Listin að lifa - 01.12.2000, Síða 10

Listin að lifa - 01.12.2000, Síða 10
emvemd WS Beinvernd er landssamtök áhuga- fólks um beinþynningu, jafnt leikra sem laerðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík. Stjórn Beinverndar skipa sjö manns og er Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land- læknir, formaður. Markmið félagsins eru fjögur: 1. Að vekja athygli almennings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli. 2. Að standa að fræðslu meðal al- mennings og heilbrigðisstétta um þá þekkingu sem á hverjum tíma er fyrir hendi um beinþynningu og varnir gegn henni. 3. Að stuðla að auknum rannsóknum á eðli, orsökum og afleiðingum beinþynningar og forvörnum gegn henni. 4. Að eiga samskipti við erlend félög á svipuðum grundvelli. Beinvernd er aðili að alþjóðlegu sam- tökunum International Osteoporosis Foundation. Veffang Beinverndar er www.beinvernd.is og netfang beinvernd@beinvenul.is Upplýsingar gefur einnig starfsmaður Beinverndar, Halldóra Björnsdóttir, halldora@- beinvernd.is. Sími Beinverndar er 897-3119. BEINÞYNNING Beinin eru lifandi vefur, sem inniheld- ur kalk, og er í stöðugri endurbygg- ingu, þ.e. niðurbroti og nýmyndun, enda þótt fullum vexti sé náð. Þar eru að verki bæði beinmyndunarfrumur og beinúrátur. Á aldrinum milli 20-40 ára er jafnvægi þarna á milli og bein- magnið helst stöðugt. Beinmassinn er mestur á þessum aldri. Röskun á jafn- vægi beinmyndunar og beinniðurbrots veldur því að beinvefurinn rýrnar og það ástand skapast sem við köllurn beinþynningu. Við beinþynningu þynnist hin harða og þétta skurn bein- anna og frauðbeinið, sem fyllir hol þeirra, gisnar. Við þetta minnkar styrkurinn, beinin verða stökk og hætta á brotum eykst við minnsta átak. Beinþynning er mjög útbreiddur sjúkdómur, milljónir manna um allan heim eru haldnar honum. Flestir vita ekki, að þeir eru með sjúkdóminn því hann er einkennalaus uns beinin eru orðin svo stökk og viðkvæm að þau geta brotnað við lítinn áverka. Afleiðingar beinþynningar eru beinbrot við lítinn áverka, einkum á efri árum. Algengust þessara brota eru framhandleggsbrot, hryggsúlubrot og mjaðmarbrot. Framhandleggsbrot gróa oftast án fylgikvilla. Samfallsbrot á hrygg eða hrun getur valdið miklum og stundum langvinnum verkjum. Líkamshæðin lækkar með tímanum, þ.e. líkaminn bognar. Þá fylgja aflögun í vexti oft verulegar sálarþjáningar. Lærleggs- hálsbrot eru alvarlegust og nær alltaf afar sársaukafull. Dánartíðnin er um- talsverð fyrstu vikurnar eftir brotið, og margir ná aldrei fyrri getu. Það er fátt sem rýrir lífsgæði eins mikið á efri árum og beinþynning. HELSTU VERKEFNI BEIN- VERNDAR AÐ UNDANFÖRNU Dagana 4.-6. júní 2000 var Beinvernd einn af styrktaraðilum norrænnar öldrunarráðstefnu, 15th Nordic Ger- ontological Congress 2000, sem hald- in var í Reykjavík. Á ráðstefnunni var Beinvernd með sýningarbás, þar sem starfsemin var kynnt fyrir fagaðilum í heilbrigðisþjónustu. Dagana 6.-9. júlí sl. tók Beinvernd þátt í landbúnaðarsýningunni BÚ 2000 í samstarfi við íslenska mjólkur- iðnaðinn, sem er styrktaraðili Bein- verndar. Þar var Beinvernd með sýningarbás og stóð fyrir spurninga- leik um mjólkina og beinin. Á hverj- um degi kom gestur í bás Beinvemdar og svaraði spumingum gesta um beinþynningu. Gestirnir voru Aðal- steinn Guðmundsson lyflæknir og öldrunarlæknir, Ólafur Ólafsson fyrrv. landlæknir og formaður Beinverndar BEINVERND og Ársæll Jónsson lyflæknir og öldr- unarlæknir. Þann 20. október sl. var alþjóðlegur beinverndardagur og hófst undirbún- ingur hans af hálfu Beinverndar þegar á haustdögum. Slagorð Beinverndar- dagsins var „Fjárfestu í beinum'1 og var því einkum beint að ungu kynslóðinni. Áhersla var lögð á mikil- vægi þess að gæta strax á unga aldri að beinheilsunni, á meðan líkaminn er að taka út sinn vöxt og þroska. Allir nemendur í 8. bekk grunnskólans (13 ára) fengu afhentan bæklinginn Holl- usta styrkir bein ásamt spurn- ingablaði um mjólkina og beinin. íþróttakennarar ræddu við nemendur í íþróttatímum um hreyfingu og hollt mataræði. Beinvernd opnaði upplýs- ingavef www.beinvernd.is þar sem hægt er fá upplýsingar og fræðslu um þennan þögla sjúkdóm, beinþynn- inguna. Einnig voru skrifaðar greinar sem birtust í Degi og Morgunblaðinu og viðtöl í sjónvarpi og útvarpi til- einkuð deginum. Gott er að hafa ætíð í huga að helstu forvamir gegn beinþynningu eru hreyfing, kalk og D-vítamín. Við ættum að forðast að sitja lengi í senn. Munum að standa alltaf upp af og til og hreyfa okkur. Hreyfing og líkam- leg þjálfun styrkir bæði vöðva og bein, bætir jafnvægi og dregur þannig úr byltum. ^dtaltdáxa ifájÖMi&dóMvv, starfsmaöur Beinvenidar 10

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.