Listin að lifa - 01.12.2000, Side 24

Listin að lifa - 01.12.2000, Side 24
HEILSA OG HAMINGJA: Hreyfing er undirstaða góðrar heiisu „Reglubundin hreyfing er undir- staða góðrar heilsu," er niðurstaða nýrra rannsókna á vegum Hjarta- verndar, sem Uggi Agnarsson laeknir kynnti 29. október sl. í Ásgarði, fé- lagsheimili eldri borgara í Reykja- vík. Þar kom fram að mikilvægi reglubundinnar hreyfingar fyrir heilsuna er meira en áður var talið. Uggi sagði að þessar rannsóknir hefðu staðið frá 1970 fram til 2000 og verið byggðar upp í mörgum áföngum. Þátt- takendur voru þrír aldurshópar, fjöru- tíu, fimmtíu og sextíu ára, alls 12 þús- und karlar og 13 þúsund konur. Helsta spurningin, sem rann- sóknin byggðist á að verulegu leyti, var: - Stundið þið reglulega frístunda- hreyfíngu? 40 ára karlar: Árið 1970 voru aðeins 20% fertugra karla sem stunduðu frístundahreyfingu reglulega. Árið 2000 er hlutfall þeirra komið upp í 50%. 40 ára konur: Árið 1970 voru undir 20% fertugra kvenna sem hreyfðu sig reglulega í frístundum, en nú er hlut- fallið komið yfir 70%. 60 ára konur: Ef horft er á sextugar konur fyrir þrjátíu árum, þá voru að- eins 10% þeirra sem sögðust hreyfa sig reglulega í frístundum. Núna stunda yfir 60% þeirra reglulega frí- stundahreyfingu. Spurt var, hvers konar hreyfíngu fólkið stundaði? Svörin voru yfírleitt: sund, leik- fími, gönguferðir. Á þessum þrjátíu árum hafa göngu- ferðir aukist verulega, en leikfimi ekki eins mikið. Fertugar konur hafa aukið gönguferðir tífalt, en sundiðkun að- eins minna. Fyrir þrjátíu árum gengu sextugar konur eiginlega ekki neitt að eigin mati eða innan við 2%. Árið 2000 eru sextugar konur geysilega miklu dug- legri að ganga. Sextugir karlar gengu aðeins meira en jafnaldra konur fyrir þrjátíu árum - gönguferðir hafa aukist hjá sextugum körlum árið 2000, en ekki eins mikið og hjá konunum. - Hver er svo ávinn- ingurinn af frístunda- hreyfíngu? Fyrir fertuga karla er ávinningur hreyfingar verulegur. Dánartíðni lækkar um 30% á tutt- ugu árum miðað við þá sem ekki stunda reglu- lega hreyfingu. Fertugar konur ná jafn- vel enn meiri ávinningi, en hjá þeim er dánar- tíðni nálægt 40% lægri á tuttugu árum. Ávinn- ingur verður hlutfalls- lega lægri, ef öðrum Uggi Agnarsson læknir. þáttum er fléttað inn í sem vitað er að hafa neikvæð áhrif, eins og hárri blóð- fitu og reykingum. En jafnvel þótt þeir séu inni í dæminu er ávinningur drjúgur ef til lengri tíma er litið, eða 15-20%. - Gegn hvaða sjúkdómum vinnur svo þessi aukna hreyfing? Svarið er að hún skiptir ekki aðeins máli fyrir æðasjúkdóma. Aukin hreyf- ing virðist hamla gegn öllum sjúk- dómum, krabbameini og hverju sem er! - Hvað þarf að hreyfa sig mikið til að lækka dánartíðni? Öll hreyfing skiptir máli! Dagleg hreyfing í hálftíma er æskileg og nægileg til að skipta máli, en það þarf að leggja dálílið á sig! 1 rannsókn Hjartaverndar reyndust þeir sem stunda frístundahreyfingu 1-5 tíma samtals vikulega fá mælanlegan á- vinning. - Hefur ættgengi æðasjúkdóma áhrif á þessar niðurstöður? „Þeir sem hafa fjölskyldusögu um kransæðasjúkdóma þurfa að vera sér- staklega á varðbergi. Eitt af stórum verkefnum Hjartaverndar er að reyna að útskýra í hverju „ættaráhættan“ er fólgin. Á nýrri öld gefst okkur von- andi tækifæri til að sníða meðferðina að hverjum og einum,“ sagði Uggi. 24

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.