Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 74
74 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013
L
eiðtogar þurfa oftar
en ekki að taka fjölda
afdrifaríka ákvarð-
ana á hverjum degi í
sínum störfum. Þær
ákvarðanir geta haft alvarlegar
afleiðingar í för með sér fyrir þá
sjálfa og alla hagsmunaaðila;
starfsmenn, viðskiptavini, hlut-
hafa og svo mætti lengi telja.
Sá leiðtogi sem stendur föstum
fótum á jörðinni, þekkir gildi sín
og lífsreglur, veit hvað hvetur
hann áfram, byggir upp fólkið í
kringum sig og nær jafnvægi á
öllum sviðum lífs síns er sannur
leiðtogi og trúverðugur sem
slíkur.
Þess vegna fylgir fólk honum
fúslega í átt að sameiginlegri
sýn, þrátt fyrir erfiðar og stund-
um óvinsælar ákvarðanir, en
ekki af því að það á að gera
það. Slíkur leiðtogi nær meiri
árangri en hinir „hefðbundnu“
leiðtogar sem krefjast fylgis í
skjóli stöðu sinnar og setja eigin
hag framar hag heildarinnar.
Byggt á reynslunni
Eins og svo oft tíðkast í bókum
sem þessum þá ræddu höfund-
ur og meðhöfundur hans við
125 þekkta og reynda leið-
toga um leiðtogahlutverkið og
hvað reynst hafði þeim best í
vegferð þeirra sem forystumenn
fyrirtækja. Það er út frá þessum
samtölum sem dregin eru sam-
an lykilatriði bókarinnar sem
kristallast í Fimm lykilþáttum
sannrar forystu (sjá mynd).
Þessir leiðtogar sem deildu
reynslu sinni eru engir aukvisar
og sagan af leið þeirra í átt að
því að verða sannir leiðtogar
er sögð í bókinni. Þessar sögur
eru persónulegar og einlægar
og fjalla oftar en ekki um mistök
þeirra og hvað þeir lærðu af
þeim. Þeir sem sögu sína segja
eru meðal annarra Warren Benn-
is, sir Adrian Cadbury, George
Shultz (fyrrverandi utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna), Charles
Schwab, Anne Mulcahy
(Xerox), Howard Schultz (Star-
bucks), Dan Vasella (Novartis),
Carol Tome (Home Depot),
Alan Horn (Warner Brothers)
og Ann Moore (Time, Inc.).
Sögur þessara sterku leiðtoga
ljá bókinni persónulegra gildi
og gera hana aðgengilegri og
skýrari en annars hefði verið.
Eins og svo oft hefur verið sagt
í þessum greinaflokki eru það
dæmin sem sanna að aðferðirn-
ar virka.
Hinn fullkomni leiðtogi
Þrátt fyrir sögur þessara þekktu
leiðtoga leggur höfundur áherslu
á að enginn geti verið sannur
og trúverðugur leiðtogi með
því að herma eftir öðrum. Hinn
fullkomni leiðtogi er ekki til. Því
verður enginn fullkominn leið-
togi með því að reyna að apa
eftir öðrum. Sanni leiðtoginn er
sá sem finnur sinn tilgang sem
leiðtogi, fylgir honum byggt
á gildum sínum og tekur því
óvinsælar ákvarðanir en nýtur
engu að síður fylgis vegna þess
að hann er trúr sannfæringu
sinni. Það er því ekki hægt að
haka við lista einkenna leiðtoga
og segja „ég hef þessi einkenni
til að bera – ég er leiðtogi“.
Málið er flóknara en svo. Í
ljósi þessa setur höfundur fram
fjögur lögmál um leiðtoga. Höf-
undur kallar lögmálin ný lögmál
en ekkert er nýtt undir sólinni.
Í Appollóhofinu í Delfí er ritað „þekktu sjálfan þig“. Um aldir hefur ýmislegt
verið lagt út frá þessum fleygu orðum, meðal annars það að nauðsynlegt
sé fyrir leiðtoga að þekkja sjálfa sig til að geta komið fyrir sem ósviknir
leiðtogar og þannig náð enn meiri árangri en ella. Kastljósinu er beint að
þessum þætti í leiðtogaþróuninni í bókinni True North eftir Bill George.
TexTi: unnur valborG HilMarsdÓTTir
unnur valborg hilmarsdóttir
stjórnendaþjálfari hjá vendum
„Þessir leiðtogar sem
deildu reynslu sinni
eru engir aukvisar og
sagan af leið þeirra
í átt að því að verða
sannir leiðtogar er
sögð í bókinni.“
bækur
Bókin True North eftir Bill George:
Vertu þú sjálf(ur)
Höfundurinn Bill George.