Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 87
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 87
Þ
ví miður hefur smátt og smátt
verið nokkuð þrengt að þessum
ferðamáta, oft á tíðum án nægi-
lega sterkra raka. Sem dæmi
má nefna lokanir á Vikrafellsleið
og Vonarskarði innan þjóðgarðs Vatnajök-
uls. Þetta eru fáfarnar leiðir og akstur á
þeim þarf ekki að valda neinu tjóni á nátt-
úr unni,“ segir Þrándur Arnþórsson, eigandi
4x4OffRoads.com og framkvæmdastjóri
Akstursíþróttasambands Íslands.
Þrándur nefndi nokkur atriði sem geta
haft neikvæð áhrif á jeppaferðir og
ástæða er til að hafa áhyggjur af:
Fjölgun jeppa kallar á aukinn áróður
og eftirlit en Íslendingar vilja upplifa
landið og stunda útiveru á eigin for-
sendum.
Erlendir ferðamenn sem koma á
mikið breyttum jeppum eða jafnvel
stórum trukkum virðast ekki fá nægilega
fræðslu um ábyrga umgengni við landið.
Ný náttúruverndarlög hafa ekki verið
unnin í nægu samráði við ýmsa útivis-
tarhópa.
Evrópulög gera ráð fyrir mun meiri
skerðingu ferðafrelsis og hætt við að
jeppaferðir utan vega yrðu alveg bann-
aðar ef ekki er samið sérstaklega um
það.
Að sögn Þrándar hefur þekkingin sem
hefur verið byggð upp í breytingum á jepp-
um gert björgunarsveitum og yfirvöldum
mögulegt að aðstoða ferðamenn og bjarga
sjúklingum og slösuðum.
„Það sem flestir jeppamenn vilja er að
halda í ævintýraljóma hálendisferða; takast
á við óblíð öfl náttúrunnar, grófa vegi og
válynd veður. Vegir sem eru nánast ósýni-
legir í landslaginu og hafa verið notaðir
í áratugi gera Ísland að ævintýralandi
– ímynd sem ferðaþjónustan á að halda
áfram að byggja á,“ sagði Þrándur.
Margir jeppamenn óttast að sérstaða
lands ins á þessu sviði bílgreinarinnar
hverfi. Hvað sem hæft er í því hefur heldur
dregið úr markaði með breytta jeppa, utan
þess sem beinlínis gagnast ferða þjón ust -
unni beint.
Jeppinn sem slíkur hefur heldur gefið
eftir á Íslandi eftir bankahrun. Hugsanlega
breytist það þegar bílar taka að seljast aftur
í þeim mæli sem við eigum að venjast.
Umferðaröryggi:
ótrÚleG breytinG
á slysatíðni
Þegar slys eru annars vegar má segja að árið 2012 hafi verið mjög gott í flesta eða alla staði. Það staðfestir þann góða árangur
sem hefur náðst á síðustu árum í um
ferðar öryggismálum á Íslandi og bera
tölur ársins 2012 þess glöggt vitni. Fjöldi
lát inna árið 2012 var níu, sem er um 28 á
hverja milljón íbúa, sem er með því allra
lægsta sem gerist í heiminum.
Síðastliðin fimm ár (20082012) hafa 58
látist í umferðarslysum á Íslandi en næstu
fimm ár þar á undan (20032007) létust
111 með sama hætti. Er þetta um 48%
fækkun. Alvarlega slösuðum fækkar á
milli ára úr 154 í 136 eða um 12% fækkun.
Lítið slösuðum fækkar einnig talsvert, úr
1.063 í 899 (15%). Í heild fækkar látnum
og slösuðum úr 1.229 í 1.044 eða um 15%.
Hugsanlega tengist þetta minni umferð
eftir hrun en einnig hefur umferðarhraði
minnkað, bílar orðið öruggari og vega
kerfið batnað.
Látnum í umferðinni hefur fækkað á
undan förnum árum.
Þrándur Arnþórsson, eigandi 4x4OffRoads.com
og framkvæmdastjóri Akstursíþróttasambands
Íslands.