Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 84
84 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013
til að draga kjarkinn úr kaup
end um. Hugsanlega þarf að
kafa dýpra til að skilja stöðuna.
„Væntingar um bættan efnahag
eru númer eitt, tvö og þrjú og
tiltrú fólks á framtíðina verður
að vera meiri og bjartari,“ segir
Erna Gísladóttir, forstjóri BL.
Bílgreinin hefur mátt þola
upp undir 90% samdrátt í sölu
undanfarin ár en nýskráningar
bíla fóru úr um það bil 20.000
bílum niður í 3.000 bíla árið
2009. Í kjölfarið varð mikil upp
stokkun í greininni sem tók tvö
til þrjú ár.
Eftir þennan mikla samdrátt
2008 töldu menn sig loksins
sjá vonarglætu á síðasta ári. Þá
seldust tæplega 7.900 nýir bílar
til einstaklinga og fyrirtækja og
8.300 bílar séu sendibílar taldir
með.
„Það þarf að gera margt til að
örva markaðinn, það sem af er
þessu ári hefur sala á nýjum
bílum til almennings dregist
saman en sala var að meðaltali
84 bílar á viku í fyrra en er í ár
79. Þetta hljómar ekki mikið
en er samt í ranga átt,“ segir
Erna Gísladóttir og bætir við:
„Kaupmáttur verður að aukast.
Fólk þarf að hafa meira eftir
um mánaðamót eða alla vega
væntingar um betri tíð, t.d.
að aukin yfirvinna bjóðist eða
hærra kaup fyrir sömu vinnu.
Fyrirtækin þurfa líka að fá bætt
rekstrarumhverfi, t.d. með því
að lækka tryggingargjaldið.“
Margir benda einnig á að
ýmislegt hafi orðið til að rugla
kaupendur, tíðar reglu gerða
breytingar og tíðar verð breyt
ingar. Þannig hækk uðu flest
umboð verð bíla sinna um
ára mótin en í apríl fóru hækk
anir að ganga til baka enda
hafði krónan þá styrkst um
11% frá áramótum. Bílasalar
segja að tíðar verðbreytingar
rugli kaupendur og geri þá
óörugga. Væntanlega mun þó
lækk unin ýta við mörgum enda
miðlungsbílar að lækka um allt
að hálfri milljón króna. Þetta
sýnir glöggt hve miklu máli
þróun krónunnar skiptir fyrir
afkomu greinarinnar.
Bjargar ferða þjón
ustan bílgreininni?
Áðurnefndar tölur benda ekki
til neinnar metsölu og eru
tals vert undir því sem áætluð
endur nýjunarþörf segir til um.
En samt í áttina. Af þessum
7.900 bílum sem seldust til
ein staklinga og fyrirtækja á
síðasta ári seldust 3.500 bílar
til bílaleigna sem voru óvenju
fyrirferðarmiklar á síðasta ári.
Það er vissulega vitnisburður
um þann þrótt sem einkennir
ferðaþjónustuna, nánast eina
atvinnugreina í landinu.
Breytingar á vörugjöldum um
áramótin gerðu bílaumboðin
hins vegar áhyggjufull um það
hvernig málin myndu þróast
í ár. Sumir óttuðust verulegan
sam drátt hjá bílaleigunum en
það virðist ekki ætla að ganga
eftir.
Kristinn G. Bjarnason, fram
kvæmdastjóri hjá Toyota, segist
greina áfram sterka þörf hjá
bílaleigunum og á ekki von
á miklu falli frá síðasta ári.
Hugsanlega seljast um 2.900 til
3.000 bílar til bílaleigna, sem
væri ekki mikil breyting. Í því
sambandi er vert að benda á
að talsvert er um að fyrirtæki
nýti sér bílaleigubíla, í lengri
eða skemmri tíma. Sá markaður
getur auðveldlega breyst ef
rekstrar umhverfi fyrirtækja
breytist.
aukin áhrif stýri
vaxta Seðla
bank ans
Fáar greinar eru næmari fyrir
hagsveiflu og óvissu í hag kerf
inu en bílgreinin. Egill Jó hanns
son, forstjóri Brim borgar, segir
að íslenska bíla markaðnum megi
skipta í tvennt; bílaleigubíla og
al mennan markað fyrirtækja og
ein staklinga.
„Vöxtur er á bílaleigumarkaði
en frá mars hefur orðið vart
við samdrátt. Líklegar ástæður
fyrir tregari markaði eru óvissa
vegna kosninga, aukið aðhald
Seðlabankans með hækkandi
vöxtum og almennt þrengra
í búi þar sem hagvöxtur og
einkaneysla er minni en búist
hafði verið við. Líklega hafa
að gerðir Seðlabankans til að
auka aðhald í hagkerfinu mun
hrað ari áhrif en bankinn reikn
ar með og hraðari en áður hefur
sést. Ástæðan fyrir því er að nú
er ekkert aðgengi í erlend lán
og fleiri og fleiri hafa snúið sér í
óverðtryggða vexti og því virka
stýrivextir Seðlabankans mun
hraðar,“ segir Egill.
Þeir sem á annað borð treysta
sér til að spá telja að bílasala
aukist á þessu ári og fari úr
8.300 bílum upp í um 9.000 nýja
bíla. Það jafngildir 8% aukn
ingu frá síðasta ári. Fyrstu þrjá
mánuði ársins virtist þetta ætla
að ganga eftir en þá jókst sala
bíla til einstaklinga um 9% og
auk þess hafa bílaleigurnar
verið fyrirferðarmeiri en menn
héldu að þær yrðu. Þetta er þó
viðkvæmt ástand en það mátti
vissulega greina þær
væntingar hjá bílaumboð un
um að eftir kosn ingar færi sala
af stað, ein fald lega vegna þess
að þá væri óvissu aflétt.
bÍLar
„Væntanlega mun
þó lækkunin ýta við
mörgum enda mið l
ungsbílar að lækka
um allt að hálfri
milljón króna. Þetta
sýnir glöggt hve
miklu máli þróun
krón unnar skiptir
fyrir afkomu grein
ar innar.“
gReiða Þarf MeiRa
á miLLi en áðuR
Fólk fær minna en áður fyrir gamla bílinn og þarf að greiða meira á milli en
áður. Þetta er ein af ástæðum
þess að margir doka við áður
en þeir kaupa nýjan bíl. Úlfar
Hinriksson, fram kvæmda stjóri
Suzuki- umboðs ins, tekur undir
þetta. Hann bend ir á að fólk
hafi frestað því að endurnýja
bílinn og aki því gjarnan um á
sex til sjö ára gömlum bíl, fólk
sem gjarnan hafi endurnýjað
bíl sinn á þriggja ára fresti
áður fyrr. Úlfar rakti dæmi um
það hvernig aðstæður hefðu
breyst: Fyrir bankahrun hefði
nýr bíll kostað þrjár milljónir
og fólk getað endurnýjað
hann með milljón króna milli-
gjöf. Núna kostar sami bíll sex
milljónir og milligjöfin fjórar
milljónir. Þarna þurfi fólk að
reiða fram þremur milljónum
króna hærri upphæð en áður
fyrir sama bíl. Það sé eðlilegt
að slíkt standi í kaupendum.
Bílasölum verður tíðrætt
um að fólk keyri bíla sína
leng ur og því líði lengri tími á
milli endurnýjunar. Þess séu
jafn vel dæmi að menn kjósi
að keyra bíla sína út og þá
gjarnan fólk sem áður endur -
nýjaði bílinn með reglulegu
millibili. Það leiðir af sjálfu
sér að þegar reynir loksins
á verðmæti gamla bílsins er
hann mun verðminni en áður.
Kaupandi þarf að punga út
hærri upphæð loksins þeg -
ar endurnýjun verður ekki
umflúin. „Það kemur á marga
þegar þeir fá að heyra hvað
þeir fá fyrir gamla bílinn,“
segir Úlfar.
Þeir sem keyptu nýjan bíl fyrir bankahrun á t.d. um þrjár milljónir gátu
endurnýjað hann með um milljón króna milligjöf. Núna kostar sami bíll
um sex milljónir og milligjöfin er fjórar milljónir. Eðlilega hefur slíkt áhrif.