Listin að lifa - 01.12.2000, Page 28

Listin að lifa - 01.12.2000, Page 28
Séra Pétur og Sólveig við töfluna með íslenska Faðir vorinu í Pa- ternoster kirkjunni á Olíufjallinu í Jerúsalem - sem þau létu gera í til- efni af þrjátíu ára brúðkaupsafmæli sínu. Séra Pétur og Sólveig voru einstak- lega glæsileg brúðhjón. mér ekki með öllu ókunnugt. þar sem faðir minn var biskup, og ég tók sæti í kirkjuráði í tíð dr. Sigurbjarnar Einars- sonar biskups. Hvort tveggja var mér til blessunar. Dr. Sigurbjörn biskup vígði mig sem vígslubiskup að Hólum 1969 og setti mig inn í embætti sem eftirmann sinn 27. september 1981. Mikið verk var að taka upp heimilið eftir 34 ára starf á Akureyri og 28 ára aukaþjónustu í Grímsey, þar sem séra Matthías Eggertsson, afi Sólveigar, hafði þjónað allra presta lengst. Sólveig hafði búið okkur yndislegt heimili á Akureyri og nú beið hennar að byggja upp stærra heimili. Sólveig stóð mér við hlið og studdi mig í starfi alla tíð sem var mér alveg ómetanlegt. Þá er mér minnisstætt eitt sinn er við höfðum verkaskipti og hún sté í stólinn í Dómkirkjunni. Að því er ég best veit er hún fyrsta biskupsfrúin sem það hefur gert og tókst það alveg prýðilega.“ Yiltu gefa okkur innsýn í augna- blikin sem standa upp úr í starfinu? Pétur er hugsi en segir síðan. „Þau eru ótal mörg, en ég skal reyna. Eldskírn mína í starfi prests á Akureyri má telja að hafi verið, þegar ég varð að ganga á milli heimila og flytja þá helfregn að 25 manns hefðu farist með Dakótaflugvél Flugfélags íslands, sem villtist af leið í þoku og rakst á Hestfjall í Héðinsfirði. Þetta var 29. maí 1947 og ég aðeins búinn að þjóna sem prestur í þrjá mánuði. Sunnudaginn á eftir var kirkjan þéttsetin. Þá vitnaði ég í orð Matthí- asar Jochumssonar: Lífið er fljótt, líkt er það elding sem glampar um nótt. Vígsla Hallgrímskirkju er mér afar minnisstæður atburður og hjarta kær. I vígslutextanum lagði ég út af upphafsorðum Passíusálmanna, „Upp, upp mín sál“ og sagði m.a.: „Hér leita allar línur upp og mætast loks eins og samanlagðar hendur í bæn, þar sem turninn er og bendir til himins.“ Þegar faðir minn tók við biskups- embætti í ársbyrjun 1939 komum við fjölskyldan siglandi með Dronning Alexandrine til Reykjavíkur. Heiðríkja var yfir borginni og undursamleg sýn birtist þegar Skólavörðuholtið blasti við sjónum. Það var eins og blessuð sólin sæti á holtinu, þar sem Hall- grímskirkja stendur nú. Við urðum hljóð og hugfangin. Nú finnst mér þetta hafa verið táknræn sýn hins eilífa ljóss sem streymir frá helgi- dómnum yfir borgina. Heimsókn páfa var einstök. Aldrei í sögu landsins hafði páfi komið í heimsókn. Það var áhrifamikið, þegar hann birtist í hvítum klæðum og gekk niður landgöngustigann, kraup niður „Á þessu merka ári kristninnar dettur manni óneitanlega í hug að Akureyrar- kirkja var af sumum nefnd Matthíasarkirkja. Eftir því sem árunum fjölgar finn ég hversu vel það á við, slíkt trúar- og þjóðskáld íslendinga sem Matthías var, en hann var sóknarprestur á Akureyri og bjó í húsi sínu Sigurhæðum rétt hjá kirkjunni til dauðadags." 28

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.