Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 81

Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 81
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 81 brenna næst fótum þess. Þann- ig eru það oft verkefni dagsins í dag eða þeir sem hrópa hæst sem fá mesta athygli, til dæmis krefjandi viðskiptavinir. Þeir nefna líka að áætlanir og mælingar á árangri, sem eiga að halda okkur við efnið, hafi til- heigingu til að verða of tímafrek og kalla á of mikla skriffinnsku. Það valdi því að önnur mikilvæg verkefni tefjist eða falli niður. Stundum eru daglegu verkefnin svo krefjandi að engin orka er eftir til að líta upp og velta fyrir sér hvað er að gerast í kringum okkur, hvort við erum á réttri leið til lengri tíma litið. Þessu til viðbótar má nefna það að menn geta orðið svo uppteknir af því að fylgjast með aðgerðum og áformum keppinautanna að þeir missa sjónar á því hvert þeirra eigin skúta siglir. Það er ekki sjálfgefið að allar aðgerðir keppinauta feli í sér raunveru - legar ógnanir og að bregðast þurfi við þeim. Fimm lykilspurningar til að meta árangur Simons og Dávila ráðleggja stjórnendum að greina vel aðstæður, þekkja lykilárang- urs þætti og vera meðvitaðir um hvað raunverulega skiptir mestu máli til að ná árangri. Þeir leggja til að stjórnendur velti fyrir sér eftirfarandi fimm spurningum: 1. Vitum við hvaða tækifæri það eru sem við eigum að líta fram hjá? – Það er ekki hægt að grípa öll tækifæri sem birtast. Það er þess vegna ekki nóg að skilgreina aðeins hlutverk, framtíðarsýn og gildi fyrirtækisins. Markmið þurfa að vera skýr og áætlun um að - gerðir þarf að liggja fyrir, vera fram kvæmanleg og öllum kunn sem að málinu koma. Hverju á að sækjast eftir? hvað á að láta eiga sig? Hvaða viðskipti ætlum við að sækja? Hvaða viðskipti megum við alls ekki missa? Hvaða vörur má aldrei vanta? 2. Veljum við okkur mæli­ kvarða á réttum forsendum? – Það er fullkomlega rökrétt að skilgreina árangursmæli- kvarða sem tengjast stefnu fyrirtækisins. Það er aftur á móti vandi að greina á milli hvað er áhugavert að mæla og hvað er nauðsynlegt að mæla. Allt of oft verða mælikvarðarnir of margir og óljóst hver ber ábyrgð á hverju og hvað skiptir meira máli en annað. Lykilatriði er að beina athyglinni að þeim mæli- kvörðum og þáttum sem helst geta komið í veg fyrir árangur og að markmið náist. 3. Þekkja stjórnendur lykilmælikvarðana frá öðrum mælikvörðum? – Eins og áður segir hættir mönnum til að búa til of marga árangursmæli- kvarða án þess að tilgangurinn sé augljós. Meginreglan ætti að vera sú að enginn beri ábyrgð á fleiri mælikvörðum en hann getur lagt á minnið. Góð þumalputtaregla er að miða við töluna sjö. Sjö virðist hin gullna tala til að muna. Rauður þráður og samhengi þarf að vera í öll um mælingum þó að ekki séu allar deildir eða allir stjórnendur að horfa á nákvæmlega sömu mælingarnar. 4. Erum við að drukkna í of mikilli skriffinnsku og skipulagningu? – Það er ekki óalgengt að á hverju hausti fari stór hluti af tíma stjórnenda í að vinna að rekstraráætlunum fyrir næsta ár og stundum nokkur ár fram í tímann. Fundir, skýrslur og minnisblöð, samn- ingaviðræður, ákvarðanataka, uppfærsla á upplýsingum þegar forsendur breytast. Allt tekur þetta tíma. Er öruggt að í öllum þessum tíma felist raun- veruleg verðmætasköpun, eða væri honum ef til vill betur varið í önnur verkefni? 5. Eru örugglega allir að horfa í sömu átt ogforstjórinn? – Stjórnendur gera starfsfólkinu ljóst með gjörðum sínum og fordæmi hvað það er sem skipt- ir mestu máli. Orðin mega sín lítils ef aðgerðir fylgja ekki með. Samhljómur æðstu stjórnenda er lykilatriði. Þeir þurfa að tala einu máli og vera samstiga. Þeir þurfa líka að vanda sig þegar kemur að samskiptum við starfs- fólkið. Það ætti ekki að verja dýrmætum tíma í samskipti um það sem segir sig sjálft frá degi til dags. Heldur ræða um það sem er að breytast og hefur áhrif á hvernig við vinnum verkin. Gefum okkur tíma til að ræða um það augliti til auglitis, á öllum stigum starfseminnar, við millistjórnendur og alla aðra starfsmenn. Annað má senda sem tölvupóst eða birta á innra neti eða í fréttabréfinu. Það sem stuðlar að góðri arðsemi stjórnunar: 1. Vita hvaða tækifærum á að líta framhjá. 2. Velja árangursmælikvarða á réttum forsendum. 3. Þekkja og muna lykilmæli- kvarðana. 4. Varast of mikla skriffinnsku og ofurskipulagningu. 5. Tryggja að allir horfi í sömu átt og forstjórinn. Til að tryggja hátt ROM Í tíma stjórnenda felast mikil verðmæti og því skiptir það öllu máli að halda einbeitingu og senda skýr skilaboð. Afrakstur af orku stjórnenda og starfs- fólksins nær hámarki þegar allir hafa skýra sýn og skilning á stefnu fyrirtækisins. Stjórnendur bera ábyrgð á því að skapa þennan skilning og það geta þeir gert bæði með orðum og gjörðum. Að greina á milli þess sem fólk á að vera að gera og þess sem það á ekki að vera að gera er lykilatriði. Kannski er til of mikils mælst að það náist að beisla alla orku á jákvæðan og uppbyggilegan hátt til aukinnar framleiðni. En það er ekki óraunhæft að ætla að í flestum fyrirtækjum séu tækifæri til að bæta arðsemi stjórnunar með því að veita at- hygli þessum fimm spurningum sem þeir Simons og Dávila benda á. Það mun ekki endilega þýða það að stjórnendur hafi meiri tíma, en það eru góðar líkur á að honum verði betur varið. Kannski verða þá til fleiri góðar sögur að segja og fleiri smáir og stórir sigrar til að fagna. „Það er ekki sjálf­ gefið að allar að­ gerðir keppinauta feli í sér raunveru ­ legar ógnanir og að bregð ast þurfi við þeim.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.