Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 22

Listin að lifa - 01.12.2000, Blaðsíða 22
Fréttamolar frá FEB í Reykjavík Frá skrifstofunni Tryggingamiðstöðin, Aðalstræti 6-8, og FEB hafa skrifað undir svohljóðandi samning: TM mun veita umbjóðendum FEB eftirfarandi tryggingarkjör: • 10% afslátt af TM-ÖRYGGI. • 20% aukaafslátt af fjölskyldu- og fasteignatryggingum. • Öll áunnin réttindi frá öðrum tryggingafélögum, s.s. bónus á bifreiðatryggingum, flytjast yfir til TM með viðskiptunum. Öll tjónaafgreiðsla og iðgjalda- ákvarðanir fara fram á skrifstofu TM og eru unnin þar af starfsfólki TM. Hvor aðili mun tilnefna sinn tengilið til að framfylgja þessu samkomulagi. BREYTTUR OPNUNARTÍMI! Frá og með 1. nóvember er skrifstofan opin frá kl. 10.00 til kl. 16.00 alla virka daga. SILFURLÍNAN undir skrifstofusíma tvisvar í viku! Silfurlínan er nú opin á morgnana frá kl 10.00 til 12.00 mánudaga og miðvikudaga. María H. Guðmundsdóttir situr við símann, Anna Jónsdóttir er henni til aðstoðar. LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF Á ÞRIÐJU- DÖGUM! Lögfræðingur félagsins, Þorvaldur Lúðvíksson, veitir félags- mönnum ráðgjöf á þriðjudögum. Tímapantanir á skrifstofu. MÆTIÐ Á ÞINGPALLANA! Stjóm Félags eldri borgara vill hvetja fé- lagsmenn til að mæta á palla Al- þingis og fylgjast með málum er snerta hag aldraðra. MINNINGARKORT FEB eru til sölu á skrifstofunni. Frá félagsstarfinu ÁRSHÁTÍÐIN var haldin í Ásgarði Glæsibæ 10. nóvember. Veislustjóri var Árni Johnsen alþingismaður og ræðumaður kvöldsins var Stein- grímur J. Sigfússon alþingismaður. Félagar úr Karlakórnum Þröstum sungu nokkur lög. Þorsteinn Ólafs- son og Jónína Magnúsdóttir sáu um gamanmál. Hljómsveitin Upplyfting lék fyrir dansi. Mikið var dansað, skemmti- kraftar fóru á kostum, frábær kórsöngur og góð hljómsveit. Efnt var til happdrættis sem eftirtal- in fyrirtæki styrktu: Nói - Siríus, Ostabúðin Bitruhálsi, Verslunin 10 - 11, og Nettó í Mjódd. Þökkum við þeim veittan stuðning. JÓLAVAKAN verður í Ásgarði, Glæsibæ, 9. desember. Söngfélagið stendur fyrir vökunni og söngnum - allir syngja jólalögin saman. Súkkulaði og meðlæti á borðum að góðum og gömlum jólasið. Séra Olöf Ólafsdóttir flytur jólahug- vekju. Nánar auglýst síðar. HEITUR MATUR í HÁDEGINU! í félagsheimilinu okkar Ásgarði er seldur heimilismatur í hádeginu alla virka daga. Góður matur á góðu verði. Hdrkollugerð Kolfinnu Knútsdóttur ehf. Fyrir konurnar: •/ • mikið úrval af hárkollum • íalleg höfuðföt svo seni: • túrhanar • úti höfuðföt • næturhúfur http://www. harkollugerd. is Hárkollugerð Kolfinnu Knútsdóttur ehf, Skólavörðustíg 8, 2. hæð, 101 Reykjavík, Sími 511 5222, Gsm 896 7222 e-mail: kolfinna@harkollugerd.is Bókagjöf: FEB í Reykjavík barst að gjöf bókin „Hugleiðingar og minningabrot" eftir Sæmund Bergmann Elimundarson frá Hellissandi, gefin út sem handrit af höfundi í tilefni af 85 ára afmæli hans 6. október 2000. Bókin er einkar góð heimild um uppvaxtarár á Snæfellsnesi í mikilli fátækt og hugleiðingar aldraðs manns á vistheimili um álitamál í íslensku þjóðfélagi sem vert er að glugga í. 22

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.