Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.03.2007, Qupperneq 20

Bæjarins besta - 29.03.2007, Qupperneq 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Bolvísku fyrirtækin Særaf ehf. og Roland ehf. hafa verið sameinuð Netheimum ehf. á Ísafirði undir nafni Netheima. Tilgangurinn er að búa til stærri og öflugri rekstrarein- ingu sem er betur í stakk búin til að takast á við fleiri og fjölbreyttari verkefni. Særaf ehf. er í eigu Guðbergs Arn- arssonar rafeindavirkja, en fyrirtækið hefur m.a. sinnt þjónustu við skipaflota Vest- firðinga á sviði siglinga- og fjarskiptatækja. Guðbergur verður starfsmaður og hluthafi í Netheimum og mun áfram sinna þjónustu sem Særaf hafði með höndum auk ann- arra verkefna. Roland ehf. er tölvuþjón- ustufyrirtæki í Bolungarvík en eigandi þess er Roland Smelt tölvunarfræðingur. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í almennri tölvuþjónustu til fyrirtækja og einstaklinga. Roland Smelt verður starfsmaður og hluthafi í Netheimum og mun sinna fjölbreyttum verkefnum fyrir fyrirtækið. Netheimar ehf. var stofnað árið 2002 og hefur rekið tölvu- þjónustu og verslun á Ísafirði ásamt annarri tengdri starf- semi. Fyrirtækið hefur á annað ár starfað sem verktaki á þjón- ustusviði fyrir Símann og á samstarf við öflugustu fyrir- tæki landsins á sviði upplýs- ingatækni, Opin kerfi, EJS og Nýherja. Stofnendur fyrir- tækisins Lárus G. Valdimars- son eðlisfræðingur og Magn- ús Hávarðarson tölvu- og kerf- isfræðingur munu starfa áfram hjá fyrirtækinu. Netheimar eru um þessar mundir að taka í notkun glæsi- legt húsnæði að Aðalstræti 20 á Ísafirði, sem er fyrrum hús- næði Sparisjóðs Vestfirðinga, og gefur það að sögn fyrir- tækinu aukin sóknarfæri á mörgum sviðum. Jafnframt mun fyrirtækið reka starfsstöð í Bolungarvík. Sex manns starfa hjá Netheimum eftir sameiningu fyrirtækjanna þriggja. – eirikur@bb.is Særaf ehf. og Roland ehf. sameinast Netheimum Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra segir ánæ- gjulegt hve mörg góð tilboð hafi borist í gerð nýs Trölla- tunguvegar, en eins og kem- ur fram hér í blaðinu voru tilboð verktaka í gerð veg- arins mörg hver langt undir áætluðum verktakakostn- aði, sem hljóðaði upp á 865,6 milljónir króna. Þannig er lægsta tilboðið frá Ingileifi Jónssyni ehf, en það hljóðar upp á tæpar 662 milljónir króna, um 200 milljónum undir kostnaði. Næstlægsta tilboðið er frá Klæðningu ehf og hljóðar upp á 696 milljónir króna. Sturla segir að þetta sýni að verið er að bjóða út á hárréttum tíma og að slaknað hafi á verð- bólguspennuni. Lág tilboð eru auðsjáanlega til hags- bóta og mun Sturla leggja til að mismuninum verði varið í uppbyggingu Vest- fjarðarvegar, en hann vill hraða uppbyggingu vega um Barðaströndina. Mismuninum varið í upp- byggingu Vestfjarðavegar Vinna við fyllingu yfir Reykjafjörð gengur vel. Mynd: Páll Önundarson. Vegagerð um Reykjafjörð við Ísafjarðardjúp gengur samkvæmt áætlun. Verið er að gera fyllingu yfir fjörðinn en það eru verktakafyrirtækin KNH og Vestfirskir verktakar sem sjá um verkið. Að sögn Sigurðar Óskarssonar hjá KNH gengur allt samkvæmt áætlun, en um 35 manns vinna að verkinu. Vegurinn sem leggja á í þessum áfanga er 14,5 km langur, frá Rauðagarði á Reykjanesi að Hörtná vestan Mjóafjarðar. Á honum verða þrjár brýr; 130 m stálbogabrú á Mjóafjörð, 60 m spennt bitabrú á Reykjafjörð og 10 m steypt plötubrú á Vatns- fjarðarós. Verkið er með þeim stærstu sem boðin hafa verið út í vegagerð hérlendis. Verkefninu á samkvæmt útboði að vera að fullu lokið 1. nóvember 2008. – tinna@bb.is Vegagerð í Mjóafirði í Ísafjarðar- djúpi gengur samkvæmt áætlun Vinstri Græn- ir auka fylgið í NV-kjördæmi Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin – grænt framboð eru nærri því jafn stórir í NV-kjördæmi sam- kvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup sem birt var fyrir helgi. Sjálfstæðisflokkur fær 29,9% atkvæða, en VG fær 29,3% atkvæða. Þá fær Samfylkingin 20% og Framsóknarflokkurinn 12%. Frjálslyndi flokkur- inn fær 7,3%, sem er meira en í nokkru öðru kjör- dæmi, en aðrir flokkar fá 1,5% atkvæða, samkvæmt könnun Capacent Gallup. – eirikur@bb.is Fæðingum fækkar á Vestfjörðum Alls kom 91 barn í heiminn á Vestfjörðum á síðasta ári, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands, en svo fáir hafa ekki fæðst á svæðinu ára- tugum saman. Tvisvar hefur það gerst á síðustu 16 árum að 92 börn hafi fæðst á einu ári, árið 2001 og árið 2005. Að meðaltali fæddust 134 börn á ári síðustu 16 árin. Flest börn fæddust árið 1994, eða 198, en eins og áður segir fæddust fæst í fyrra. Ef tíma- bilinu er skipt í tvennt sést að á tímabilinu 1991-1998 fædd- ust að meðaltali 163,5 börn á ári, en á tímabilinu 1999-2006 fæddust að meðaltali 104,5 börn á ári. Fæðingum milli þessara tveggja átta ára tíma- bila fækkaði þannig um 36%. Ef litið er til sveitarfélaga þá töldust 8 fæddir til Bol- ungarvíkur, en 13 á síðasta ári. 58 töldust fæddir til Ísa- fjarðarbæjar, en 47 á síðasta ári. Þrjú börn fæddust til Reykhólahrepps, líkt og í fyrra, og 4 fæddust til Tálkna- fjarðarhrepps, einnig líkt og í fyrra. Fimm börn fæddust til Vesturbyggðar, en 14 í fyrra. Fjögur börn fæddust til Súða- víkurhrepps en 5 í fyrra. Eitt barn fæddist til Árneshrepps, en ekkert í fyrra. Eitt barn fæddist til Kaldrananeshrepps en þrjú í fyrra. – eirikur@bb.is Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.