Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 14

Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 14
Efrí aldursmörk í hópleit Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins Margar cldri konur hafa látið í Ijós undrun yfir að vera ckki lengur boðaðar í brjósta- og leghálsskoð- anir hjá Krabbameinsfélaginu eftir 69 ára aldur. Ritstjóri lagði því leið sína í Leitarstöð félagsins til að spyrjast fyrir um þetta og hitti þar Kristján Sigurðsson yfirlækni Leitar- stöðvar og Baldur F. Sigfússon yfir- lækni röntgendeildar. Svör þeirra fara hér á eftir. „Hópleit að legháls- og brjóstakrabba- meini er miðuð við mismunandi ald- ursskeið og í flestum löndum eru efri aldursmörk 69 ára. Hérlendis er eldri konum að sjálfsögðu frjálst að mæta þótt þær séu ekki lengur boðaðar með bréfi, en við leggjum ekki út í þann kostnað að hækka aldursmörk boðun- ar,“ segir Kristján. „Leit að krabbameini í leghálsi byrjar við 20 ára aldur og endar við 69 ár. Forstig þess er unnt að greina og fjarlægja með lítilli aðgerð og koma þannig í veg fyrir sjúkdóminn. Engin fræðileg rök eru fyrir því að boða konur eftir 69 ára aldur, þar sem búið er að greina forstig sjúkdómsins fyrir þann aldur svo fremi þær hafi mætt reglulega áður. Brjóstakrabbamein er hins vegar sjaldan unnt að greina á forstigi og mjög umdeilt hvenær rétt sé að hefja leit að því. Aldursmörkin hér á landi eru 40-69 ára, en í vísindaheiminum er deilt um hvort neðri mörkin eigi að vera til dæmis 40 eða 50 ár. Við á- kvörðun beggja aldursmarka í slíkri leit erlendis er líka horft til efnahags þjóðar ásamt aðgengi að menntuðu starfsliði og tækjabúnaði." Baldur segir að erlendis séu efri aldursmörk við hópleit með brjósta- myndatöku yfirleitt 69 ára eða lægri. Einkum er byggt á vandaðri og viða- mikilli samanburðarrannsókn á vegum sænskra heilbrigðisyfirvalda sem hófst í Mið-Svíþjóð árið 1977 og tók til kvenna á aldrinum 40-74 ára. Nið- urstöður, sem birtust í læknaritinu Lancet árið 1985, sýndu 31% lækkun dánartölu úr sjúkdómnum eftir átta ár, miðað við hópinn í heild. Mun minni og ómarktækur ávinningur var þó hjá konum 70-74 ára, og alls enginn þegar rannsókninni hafði verið fylgt eftir í um það bil fimmtán ár. „Mér er ekki kunnugt um neinar aðrar rannsóknir sem taki til kvenna yfir sjötugt, og hugsanlegur ávinning- ur af hópleit með brjóstamyndatöku í þeim hópi er því ósannaður," segir Baldur. „Reynslan erlendis sýnir líka að þátttaka í hópleit minnkar eftir því sem aldurinn færist yfir. Stöðugt fleiri konur eru þá orðnar veikar eða las- burða og eiga erfitt með að komast í rannsóknir, auk þess sem mörg krabbamein, sem myndu finnast við hópleit í elstu aldurshópunum, hefðu aldrei greinst að öðrum kosti meðan konan lifði. Sú spurning kemur því upp, hvort almenn boðun eldri kvenna í leit sé siðfræðilega og læknisfræði- lega réttlætanleg. Frá sjónarmiði heilbrigðs einstak- lings horfir þetta kannski öðruvísi við. Kona í fullu fjöri getur alltaf komið sjálfviljug í rannsókn, enda gera það margar. - Samtvinnun leitar að krabbameini í leghálsi og brjóstum hér á landi er einstæð í heiminum,“ segir Kristján. „Leitin hefur minnkað leghálskrabba- mein svo mikið að nú finnst það að mestu á forstigi. Öðru máli gegnir með brjóstakrabbamein sem er miklu erfiðara að greina á forstigi. Hætta á krabbameini í brjóstum er alltaf til staðar.“ Læknarnir hafa miklar áhyggjur af lélegri mætingu í brjóstamyndatöku hérlendis. „Við erum með 60-65% mætingu miðað við leit á tveggja ára fresti, á móti 75-90% mætingu í ná- 14

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.