Bæjarins besta - 29.03.2007, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 19
Horfur á föstudag: Suðlæg átt og fremur hlýtt í veðri.
Vætusamt, einkum S- og V-lands. Horfur á laugardag:
Suðlæg átt og fremur hlýtt í veðri. Vætusamt, einkum S-
og V-lands.. Horfur á sunnudag: Suðlæg átt og fremur
hlýtt í veðri. Vætusamt, einkum S- og V-lands. Horfur á
mánudag: Suðlæg átt og fremur hlýtt í veðri.
Helgarveðrið
Sælkeri vikunnar er Þórarinn Ólafsson á Ísafirði
Veislumatur
og alþýðuréttur
Sælkeri vikunnar býður upp
á tvo rétti, saltfisksrétt sem
hann segir að sé veislumatur
og Chilli-Lasagna sem er al-
þýðuréttur. „Ég er nú engin
ofsa kokkur en get þó bjargað
mér af og til í eldhúsinu. Yfir-
leitt eru mínir réttir einfaldir
og fljótlegir“, segir Þórarinn.
Hann mælir með að að bera
fram með saltfisknum soðnar
kartöflur, ferskt salat, eðal-
hvítlauksbrauð og síðast en
ekki síst gott hvítvín. Með
Chilli-Lasagnaréttinum segir
hann að nauðsynlegt sé að
hafa hvítlauksbrauð fátæka
mannsins (þverskorið ristað
brauð með smjöri og hvít-
laukssalti) og kók.
Réttur 1. Saltfiskur
(veislumatur)
Hráefni:
Notið eðal-saltfisk hnakka
úr þorski
Beikon, möndlu-flögur,
valhnetur, heslihnetur og
rúsínur
Magn:
Magnið fer að sjálfsögðu
eftir því hve margir eru í mat
hverju sinni. Hinsvegar má
endalaust narta í þennan rétt
þrátt fyrir að hann sé orðin
kaldur og því óhætt að hafa
þetta ríflegt. Sjálfsagt er að
nota 4-6 hnakka (800-1200g),
eitt til tvö bréf af beikoni, hálf-
an til heilann pakka af möndl-
um og hnetum og rúsínur eftir
smekk.
Aðferð:
Veltið hnökkunum upp úr
hveiti og steikið með ólífuolíu
á heitri pönnu þangað til að
báðar hliðar eru orðnar nett
gylltar. Setjið þá hnakkana í
eldfast mót og inní ofn á
180°C næstu 10-15 mínúturn-
ar. Á meðan hnakkarnir gera
sig klára í ofninum þá takið
þið beikonið, möndlurnar og
hneturnar og ,,svissið” á
pönnu. Rúsínurnar fara á
pönnuna þegar búið er að
,,svissa” hitt hráefnið í ca. 5-6
mín. Þegar hneturnar eru orðn-
ar vel ristaðar er tímabært að
bera réttinn fram.
Réttur 2. Chilli-Lasagna
(alþýðuréttur)
Hráefni og magn:
Pakki af venjulegu Lasanga
2 grænar og góðar paprikur
4 litlir laukar
500-600g af nautahakki
2 dósir af heilum niður-
soðnum tómötum
1 dós af tómatpúrru
Aðferð:
Svissið paprikuna og lauk-
inn á pönnu með ólífuolíu á
góðum hita. Þegar grænmetið
er orðið vel lint takið þið það
af pönnunni og setjið nauta-
hakkið á pönnuna. Brúnið
hakkið og kryddið vel með
chilli dufti (ca. hálf dós) bætið
tómötunum og tómatpúrrunni
saman við hakkið. Þegar las-
anga sósan/súpan (sem fylgir
með í pakkanum) er orðin klár
þá setjið þið hakkið og græn-
metið saman við hana og látið
malla saman í 4-5 mínútur.
Að lokum hellið þið þessu í
eldfast mót ofan á lasanga
plöturnar, gerið 3-4 lög. Setjið
svo inní ofn á 220°C í 25
mínútur. Takið þá mótið út og
setjið vel af osti yfir. Aftur
inní ofn í 10 mínútur í viðbót,
eftir þann tíma ætti rétturinn
að vera tilbúinn. Á meðan las-
anga er að klára sig í ofninum
er tilvalið að nota tímann og
vaska upp og taka til í eldhús-
inu.
Ég skora á Bergljóti Hall-
dórsdóttir á Ísafirði sem
næsta sælkera enda veit ég
fyrir víst að þar er á ferðinni
kona sem lumar á mörgum
snilldar uppskriftum.
Auður Yngvadóttir og Ólína Þorvarðardóttir á námskeiðinu við Kröflu.
Ísfirska björgunarhunda-
sveitin við æfingar á Kröflu
Þrír ísfirskir unghundar hafa
nú fengið vottun sem efnilegir
björgunarhundar með C-gráðu
á vetraræfingu Björgunar-
hundasveitar Íslands sem fór
fram við Kröflu sl. viku.
Hundarnir sóttu námskeiðið
ásamt eigendum sínum sem
sjá um þjálfun þeirra, en þau
eru: Auður Yngvadóttir með
Border-Collie hundinn Skímu,
Ólína Þorvaðardóttir með dal-
matíuhundinn Blíðu og Ágúst
Hrólfsson með Rottweiler-
hundinn Balta. Á námskeið-
inu tók Auður Yngvadóttir
ennfremur réttindi sem leið-
beinandi við þjálfun björgun-
arhunda.
Markmið vetraræfingar af
þessu tagi er að þjálfa og taka
út björgunarhunda í snjóflóða-
leit og björgun við vetrarað-
stæður. Hundarnir eru æfðir
og prófaðir í svokölluð A, B
og C- próf. A og B próf eru
vottun um að hundur sé tækur
á útkallslista, C-próf er vottun
um að hundur sé hæfur sem
björgunarhundur og tækur til
þjálfunar fyrir B-próf.
Námskeiðið sóttu félagar í
björgunarhundasveitum alls-
staðar að af landinu, samtals
24 leitarteymi. Þar af voru sex
leitarteymi af Vestfjörðum.
Auk Ísfirðinganna fóru frá
Patreksfirði: Bríet Arnardóttir
með Skutlu (A-próf), Þröstur
Reynisson með Lassa (A-end-
urmat) og Smári Gestsson
með Skyttu (unghund án
gráðu).
Ísfirsku teymin eru meðlim-
ir í Björgunarfélagi Ísafjarðar
og fá þaðan aðstoð við þjálf-
unina. Þeir hundar sem nú
tóku C-próf hafa verið í þjálf-
un frá því í sumar og æft 1-
2svar sinnum í viku. Næst á
döfinni er að halda helgarnám-
skeið hér fyrir vestan, til þess
að taka út og votta þá hunda
sem ekki áttu heimangengt að
þessu sinni.
Það eru fjórir Border-Collie
hundar. Frá Ísafirði eru: Skvísa
Harðar Sævars Harðarsonar,
Tinni Jónu Dagbjartar Guð-
mundsdóttur og Patton Skúla
Bergs og frá Patreksfirði Goði
Ingþórs Keranssonar.
– annska@bb.is
Tíkin Blíða finnur mann í snjóholu.
Straumur í gegnum slippinn
Nóg er að gera í slippnum Skipanausti á Ísafirði. Verið er að leggja lokahönd á Unu SU 3,
en verið var að breyta bátnum svo hann henti betur sem krókakerfisbátur, en það felst t.d.
í því að sett er í hann ný beitningarvél. Að því loknu mun Una halda til Breiðdalsvíkur,
þaðan sem hún verður gerð út. Á brautinni utan dyra er Gunnvör ÍS 53 en hana er verið
að gera klára til humarveiða er hún heldur á til Vestmannaeyja í maí. Gunnvör var smíðuð
á Ísafirði árið 1979 og hét hún upprunalega Hilmir ST, en síðast bar hún nafnið Bryndís
ÍS. Í slippnum er einnig tvíbyttna í eigu HG sem nota skal við þorskeldi fyrirtækisins.