Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 26
af manngöfgi
Samverustund með Pétri Sigurgeirssyni biskupi
og konu hans Sólveigu Ásgeirsdóttur
Jólin eru að koma. Árstíð þúsund ára
kristnitöku á íslandi senn á enda.
Söguleg öld að baki, ný öld fram-
undan. Á slíkum tímamótum er gott
að staldra við, horfa til baka og
fram á veginn. Og spurningar
vakna. Hvað gerir kristin trú fyrir
okkur? Ceta íslendingar haft áhrif
úti í hinum stóra heimi, með frið á
jörðu að leiðarljósi, nú þegar
fagnaðarerindið mun brátt boðað í
upphafi á þriðja árþúsundi?
Þegar gamli tíminn er kvaddur, ný öld
að fæðast, er gott að leita svara hjá
manni sem vitnar í biblíuna á
hraðbergi og svarar oft í ljóðmáli.
Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands á
níunda áratugnum, lýsir af trúarbirtu
og manngöfgi. Hann er nú orðinn 81
árs, með langvinna sykursýki og
sjóndepru, en tók góðfúslega á móti
miðli eldri borgara.
Hlýleiki andans unilykur mann í
návist séra Péturs. Ljóðmál streymir
af vörum hans, iíkt og hughrif hans
umbreytist í myndir, hlaðnar trúar-
táknum. Þegar hann íhugaði nafnið á
blaðinu okkar „Listin að lifa“ kom
eftirfarandi vers í huga hans:
Lífið er hlekkur langrar keðju;
listin samfélags; einn og sérhver
öðrum þjóni; önn er sú hvers dags.
Þjóni einn sér einum verður; engin
keðja til; allt sem gafstu ævinlega;
áttu þér í vil.
Nafnið Pétur (klettur) gaf Kristur
einum af lærisveinum sínum. Pétur
biskup er líka bjargfastur í trúnni. Allt
hefur styrkt trú hans, bæði mótlæti
lífsins og meðbyr og gert hann að
áhrifamiklum andlegum leiðtoga. Fyrr
á öldum var leitað til slíkra manna og
þeir nefndir spekingar.
Pétur biskup og frú Sólveig eiga
fallegt heimili í Hjálmholtinu, með
útsýni til Esjunnar og nálægra kirkna.
Kirkjuklukknahljómur berst oft til
eyma öldungnum unga sem situr hér
við andlega íhugun, en fylgist vel með
heimsfréttum og lætur sig dreyma um
betri heim.
„Látum anda jólanna ríkja allt árið“
var yfirskrift Péturs í fyrsta
æskulýðsblaði kirkjunnar á Akureyri á
sóknarprestsárum hans þar. Þau
gleyma því aldrei, ungmennin þá, sem
hlustuðu á séra Pétur lýsa því hve
stórkostlegt það væri, ef kærleikur
jólanna næði að geisla út frá sér - allt
árið.
Jólaguðspjallið boðar frið á jörð.
„Jólin opna hugann, allt er svo
jákvætt á jólunum, en jólahaldið
dregur dám af því þjóðfélagi sem við
lifum í. Umbúðirnar eru orðnar svo
miklar, að það er langt í kjarnann.
Jólin snerta samt alla,“ segir Pétur.
„Konan mín og börnin voru vön að
fara með mér til guðsþjónustu um
hátíðina, sem og aðra helgidaga, en
yfir jóladagana átti ég mjög annríkt
vegna ýmissa aukaverka. Það féll í
hlut konu minnar að sjá um undir-
búning jólanna heima, sem hún gerði
af einstakri smekkvísi og ástúð. Það
var ávallt unaðslegt að koma heim
eftir annasama daga og taka þátt í
jólagleðinni.
Aðalmessa ársins fannst mér ávallt
vera aftansöngur á aðfangadagskvöld.
Kirkjan var þá troðfull af fólki og
kirkjusókn mikil alla hátíðisdagana.
Ógleymanlegt var, þegar allir sungu
saman Heims um ból. Ég lagði mikla
áherslu á að kirkjan ómaði öll af
sálmasöng og það tókst svo sannar-
lega í það skiptið.
Af hverju valdirðu prestsstarfíð,
séra Pétur?
„Ég hef frá því ég man eftir mér
verið trúhneigður, enda vanur því sem
barn að fara með foreldrum mínum í
kirkju. Faðir minn stofnaði unglinga-
félag innan kirkjunnar árið sem ég
fermdist og var ég virkur í þeim
félagsskap. Faðir minn hafði afar sterk
áhrif á mig, en ekki man ég eftir að
hann orðaði sérstaklega við mig að ég
yrði prestur. í huga mér var sterk sú
spurning: hvar er þörf fyrir mig? Ég
var í 5. bekk MA, þegar ég heyrði í
útvarpinu að hann hefði verið kosinn
biskup. Þá hvarflaði að mér að verða
prestur í kirkjunni sem hann stjórnaði.
Atta árum síðar stóð ég andspænis
altari Dómkirkjunnar og frammi fyrir
föður mínum. Þá vígði hann mig sem
aðstoðarprest séra Friðriks J. Rafnars
vígslubiskups á Akureyri. í fullu
trausti til Drottins fann ég trúaranda
koma til mín frá föður til sonar. Líkt
og Samúel forðum daga heyrði
guðsröddina: „Hvern skal ég senda,
hver vill vera erindreki vor?“ sagði
ég: „Hér er ég, sendu mig!"
Þú valdir nám í blaðamennsku
samhliða framhaldsnámi í guðfræði.
26