Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 11

Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 11
Frá Félagi áhugafólks um íþróttir KYNNISFERÐ TIL HORNAFJARÐAR Félagið hefur staðið fyrir kynnis- og fræðsluferðum á landsbyggðinni í sumar. Ferðast var um Vestfirði 5. til 9. júní. Á Neskaupsstað var fundað 20. júní, en þang- að kom fólk úr Fjarðarbyggð. Síðasta ferðin var til Hornafjarðar helgina 14. til 15. október. Leiðbeinendur þar voru Cuðrún Nielsen, Ernst Bachmann, Soffía Stef- ánsdóttir, Ólöf Þórarinsdóttir og Hjörtur Þórarinsson. Námskeiðið fór fram í Mánagarði, en páttkeppnin í fé- lagsmiðstöðinni í Sindrabæ fyrir hádegi á sunnudag. Heimamenn undir forystu Sigurðar Hjaltasonar og Auð- ar Jónasdóttur íþróttakennara höfðu auglýst vel fyrirhug- að námskeið í Eystrahorni og skjávarpi. Þátttakendur á námskeiðinu voru 50, en 27 í púttkeppninni. Fjölbreytt verkefni voru tekin fyrir. Markmið félags- ins var kynnt í upphafi og 15 ára starfsemi þess. Fræðsluerindi var haldið um heilsufar og gildi hófsamrar hreyfingar. Síðan voru teknir fyrir línu- og hópdansar, hringleikir og boltaleikir, æfingar með fallhlíf, létt leik- fimi með slökunaræfíngum og með teygjuböndum. Ýmsir samkvæmis- og athyglisleikir voru kynntir og al- mennur söngur var öðru hvoru. Þrír hópar léku boccia og krokketleikurinn var kynntur. Einnig voru veittar upplýsingar um hagkvæm innkaup á íþróttatækjum o.fl. Þessi kynning féll í góðan jarðveg hjá eldri borgurum á Homafírði. Þeir eru með vatnsleikfimi, líkamsrækt, aldraðra: Hringleikur í Mánagarði. boccia, borðtennis, golf og fleira. Svona kynningarfund- ir á einstökum stöðum gefa eldri borgurum upplýsingar um ýmsa valkosti, sem eru háðir áhuga og kunnáttu ein- staklinga á hverjum stað. Miklar þakkir fengum við að launum fyrir þessa ferð, auk ánægjunnar sem við höfum af því að vera þátttak- endur með áhugasömu eldra fólki að viðhalda lífsgleði og góðri heilsu. Ahrifamættinum eigi skal leynt, íþróttir vekja hressandi brag. Markmiðið okkar er: Aldrei of seint að auka sér gleði og lífsþrótt hvern dag. ^KföiUw tfkÍMimsson Grafarvogs Apótek Torginu Grafarvogi Hverafold 1-5, 112 Reykjavík Alm. sími 587 1200 Læknasími 587 1202, Fax 587 1225 OPIÐ: mánud.-föstud. 9-19 laugard. 10-14 Heyrnar- og talmeinastöð íslands Háaleitisbraut 1 • Reykjavík Sími 581 3855 • Fax 568 0055 Netfang:postur@hti.is SJÓNSTÖÐ ÍSLANDS Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra Hamrahlíð 17 • 105 Reykjavík Sími 568 8765 Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 9-16 Tilvísun frá augnlækni er skilyrði fyrir þjónustu 11

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.