Listin að lifa - 01.12.2000, Qupperneq 27
1
I
Oft var gestkvæmt á biskupsheimilinu og þarna standa séra Pétur og Sólveig
við fagurlega búið veisluborð.
„Blaðamaður og prestur eiga
sameiginlegt - að flytja fréttir.
Blaðamennskan hefur oft hjálpað mér
í boðun orðsins. Postulastarfið felur í
sér að flytja tíðindi. Ein ritningargrein
hefur orðið mér sérstaklega minnis-
stæð. Ég myndi vilja kalla hana litlu
biblíuna mína, líkt og Lúther á sínum
tíma talaði um (Jóh. 3:16) sem ég
auðvitað tek heilshugar undir og eru
hliðstæð litlu biblíunni minni, en það
eru þessi orð: því að það var Guð, sem
í Kristi sætti heiminn við sig, er hann
tilreiknaði þeim ekki afbrot þeirra og
fól oss að boða orð sáttargjörðarinnar.
(2. Kor. 5:19). Báðar fara þessar „litlu
biblíur“ vel saman og stækka hvor
aðra af ríkdómi sínum.“
Pétur er mjög hrifnæmur maður. Á
fögum augnablikum spretta upp
sálmar í huga hans sem færa mörgum
hugarró. Sálmurinn HIMNESKUR
FRIÐUR varð til á slíkri stund.
„Þá vorum við Sólveig stödd í
Frúarkirkju, höfuðhelgidómi Dan-
merkur, framan við Kristsmyndina
frægu eftir Bertel Thorvaldsen sem
sýnir Krist með útbreiddar hendur:
„Komið til mín“ Er við
Sólveig vorum að dáðst að
Kristsmyndinni kom banda-
rískur æskulýðskór í sömu
erindagjörðum.
Krjúpa þarf við altarið til að
horfast í augu við Krists-
myndina. Unglingarnir skiptust
á og hófu að syngja svo fallegt
lag, að ég varð yfir mig
snortinn. Söngur þeirra gerði
augnablikið að hrífandi bæna-
stund framan við þetta fræg-
asta og helgasta listaverk
Thorvaldsen.
Á eftir bað ég söngstjórann
að gefa mér nótur að laginu,
hvað hann fúslega gerði. Þegar
ég svo fór að gera söngbók
fyrir unglingana fyrir norðan
lét ég lag og texta fylgja með.“
Ég hef heyrt mikið látið af
unglingastarfi þínu á
Akureyri, viltu segja okkur
aðeins frá því?
„I Bandaríkjunum kynntist
ég unglingastarfi lúthersku
safnaðanna „Luther League.“
Starfið var mjög lifandi og ég
leitaðist við að koma á fót
svipuðu æskulýðsstarfi í
Akureyri sem var nýjung þá. Fullorðið
fólk, sem tók þátt í því á sínum
unglingsárum, segist aldrei gleyma
því.
Fermingin, sem er staðfesting
skírnarinnar, er um leið staðfesting
þess að unglingurinn sé fullgildur
safnaðarmeðlimur. Hins vegar reynist
það svo því miður að unglingar sækja
yfirleitt ekki til kirkjunnar, sem hvatti
mig til að fá þá eftir ferminguna. Ég
varpaði þessháttar spurningu fram í
lok undirbúningstímanna
vorið 1947. Bömin réttu
samstillt upp hendur því til
samþykkis. Þannig varð
æskulýðsfélagið til.
Það er ákaflega áríðandi að
böm og unglingar alist upp í
jákvæðu andrúmslofti, en
því miður er reyndin oft
önnur, eins og fjölmiðlar og
þjóðfélagið bera vott um.
Mér dettur í hug munurinn á
jákvæðni og neikvæðni, í
sambandi við það sem
maður sagði eitt sinn: „Áður
leið mér mismunandi illa,
en nú líður mér mismunandi
vel.“ Hér var ekki um að
ræða að heilsa mannsins
hefði breyst, heldur var um
hugarfarsbreytingu hans að
ræða.“
Fannst ykkur ekki erfitt
að yfirgefa Akureyri,
þegar þú varst kallaður í
biskupsstólinn?
„Þá urðu mikil kaflaskipti í
lífi okkar. Allt fyrra starf
mitt var einskonar undir-
búningur þess sem þá beið
mín. Biskupsembættið var
HÉR RÍKIR HIMNESKUR FRIÐUR
cPétur /Sig urgv irjjon JitrStrt S. Jorty raJdj.
1. Héi rík - ir himn-esk - ur frið - ui,
2. í kóin-um hjá kioss-in - um stend - ur
3. Kyrrt er, svo kall-ið má heyr - a:
(3-
m
1. hljótt et á baen - - ar - - stund.
2. Kristsmynd - in, og ég sé
3. „Kom — ið til mín all - ir þér. ’
r~r~r~iT rrrif
27