristján Guðmundsson hér annars staðar í greininni eru margir lækn­ ar á einkareknu stöðvunum uggandi um stækkun spítalans og þau áhrif sem verk efnið kann að hafa á heilbrigðismál á Íslandi. Óvissuþættirnir eru reyndar margir þegar kemur að byggingu spítalans. Fyrri áform stjórnvalda um að fá einkaaðila til að fjármagna verkefnið hafa ekki gengið eftir og því samþykktu stjórnvöld undir lok síðasta þings breytingar á lögum um byggingu nýs Landspítala sem heimila hinu opinbera að ráðast í verkefnið sem hefðbundna opinbera framkvæmd. Í athugasemdum fjárlagaskrifstofu fjár ­ mála­ og efnahagsráðuneytis um frum ­ varpið kemur hins vegar fram að í laga ­ setn ingunni felist ekki ákvörðun Alþingis um að heimila framkvæmd irn ar né veita fjárheimild til þeirra. Heildarkostnaðurinn sem í verkefninu felst er 85 milljarðar samkvæmt athugasemdunum en lækkar í 70 milljarða nettó þegar tekið er tillit til virðisaukaskattstekna af framkvæmdum og tækjakaupum. Það gerir bygginguna að „langstærsta fjárfestingarverkefni sem hið opinbera hefði nokkurn tímann ráðist í og einnig er ljóst að það gæti líka haft afgerandi áhrif á þróun rekstrarkostnaðar við heilbrigðiskerfið“ eins og segir í at­ hugasemdum fjárlagaskrifstofunnar. Þar segir jafnframt að ljóst sé „… að verkefni af þessari stærðargráðu rúmast ekki innan núverandi ríkisfjármála­ áætl unar, hvorki til skemmri tíma litið hvað varðar markmið um að ná afgangi á heildar afkomu ríkissjóðs né til lengri tíma litið hvað varðar markmið um að sá afgangur fari vaxandi og dugi til að lækka skuldabyrði hins opinbera umtalsvert, eða í a.m.k. 60% á innan við áratug“. Með öðrum orðum sé stækkun spítalans svo stórt verkefni að það setji allar áætl­ anir um lækkun skulda hins opinbera í uppnám, en skuldalækkunin er eitt mikil vægasta verkefni ríkisfjármálanna, að mati fjárlagaskrifstofunnar. Síðar í athugasemdunum segir jafnframt að til að stækkun spítalans verði að veruleika þurfi að breyta áformum um fjárfestingar hins opinbera, t.d. með samdrætti í sam­ gönguframkvæmdum eða með enn frekari tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Þarf að leita að „Plani b“? Af þessu má ráða að þótt pólitískur vilji sé vissulega fyrir hendi hvað varðar byggingu nýs Landspítala sé alls óljóst hvort ríkis­ sjóður hafi raunverulega burði til þess að ráðast í verkefnið í núverandi mynd. Það verður í það minnsta athyglisvert að sjá hversu áfjáð ný ríkisstjórn verður í að hefjast handa við byggingu nýja spítalans. Í ljósi athugasemda fjárlagaskrifstofunnar má líka velta upp þeirri spurningu hvort enn sé ef til vill ekki of seint að leita að „plani B“ í lausn á húsnæðisvanda Land ­ spítalans. Væri til að mynda hægt að setja fram lausn sem fælist í hógværari bygg ­ ingarframkvæmdum fyrir Landspítala og tilfærslum verkefna til annarra aðila, s.s. einkarekinna læknastöðva? Ekki verður hér lagt mat á hvort þetta sé raunhæfur kostur eður ei. Sé hins veg ar litið til reksturs einkareknu skurð ­ stofanna sést að þær eru færar um að framkvæma mikinn fjölda flókinna skurð ­ aðgerða sem annars hefðu endað á borði opinberra heilbrigðisstofnana. Þar hefðu þau ýmist lengt biðlista eða krafist aukins mannafla, tækja­ og húsakosts, þannig að segja má að nú þegar leysi einkareknu stöðvarnar aðstöðuvanda opinberra heil ­ brigðisstofnana. öryggismál í brennidePli Eins og nærri má geta í eins umfangsmik­ illi, mikilvægri og viðkvæmri þjónustu og læknar veita skiptir öryggi þjónustunnar miklu máli. Reglulega kemur upp um ­ ræða í þjóðfélaginu um hvort öryggi á einkareknum læknastöðvum sé ábótavant og er skemmst að minnast „brjóstapúða ­ málsins“ sem upp kom í byrjun árs 2012. Í kjölfar þess fól velferðarráðherra sérstökum ráðgjafarhópi um heilbrigðiskerfið að kanna stöðu almennings gagnvart einka­ reknum læknastofum. Hópurinn skilaði ítarlegri skýrslu í októ ber 2012 og ef marka má niður stöð ur hennar virðist ekki sem öryggi sé ábóta vant á einkareknum sjúkrastofn unum. Til að mynda berast álíka margar kvartanir vegna starfsemi Landspítala og stofa í einkarekstri, en kvartanir vegna heilsugæslunnar eru heldur færri. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að pottur sé brotinn hvað varðar aðkomu hins opinbera að þjónustunni, t.d. með því að hafa ekki gildandi samninga milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi lækna. Í niðurstöðunum segir m.a. að þannig hafi „lagaskyldum heil ­ brigðis yfirvalda nánast verið vikið til hliðar“, sem veiki réttarstöðu sjúklinga og leiði til óvissu og óöryggis meðal fólks. Því þurfi að „leita allra leiða til að samningar takist enda skylt samkvæmt lögum“, eins og segir í niðurstöðum hópsins. „Að mati þeirra sem starfa í greininni er minni yfirbygging, hag kvæmari rekstur, skjótari afgreiðsla, færri fundir, styttri boð leiðir og hraðari inn leiðing á nýjungum í læknis - meðferðum.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.