Listin að lifa - 01.12.2000, Síða 3
Langir
biðlistar sjúkrahúsa
valda sjúklingum þjáningum
Biðlistar fylgja öllum sjúkrahúsum, en
forsenda eðlilegs sjúkrahússrekstrar
og að heilbrigðisþjónustunni sé sinnt
samkvaemt lögum, er að biðtími eftir
aðgerð eða umönnun sé við hæfi.
Kannanir landlæknisembættisins hafa
leitt í Ijós, að á síðastliðnum fjórum
árum eru að staðaldri um 7000 manns á
biðlistum og meiri hluti þeirra kemur úr
röðum eldri borgara. Á einstaka listum
hefur orðið smávægileg fækkun.
Athugun á bæklunarlistum sýnir, að
allt að 65% sjúklinga bíða 6-12 mánuði
eftir aðgerð, þrátt fyrir verulegar þján-
ingar á biðtímanum og draga fram lífið
á sterkum verkja- og svefnlyfjum.
(Rannsókn SHR).
Margoft hefur komið fram að lang-
ur biðtími eftir rannsókn og að-
gerð vegna kransæðasjúkdóma,
dregur úr lífslíkum sjúklinga.
(Landlœk?iisembœtuð 1997).
Áður fyrr gengu gallsteinasjúkling-
ar fljótlega undir aðgerð, en nú er
algengt að yfir 60% þeirra komast
ekki í aðgerð fyrr en ástand þeirra
hefur stórversnað og batalíkur
minnkað.
(Próf. J. Magnússon).
Nú bíða yfir 250 aldraðir eftir hjúkr-
unarplássi á Reykjavíkursvæðinu, en
30-40% þeirra eru of veikir til þess að
bíða heima að áliti Pálma V. Jónssonar
forstöðulæknis öldrunarsviðs.
Vegfarendur á götum borgarinnar
mæta á hverjum degi illa þjáðum ein-
staklingi vegna geðsjúkdóms eða vímu-
efnaneyslu. Skortur á sjúkrarými veld-
ur því, að margt fársjúkt fólk fær ekki
vistun, en reikar um götur með lyf í
vasa sem það hefur ekki rænu á að taka
inn. Jafnvel eru dæmi þess að fólk er
útskrifað samdægurs eftir sjálfsmorð-
stilraun, með til að mynda alvarlega lík-
amlega áverka.
Rekja mætti fjölmargar raunasögur
um afdrif biðlistasjúklinga sem beðið
hafa marga mánuði, óvinnufærir og illa
þjáðir.
Stundum má lesa greinarkorn og
jafnvel leiðara í dagblöðum um „hvort
verið sé að leggja fólk inn á sjúkrahús
að óþörfu?“ Vissulega leggja vaktlækn-
ar fólk stundum inn á sjúkrahús vegna
gruns um einkenni alvarlegs sjúkdóms
sem síðan líður hjá, a.m.k. í bili og jafn-
vel að fullu. Hver getur staðhæft að inn-
lögn hafi verið óþörf?
Kannanir landlæknisembættsins á ár-
unum 1995-97 leiddu í ljós að afköst og
árangur íslenskra sérgreinadeilda og
minni sjúkrahúsa er svipaður og gerist á
bestu sjúkrahúsum á Norðurlöndum.
Dönsk ráðgjafarstofnun komst að svip-
aðri niðurstöðu. Við verðum að hafa í
huga að yfirgnæfandi hluti íslenskra
lækna og margra hjúkrunarfræðinga
hefur áralanga starfsreynslu á útlensk-
um heilbrigðisstofnunum.
Til þess að fá staðfestingu á afköst-
um sérdeilda er bent á yfirlitsgrein í
breska læknablaðinu (B.M.J.) í sept.
1999, en þar kemur fram að legutími á
íslenskum sérdeildum er styttri en á
bandarískum sérdeildum, sem þó losna
fyrr við sjúklinga vegna sjúkrahótela
sem rekin eru í nánum tengslum við
deildir þar. Kvartanir berast oft um
stuttan legutíma og „of hraða útskrift“
sjúklinga hér á landi.
Vafasamt er, að samanburður á af-
köstum annarra atvinnugreina hérlendis
við samsvarandi atvinnugreinar í út-
löndum sé hagstæðari en hér er nefnt.
Að lokum má spyrja: „Hvaðan koma
þær hugmyndir stjómenda og stjórn-
málamanna um afköst sjúkrastofnanna,
sem stangast þvert á athuganir þeirra er
sinna veiku fólki daglega?"
Félag eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni mótmælir kröftuglega
fækkun sjúkrarýma á hjúkrunar-,
geð- og handlækningadeildum eins
og fram kemur í fjárhagsáætlun
stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík fyr-
ir árið 2001, þar sem stór hluti þess
fólks sem er á biðlistum er eldra fólk.
f.li. stjómar Félags eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni
fÉlafíw 'f&Iafs&ati fmmaátw
3