Listin að lifa - 01.12.2000, Síða 7
SKOÐUN STJÓRNMÁLAMANNS:
Máiefni aldraðra
í ísafjarðarbæ
ÍSAFJARÐARBÆR
Þann i. júní 1996 varð til sveitarfé-
lagið ísafjarðarbær við sameiningu
sex sveitarfélaga í eitt. Þessi sveit-
arfélög voru ísafjarðarkaupstaður,
Suðureyrarhreppur, Flateyrarhrepp-
ur, Mosvallahreppur, Mýrahreppur
og Þingeyrarhreppur. Fjórir byggða-
kjarnar og tveir sveitahreppar. Alls
búa í þessu nýja sveitarfélagi um
4.300 manns.
Eins og nærri má geta var misjafnt
hvernig staðið var að þjónustu og
hvernig hún var veitt í sveitarfélögun-
um sem sameinuðust. Kom þar m.a.
til stærð þeirra, en í ísafjarðarkaupstað
bjuggu 3.500 manns þegar í hinum
fímm sveitarfélögunum bjuggu um
1.000 manns til samans.
Miðstöð stjómsýslunnar er í stærsta
byggðakjamanum, ísafirði, og þar er
fjölbreyttust þjónusta. Stefnt hefur
verið að hagræðingu í rekstri frá sam-
einingu, en halda sem mestri þjónustu
á vegum sveitarfélagsins í hverjum
byggðakjarna fyrir sig, þ.á m. í mál-
efnum aldraðra. Innan stjómkerfis
Isafjarðarbæjar hafa málefni aldraðra
verið undir stjóm félagsmálastjóra, en
nýverið tók til starfa ný skrifstofa á
vegum bæjarins, Skóla- og fjölskyldu-
skrifstofa Isafjarðarbæjar, sem sér um
stjórn málaflokksins. Vænta má breyt-
inga í tengslum við það, ekki síst
hvað varðar samræmingu þjónustunn-
ar.
YFIRLIT YFIR ÞJÓNUSTUNA
Á Þingeyri var tekin í notkun ný
bygging sem þjónar heilsugæslunni og
hjúkrunardeild fyrir fimm einstak-
linga. Auk þess stendur til að bjóða út
innréttingu á fimm þjónustuíbúðum í
sömu byggingu fyrir áramót. Þá er
rekið félagsstarf eldri borgara á Þing-
eyri í kjallara heilsugæslustöðvar-
innar. Er það vel sótt en um 18-20
manns nýta sér þá þjónustu. Hlutfalls-
lega eru fleiri aldraðir á Þingeyri og í
Dýrafirði en annars staðar í ísa-
fjarðarbæ og því mikil þörf fyrir
þjónustuíbúðir og almenna þjónustu
fyrir aldraða.
Á Flateyri er Öldrunarheimilið Sól-
borg sem er rekið af Heilbrigðis-
stofnun Isafjarðarbæjar sem hjúkrun-
arheimili. Þar er pláss fyrir sjö vist-
menn. Félagsstarf aldraðra er rekið í
samstarfi við Rauða kross deildina á
staðnum en í húsnæði ísafjarðarbæjar.
Á Suðureyri er dagvistun aldraðra í
Sunnuhlíð, að meðaltali eru 6-7
manns sem nýta sér þá þjónustu. Ekki
eru hjúkrunarheimili eða þjónustu-
íbúðir á Suðureyri.
Á Isafirði eru íbúðir og þjónustu-
deild á Hlíf. Á Hlíf I eru 30 leigu-
íbúðir og Hlíf II 42 íbúðir sem lang-
flestar eru í eigu einstaklinga. Þá eru
10 herbergi á þjónustudeild (hjúkrun-
ardeild) sem rekin er af sveitarfélag-
inu. I allt eru tæplega 100 manns á
Hlíf.
Dagvistun aldraðra er staðsett á
Hlíf, en lítið notuð af eldri borgurum
sem búsettir eru utan Hlífar.
Vinnustofan á Hlíf er vel nýtt.
Þangað kemur fólk utan úr bæ og
nýtir sér aðstöðuna ásamt heimafólki
á Hlíf. Til viðbótar vinnustofunni hafa
nokkrir einstaklingar búsettir á Hlíf
skapað sér aðstöðu til smíða.
Þessu til viðbótar má nefna
heimaþjónustu sem veitt er eftir að
fram hefur farið þjónustumat. Hámark
í veittri heimaþjónustu eru 4 tímar á
viku. Þá er einnig verið að skoða
hvort koma eigi á liðveislu fyrir
aldraða.
Hér er um upptalningu að ræða á
því helsta sem um er að vera í mála-
flokknum og tengist ísafjarðarbæ með
beinum hætti. Ymis starfsemi er á
vegum félaga aldraðra í bæjarfélaginu
þessu til viðbótar. Það er stefna bæjar-
yfirvalda að á hverjum tíma séu
sköpuð góð skilyrði til búsetu í
Isafjarðarbæ, sama hvar búið er í bæn-
um og á hvaða aldri íbúar bæjarins
eru.
Með kærri kveðju úr ísafjarðarbæ
^X/Mdáv <:}íaíidón&&an,
bœjarstjóri
HtlMSENDlNGAR
þjÓNUSTA
.UAI-Sl 1 50 70
OPIÐ ÖLL KVÖLD
VIKUNNARTILKL 21.00
HRINGBRAUT 1 19, -VIÐJL HUSIÐ,