Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 95

Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 95
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 95 „Nokkrir þekktir leik­ stjórar hafa leik stýrt Superman­kvikmynd­ um, má þar nefna Rich­ ard Donner, Richard Lester, Sidney J. Furie og Bryan Singer.“ sem Superman er tiltölulega óþekktur breskur leikari, Henry Cavill, sem fæddist á eyju rétt undan strönd Frakklands. Þegar Cavill var sautján ára og farinn að fá áhuga á leiklist fékk hann hlutverk í The Count of Monte Christo þar sem Jim Caviez el lék greifann. Í kjölfarið fylgdu hlutverk í breskum sjónvarpsþáttum og síðustu ár hefur hann meðal annars leik ið í kvikmyndunum Tristan & Isolde (2006), Red Riding Hood (2007), Stardust (2007), Thesus (2011) og The Cold Light of Day (2012) þar sem mótleikarar hans voru Bruce Willis og Sigourney Weaver. Aðalvinna hans hefur samt verið í bresku sjónvarpsser- íunni The Tudors (2007-2010). Þess má geta að Henry Cavill var á lista yfir þá sem komu sterklega til greina að leika Superman í Superman Re­ turns en tapaði á lokasprett in- um fyrir Brandon Routh. Auk Russells Crowes eru nokkrir frægir leikarar í hlut - v erk um í Man of Steel. Diane Lane og Kevin Costner leika fósturforeldra hans og Amy Adams lekur Lois Lane. Laur- ence Fishburne og Michael Shannon eru einnig í lykilhlut- verkum. Nokkrir þekktir leikstjórar hafa leikstýrt Superman-kvikmynd- um, má þar nefna Richard Donner, Richard Lester, Sidney J. Furie og Bryan Singer. Í þetta skiptið er það Zack Snyder sem leikstýrir Man of Steel. Snyder hóf feril sinn með Dawn of Death (2004). Næst kom 300, sem er hans vinsælasta kvikmynd, en fastlega má búast við að breyting verði þar á þegar Man of Steel verður tekin til sýningar. Aðrar kvik- myndir hans eru Watchman (2009), teiknimyndin Legend of the Guardians: The Owls of Ga’Hoole (2010) og Sucker Punch (2011). Sjö­leikarar­hafa­leikið­ Superman Í árdaga sjónvarpsins árið 1948 var gerð fimmtán þátta sería um Superman. Áður hafði hann komið fram í útvarpsþátt- um. Sá sem fenginn var til að leika Superman hét Kirk Alyn. Hann hafði leikið smáhlutverk á Broadway og tekið þátt í ýms- um gamansýningum á sviði. Ekki varð sjónvarpsþáttaröðin til að auka vinsældir hans og hvarf hann aftur til fyrri starfa í nokkur ár og hætti síðan í leiklistinni. Næsti Superman, George Reeves, er öllu frægari þótt frægð hans sé ekki eingöngu Super man að þakka, heldur einu dularfyllsta sakamáli í Holly wood, sem gerð voru skil í kvik myndinni Hollywoodland, en þar lék Ben Affleck Reeves, sem framdi sjálfsmorð eftir því sem opinbera lögregluskýrslan segir, en margir voru á því að hann hefði verið myrtur. Aldrei hefur komist á hreint hvort um morð var að ræða eða sjálfs morð, en það sem þótti benda til morðs var að Reeves hélt við eiginkonu valdamikils kvikmynda framleiðanda í Holly wood. George Reeves lék Superman í 104 sjónvarpsþátt - um og þótti standa sig vel. Sá fyrsti var sýndur 1951. Christopher Reeve smell- pass aði síðan í hlutverk Super mans og lék hetjuna í fjórum kvikmyndum á tímabil- inu 1978 til 1987, sem allar urðu mjög vinsælar. Þegar hann dró sig í hlé var aftur kom ið að sjónvarpinu og tvær sjón varpsseríur komu í kjölfarið á vinsældum kvikmyndanna. Síðustu árin sem Christopher Reeve lifði var hann lamaður frá hálsi eftir að hafa dottið af hestbaki, en hann sýndi mikið æðruleysi og kom oft fram í vinsælum þáttum í sjónvarpi. Hann lést 1995, aðeins 52 ára að aldri. Sjónvarpið tók sem sagt við og í fyrri seríunni Lois and Clark: The New Adventures of Superman var það Dean Cain sem lék blaðamanninn Clark Kent og Teri Hatcher (Að þrengdar eiginkonur) lék Lois. Naut serían vinsælda og var sýnd í fjögur ár. Þá var komið að ungum Superman í sjónvarpsseríunni Small­ ville sem gekk í bandarísku sjónvarpi 2001 til 2011 og hafa báðar þessar þáttaraðir ratað í íslenskt sjónvarp. Tom Welling heitir leikarinn sem lék ungan Superman öll árin sem serían var sýnd. Sjötti Superman-leikarinn var síðan Brandon Routh, sem þótti standa sig ágætlega í Super­ man Returns frá 2006 og voru margir hissa á að Routh skyldi ekki vera valinn aftur í hlutverk Supermans í Man of Steel. Ástæðan er fyrst og fremst sú að aðrir framleiðendur voru komnir til sögunnar og vildu nýjan og ferskan leikara og völdu því Henry Cavill, sem svo á eftir að sanna sig en stiklur úr myndinni lofa góðu fyrir hans hönd og aldrei að vita nema hann fái að endurtaka leikinn. Segja má að bæði Brandon Routh og Henry Cavill hafi þó fyrst og fremst verið ráðnir vegna þess að þeir minna á Christopher Reeve, sem enn þann dag í dag er konungur- Superman-leikaranna. Christopher Reeve lék Superman í fjórum kvikmyndum og er sá leikari sem hefur notið mestra vinsælda í hlutverkinu. Russell Crowe og Diane Lane í hlutverkum foreldra Supermans sem senda hann til jarðarinnar. Lois Lane er ómissandi persóna í Superman-kvikmyndunum. Í Man of Steel er það Amy Adams sem leikur hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.